Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 50
j vindinn og brutust áfram að útihúsunum, en á leiðinni skimaði Angeii- que eins mikið um og hún gat og reyndi að sjá hvaða leyndarmál fælust í skuggum þessarar óvenju björtu nætur. Skyggni var mjög gott og hún sá alveg út fyrir endamörk vatnsins, sem næst var. Um landið fór þessi skafrenningur, sem vindurinn dró upp úr nýfallinni mjöllinni og hann deyfði allar útlínur. Þetta var eins og demantssalli, sem myndaði geislabaug um trjátoppana, gerði all- ar hæðir og kletta ávalari og þyrlaðist eins og þunn blæja yfir renni- sléttan snæviþaktan ísinn á vatninu, sem í tunglsljósinu var iikari Silfurvatni en nokkru sinni fyrr. Angelique sárverkjaði í augun, það runnu úr þeim tárin og frusu i bráhárunum, þegar hún reyndi án árangurs að sjá eitthvað, sem hún vissi ekki hvað var. Þá allt í einu sá hún hv.ítan draug risa upp, hinum megin við vatnið, gagnsæa veru, sem veifaði örmunum, snerist síðan og hvarf, eins og þyrlandi vindurinn hefði hrifið hana .með sér, hún sá eitthvað byltast í snjónum og síðan ekkert. Unga konan og gamli maðurinn stóðu eins og rígnegld uppi á skag- anum. — Sástu það núna? Sástu það, Eloi? hrópaði Angelique. Gamli maðurinn kinkaði kolli. — Það hljóta að vera andar, sagði hann. — Nicholas Perrot sagði það. Andar, aðeins andar geta verið úti í þessu veðri..... — Nei, enga vitleysu. Þetta getur verið fólk. Hún hóstaði þegar kalt frostloftið fór ofan i hana. — Menn — segi ég — menn, og þeir deyja ...... Þau þutu aftur heim i skálann. Skýrsla þeirra vakti mikla athvgli. Menn voru yfirieitt ekki mjög skýrir í kollinum og það myndi iiða á iöngu áður en þeir yrðu það. Flestir Þeirra voru þegar hálf afklædd- ir og nú fálmuðu þeir í kringum sig til að reyna að finna jakkana og buxurnar og komast i þetta aftur. Angelique gerði sitt bezta til að sannfæra þá um, að hún hefði séð einhvern við hinn endann á vatninu, en Macollet gamli hélt áfram að tauta i sífellu: — Andar, segi ég ...... Þeir eru þá til ...... Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem ég hef séð þá .... — Ég hef séð þá lika. — Ég líka, tóku sumir mannanna undir. Angelique stappaði niður fætinum og hrópaði hærra en þeir, til að koma í veg fyrir að nú hæfust gagnkvæmar frásagnir af öndum og fyr- irbrigðum, sem menn höfðu séð hér og þar. — Nú er nóg komið! Ég var að segja ykkur að Þetta væru menn. Og hvað um hrópin, sem ég heyrði? Og bankið? — Já, einmitt! Hvað um hrópin og bankið, Madame? Ef það hefði verið af völdum mannvera, sem þú segist hafa séð rétt í þessu við hinn endann á vatninu, hvernig geturðu þá hafa heyrt til þeirra hér, inni í húsi, ofan i snjóskafli meira en mílu i burtu. — Það er einmtt þannig, sem andar haga sér; þeir ráfa um. banka á dyr hjá fólki og hræða líftóruna úr öllum einmitt um jólaleytið, sagði Maitre Jonas og iyfti spámannlega fingri. — Við getum ekki betur gert en kúra okkur niður og fara með bænirnar okkar. Angelique strauk hönd yfir augun. en höndin var svo köld, að henni fannst hún vera gerð úr hörðum, tilfinningalausum viði. Hverju átti hún að trúa og hvað átti hún að halda? Jafnvei þótt það, sem hún heyrði, hefði verið ofskynjun, var hún viss um, að það sem hún hafði séð, var ekki þannig. Peyrac greifi kom nú fram úr herbergi þeirra. Hann gekk niður þrepin, niður í meginskálann, og spurði hvað væri á seyði. — Við sáum eitthvað ....... við endann á vatninu. — Það voru andar, staðhæfði Macollet. — Ég er viss um að það voru fordæmdar sálir, því ég sá skóginn í gegnum þær. Angelique vissi ekki, hvað hún átti að segja, þvi sjálfri hafði henni fundizt þetta vera gagnsætt. — Var það ekki bara snjór, sem vin.durinn þyriaði upp í stormsveip? spurði Peyrac. En að þessu sinni voru Angelique og Macollet hjartanlega sammála. — Nei! Nei! Það var eitthvað annað. Joffrey de Peyrac virti andlit konu sinnar vandlega fyrir sér. Hún hafði þetta fjarræna yfirbragð, sem hann hafði stundum tekið eftir, þegar eitthvað gagntók hana. Þá virtist hún langt í burtu, gersamlega upptekin af spurningu, sem hún