Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 6
-------------- \ GEFJUNARGARN ^Tízkgn í dag KVENLÖGREGLA Kæri Póstur! Eg er ein af þeim kon- um sem langar að gerast kvenlögregla. Því dettur mér í hug að biðja þig að veita mér smá upplýsingar um þetta starf. Það: Hvernig starfinu er háttað, og hvaða skilyrð- um þarf að fullnægja, svo sem menntun og aldur? Með kærri kveðju. Ein með áhuga. Til að geta orðið kven- lögregla þarf viðkomandi að vera á aldrinum 20—30 ára og hafa lokið gagn- fræðaprófi eða hafa hlið- stæða menntun. Þá eru gerðar strangar heilbrigð- iskröfur og umsækjandi má ekki hafa gerzt brot- leg við lög. Þetta er tveggja ára nám, og þar af eru tvö námskeið, 8 og 16 vikna, en unnið á milli. Kvenlögreglan hefur eftir- lit með stúlkum og konum sem hafa gerzt brotlegar og eru undir eftirliti af öðrum ástæðum. ÁSTARBRÉF? Kæri Póstur! É'g er ofsa hrifin af strák sem ég þekki, og ég er alltaf að hringja í hann og bjóða honum í partý, en svo erum við aldrei saman. Mér finnst hann al- veg ofsalega sætur. Finnst þér, að ég eigi að skrifa honum og tjá hon- um ást mína, eða bara að hætta að tala við hann? Ég vonast eftir svari og það fljótt. Með fyrirfram þökk. E. Á. Af hverju reynir þú ekki við hann? Kannski hann sé bara svona uppburðar- laus. Satt að segja hélt ég, að ástarbréf væru óþekkt fyrirbæri nú orðið, en hver veit nema það sé einmitt rétta ráðið í þessu tilfelli? POPS OG PILLAN .. . Halló Póstur! Við erum hérna tvær forvitnar stelpur. Okkur langar að spyrja þig: Hvað heitir söngvarinn í POPS og í hvaða hljómsveit var hann áður? Hvaða mennt- un þarf maður að hafa til að geta orðið fóstra? Er Haukur Morthens alís- lenzkur? Ef ekki, hverrar þjóðar er hann þá? Þökk fyrir allt gamalt og gott, sérstaklega Pilluna og líf- ið. Tvær forvitnar. P.S. Hvernig er skriftin? Sönvarinn úr Pops, sem nú er reyndar hættur,heit- ir Eiður Eiðsson, og hafði lítið verið með öðrum hljómsveitum áður. Jú, einu sinni var hann með hljómsveit úr Kópavogi, sem kallaði sig Maestro's, en það var meira gaman en alvara. Til að geta orðið fóstra þarf gagnfræðapróf, eða hliðstæða menntun; síðan er það tveggja ára nám. Haukur Morthens á norsk- an föður. SVAR TIL ÁSKRIFANDA Já, þetta er sannarlega viðamikið vandamál sem þú átt við að stríða, en samt gefur þú bezta ráðið sjálf. Þú segir að þegar þú varst á símanum hafir þú verið ágæt, því þá neydd- ist þú til að tala við fólk. Haltu áfram að neyða þig til þess, áður en svo verð- ur komið fyrir þér, að þú þarft að leita þér lækn- inga. Maðurinn er nú einu sinni fæddur til að lifa í samfélagi við aðra, svo það er eina lausnin fyrir þig að gera það — hvort sem þér líkar betur eða verr í byrjun. KYNORKA Póstinum hefur borizt all forvitnilegt bréf, sem bréf- ritari óskaði eftir að yrði ekki birt, og vitaskuld ráða óskir hans í þessu sambandi. Samt sem áður er bréfið þess eðlis, að Pósturinn ætlar að gera lesendum sínum aðeins grein fyrir efni þess. Bréfritari er 19 ára gam- all piltur, sem er með jafn- öldru sinni, og hefur ver- ið í rúmt eitt ár. Hann seg- 6 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.