Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 9
4 Ég greip um vangann; fannst eins og mér hefði verið réttur einn gú- moren á latínu. KLUKKAN VAR rétt rúmlega fjögur. Austurstræti var baðað í sólskini, stelpurnar fallegri en nokkru sinni fyrr, gamli sjóræninginn úr Selsvör á sínum stað með varninginn sinn, og nýliði í lögreglunni vafstraði í kringum ólöglega stæða bifreið. Við vorum á rölti um bæinn, þeg- ar okkur datt í hug að bregða á leik í góða veðrinu. Við stilltum okkur upp f miðju Austurstræti, og meðan ég hamaðist við að reyna að fá einhverja dömu, sem var þarna á gangi, með mér í bíó, dundaði Ijósmyndarinn við að taka myndir af atburðarásinni. Eg lagði undir mig lítinn blett af gangstéttinni fyrir framan Silla og Valda, en Ijósmyndarinn var stað- settur hinum megin við götuna. — .Lenqi vel lét engin árennileg á sér kræla. Ég var orðinn hálf smeykur um, að það sæist á mér, hvaða áform ég hafði í huga, svo að ég setti upp sparibrosið. Þá lét sú fyrsta ekki á sér standa. Hún kom stormandi í brúnni rússkinnskápu og Ijóst hárið flaksaðist f allar átt- ir. Éa sveif á hana: ,,Fyrirgefið, fröken, má ég að- eins trufla yður?" Jú, henni fannst það svo sem allt í lagi; strákar eru hvort eð er vit- lausir, mátti lesa út úr svip hennar. „Þannig er mál með vexti," byrj- aði ég, ,,að ég var að hugsa um að skella mér í bfó, en nú leiðist mér bara svo gífurlega að fara einn. Væruð þér ekki tilleiðanlegar að gera svo lítið að koma með mér?" Hún stóð lengi og horfði á mig, vissi ekki hvort mér væri alvara eða ekki, rétt eins og ég væri einn af þessum ábyrgðarlausu unglingum, sem eru að fíflast í vinnutímanum. Svo fór hún að hlæja, leit yfir götuna á Ijósmyndarann og sagði: „Ekki svo að skilja, að ég hafi neitt á móti því. En þú ert bara eitthvað að grínast, svo að ég held, að ég láti það eiga sig núna." Með það fór hún. Stuttu síðar brá henni fyrir hinum megin á göt- unni, hönd í hönd við ungan mann. Mér fannst þetta alls ekki svo slæm byrjun, svo að ég sveif á þá næstu sem kom og bar upp erind- ið. Hún sárvorkenndi mér, eftir svipnum að dæma, en afsakaði sig með því, að hún ætti að fara að vinna eftir tíu mínútur, svo að það væri því miður ekki hægt. Síðan gekk hún áfram út Austur- strætið og leit við öðru hvoru: Þessi vesalings drengur átti áreiðanlega eitthvað bágt! En ég gafst ekki upp og sveif á eina dömuna, sem var að koma út frá Silla og Valda. Hún var ábyggi- lega gift og virtist skilja vandamál mitt til fullnustu. „Já, ég skil vel, að þér skuli leiðast að fara einn í bíó. Ég fyrir mitt leyti fer aldrei ein í bíó. En ég þarf bara að fara að koma mér heim. Spurðu þá næstu. Það hlýtur einhver að hafa tíma til að koma með þér í bíó." Síðan óskaði hún mér alls hins bezta, kvaddi og gekk létt í spori út á Lækjartorg. Búðin hjá Silla og Valda virtist vera orðin full af fólki, því að af- greiðslufólkið stóð allt út við glugg- ana og horfði á strákhympið, sem virtist vera í akkorði við að trufla saklausar dömur á gangi f góða veðrinu. Nokkrar konur, sem voru að selja happdrættismiða f bíl, er stóð rétt fyrir framan mig, virtust skemmta sér hið bezta yfir óförum mínum. Ég vildi ómögulega valda svona miklu ónæði — svona mörg- um í einu — svo að ég flutti mig yfir götuna, en Ijósmyndarinn tók sér stöðu, þar sem ég var. Hún kom út úr Eymundsson-búð- inni með skjalatösku undir hend- inni og virtist vera að flýta sér. Mér fannst alveg tilvalið að trufla „Nei, ég er a3 fara a8 verzla og svo er ég aS fara heim." 4 hana. Jú, það var allt f lagi, að ég ræddi við hana, en þegar ég bar upp erindið, varð hún eilítið vand- ræðaleg: „Eh, ég þarf eiginlega að flýta mér," sagði hún brosandi. „Eh, bless!" Þetta fannst mér ekki nógu góð frammistaða, svo að ég veifaði í Ijósmyndarann, og við skiptum aft- ur um stöðu. Ég stöðvaði eina, sem var á leið inn í verzlunina: Hafði hún ekki eins og hálfan annan klukkutíma aflögu til að koma með mér í fimmbíó? „Nei, ég er að fara að verzla, og svo er ég að fara heim." Þetta var snubbóttasta svarið, sem ég fékk í þessari ferð, því að með þetta fór hún. Venjulega var það viðkomandi stúlka, sem varð hissa, já agndofa, en í þetta skipti var undrunin öll mín megin. Ég stóð eins og glópur og lét stóran hóp af fallegu kvenfólki fara framhjá mér, á meðan ég var að jafna mig. Og sjaldan er ein báran stök. Sú Sú gifta virtist skilja mig ákaflega vel, en . . . 4 32 tbl- VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.