Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 17
♦ íPABI
ÁS: Óheillaspil. Rangan upp táknar dauða; annars veikindi.
TVISTUR: Bréf, samningur eða samkomulag.
ÞRISTUR: Eitthvað gert í miklum flýti.
FJARKI: Breyting, getur brugðizt til beggja vona.
FIMMA: Áhyggjur.
SEXA OG SJÖA: Ef tígultía er samfara þessum tveim spilum,
táknar það ótryggð. Annars F og P eins og áður.
ÁTTA: Upphafsstafurinn H.
NÍA: Mikið þunglyndi.
TÍA: Erfið viðskipti.
GOSI OG DROTTNING: Svart- eða græneygt fólk. Drottningin
getur stöku sinnum verið ekkja eða fráskilin kona.
KÓNGUR: Tannlæknir eða heimsókn til tannlæknis.
Það er ekki auðvelt að lesa nákvæmlega úr spilum. Ef þú lítur á
skýringamyndirnar, sérðu þar spil tilbúin til aflesningar. Nú er
meiningin að reyna að skýra þetta út:
Setjum sem svo, að þessi lesning eigi við blá- eða gráeygðan mann,
yfir 35 ára að aldri. Þá tekur þú hjartakónginn og setur hann á mitt
borðið. (Ef það er ungur maður, þá er það gosinn — ef það er kona,
þá drottninguna).
Dreifið úr hinum spilunum á borðið og látið bakhliðina snúa upp.
fáðu svo skjólstæðinginn til að taka einhver 9 spil út úr bunkanum
og afhenda þér. Leggðu svo þessi 9 spil, sólarganginn (byrjaðu í
efra horninu vinstra megin), á borðið eins og sést á skýringarmynd
I og settu síðasta spilið ofan á kónginn, eins og gert hefur verið á
myndinni. Fyrsta lesningin er byggð á þessum spilum, eitthvað á
þessa leið:
Spaðafimman, áhyggjuspilið, gefur vísbendingu um að sá, sem þú
ert að lesa fyrir, á við einhverjar áhyggjur að etja. Beint fyrir neðan
hjartakónginn (og hjartaáttuna) er spaðatían. Allar tíur eru í ein-
hverju sambandi við vinnu, stjórn eða öryggi, svo maður getur
gengið út frá því sem vísu að skjólstæðingur þinn er áhyggjufull-
ur út af vinnunni. Beint fyrir ofan spilin í miðjunni er hjartadrottn-
ingin. í þessu tilfelli tákar hún ekki aðeis konu, heldur einnig tíð-
indi. Ef það væri gosi þýddi það einungis blaður, en þar sem hjarta
er lukkuspil, þá ætti þetta að vera vísbending um góðar fréttir.
Fáðu nú skjólstæðing þinn til að taka 8 spil af þeim 42 sem eftir
eru á borðinu og dreifðu þeim á sama hátt og áður, að því undan-
skildu að miðspilin verða bara tvö eftir sem áður. (Mynd 2).
Nú sérðu, að spaðasjöan er hálf-hulin með laufadrottningunni,
það ætti þá að benda til þess að áhyggjuefni skjólstæðings þíns muni
hverfa í skuggann fyrir einhverjum góðum fréttum innan sjö daga.
Ef spilið sem fór ofan á sjöuna hefði t. d. verið gosi, hefði það þýtt
einungis að skjólstæðingur þinn, sem við skulum héðan í frá kalla
X, hefði fengið fréttir. En þar sem það var drottningin — og þar af
leiðandi kona er það vitni um góðar fréttir.
í efra vinstra horninu er spaðasexan, sem stendur fyrir upphafs-
stöfunum F eða P. Báðir þessir stafir gilda það sama í spáspila-
vísindum og því er það tekið fvrir víst, að einhver með annan hvorn
þessara upphafsstafa hafi eitthvað að gera með áhyggjur X, og er
sennilega ástæða þeirra.
Vinstra megin við hjartakónginn sérðu tíguldrottninguna. Hún er
bláeyg kona, sem við segjum að sé kona X. og yfir henni er hjarta-
ásinn, sem er auðvitað heimili X. Þá er það víst, að hann hefur
einungis áhyggjur af vinnunni, og að kona hans er samrýmd honum.
Hægra megin við hjartakónginn er spaðagosinn, og yfir honum er
hjartafjarkinn. Þetta segir okkur að X á von á fréttum sjóleiðis, og
gæti jafnvel þýtt að hann væri að leggja upp í sjóferð.
Fyrir miðju í neðstu röð er spaðatían, sem er vinnuspil X. Af
spaðafjarkanum yfir tíunni ráðum við að einhverjar brevtingar eru
væntanlegar í sambandi við vinnu X, og persónan sem hefur upp-
hafsstafina F eða P (laufasexan) veldur honum áhyggjum; þessar
brevtingar, sem mögulega koma erlendis frá, verða honum (X) til
heilla.
I neðra horninu, vinstra megin, er tígulgosinn, og þar yfir er
laufatvisturinn, sem segir okkur að þegar þessar breytingar eru yfir-
staðnar, innan tveggja mánaða, mun hann eignast góðan félaga og
bandamann í bláeygum manni.
Hægra megin i neðra horninu er laufaásinn, og þar yfir er laufa-
sexan, sem segir okkur að næstu sex mánuði mun X vinna mikið —
jafnvel fram á rauðanótt. Og að hjartaáttan er ofan á hjartakóng-
inum, með hjartadrottninguna þar fyrir ofan, færir okkur sannann
um að X mun komast auðveldlega út úr vandræðum sínum.
Framhald á bls. 41
32. tb). VIKAN 17