hafði ekki enn borið fram, spurningu, sem hún og aðeins hún gat fundið svarið við. Hann var farinn að kynnast henni og vissi, að hún var afskaplega viðkvæm. og ekki sízt fyrir þeim atburðum, sem ekki var hægt að skýra beinlínis og á efnislegan hátt. Og hann fvrir sitt leyti var fullfús að gangast inn á það, að fólk geti komið boðum og hjálparbeiðnum milli sín eftir einhverjum óskíranlegum ieiðum, því hann hafði orðið vitni að óhrekjanlegum dæmum þess á ferðum sínum. Greifinn var hugsi. Nioholas Perrot var einnig hugsi, og hann starði é Aneelioue með sama íhuguia, óvissa augnaráðinu og húsbóndi hans. en svo stóð hann allt í einu upp — Við verðum að fara og gá. Svo leit hann með spurn á Angelique og bætti við: — Er þsð ekki það sem þú vilt, Madame? Jæja þá, við skulum koma. — Allt í lagi, sagði Peyrac. — Þegar allt kemur tii alls, getur ekkert verra komið fyrir okkur en að við förum i ieiðinlega gönguferð, og þá, væna mín, verður þér rórra eða hvað? Clovis frá Auvergne lét í Ijósi, svo ekki varð um villzt, að hann ætlaði ekki með. — Ég að vaða á eftir draugum? Aldrei! hrópaði hann og leitaði skjóls undir teppunum sínum. Og trúleysinginn krossaði sig hvað eftir annað. Svo þau skildu þá eftir, sem voru ilia haldnir af hjátrú og hræðslu, sem var, þegar allt kom til alls harla vel skiljanleg. Angelique, Nicholas Perrot, Spánverjarnir tveir. Jacques Vignot, Florimond og Cantor fóru niður að vatninu með luktir Þau höfðu ólitið tilgangslaust að raska ró Porguanis, sem þegar hafði gengið til hvilu sinnar, en hann hafði gert sér sérstakt afdrep, rétt hjá verkstæðinu. Eloi Macoilet fylgdi þeim í fjarska, tautandi við sjálfan sig og ríghaldandi um talnabandið í öðrum jakkavasan.um. Við og við liðu ský fyrir tunglið. Snjórinn var svo harður undir nýföllnu mjöllinni, að þau þurftu ekki að ganga á snjóskóm. 50 VIKAN 32- tw- Litli hópurinn fór hægra megin við vatnið. Það var ekki auðvelt að ganga í þessu færi og móti þessum vindi og enginn talaði, og það eina sem heyrðist, var marrið i snjónum undir fótum þeirra, og hást, óreglu- legt hvæsið i andardrætti þeirra, sem írostnóttin virtist margfalda. Þegar þau komu að vatnsendanum, námu þau staðar. — Hér var það, sagði Angelique og litaðist um. Allt var svo friðsamt, svo fulikomlega friðsamt að fyrri kvíði virtist gersamlega ástæðulaus. Meira að sagja vindurinn gekk niður og dró nú aðeins næst sköflunum. Á sumrin heyrðist í fossunum frá þessum stað, en á vetrarnóttinni var ekkert nema þung, þrúgandi þögn, að undanskildum lágum þyt vindsins. Ef þau héldu áfram, sæu þau fossana, sem voru ekki annað en þykk- ur ís, frosið vatnsfail ofan yfir hengiflugið, eins og stórar orgelpípur af gleri gerðar. Allt var kyrrt og sofandi. — Við skulum svipast um, sagði Peyrac. Þau dreifðu úr sér og luktirnar köstuðu skimu út yfir skaflana. E'n snævarteppið var ótroðið. Angelique var orðin hálf tilfinninga- iaus af kulda, og nú tók hún að ásaka sig. Þegar hún vaknaði á morgun og víman væri rokin af henni, myndi hún hlægja að þessum barnaskap, og einhverntima myndi hún verða að þola kerskni þeirra, sem í kring voru. Svo fann hún til snöggrar o,g óviðráðanlegrar löngunar til að finna eittjhvað. Svo sterk var þessi kennd að hún hélt áfram leitinni ,með endurnýjuðum þrótti, gekk í kringum tré og runna og féll ofan í ósýnilega slakka. Þau söfnuðust aftur saman skömmu seinna og ákváðu að snúa heim á nýjan leik. En Angelique fannst sem ósýnileg hönd héldi í hana og togaði hana til baka. Hún gat ekki farið af staðnum, og hún iét hina fara á undan. Henni þótti verst að Panis, indíáni Nicholasar Perrots, skyldi ekki hafa komið með þeim, þvi hann var þefnæmur eins og veiðihundur, en hann var, eins og aðrir, of hræddur við anda myrkursins, og jafnvel húsbóndi hans gat ekki fengið hann til að fara með. í siðasta sinn lét Angelique augun hvarfla yfir svæðið frá vatninu upp að skógarjaðrinum. Þarna var eitthvað ....... öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París, — Framh. i næsta blaði-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.