Vikan


Vikan - 07.08.1969, Síða 16

Vikan - 07.08.1969, Síða 16
SPAÐ ÞAÐ HEFUR LÖNGUM VERIÐ EFTIRSÖTT TÖMSTUNDAGAMAN AÐ SKYGGNAST INN í FRAMTÍÐINA MEÐ AÐSTOÐ SPILANNA. ÞEIR SEM ERU SLYNGIR í ÞESSARI ÍÞRÖTT NJÓTA MIKILLA VINSÆLDA OG HAFA ENGAN FRIÐ FYRIR FÖLKI ÁÖLLUM ALDRI, SEM VILL LÁTA SPÁ FYRIR SIG. ÞAÐ ERU TIL MARGAR AÐFERÐIR VIÐ AÐ SPÁ í SPIL OG HÉR ER SAGT FRÁ EINNI ÞEIRRA. Enginn veit nákvæmlega hvaðan listin að spá í spil er upprunnin. En það er vitað, að Forn-Egyptar stunduðu þetta nokkuð; með spila- pakka gátu þeir lesið hvað framtíðin bar í skauti sér. Áður en aðferðin er skýrð út, er nauðsynlegt að gefa upp þýðingu hvers spils fyrir sig. H J A R T A: „Lukkuspil“. ÁS: Hús eða einhvers konar vistarverur. TVISTUR: Skeyti, símtal eða eitthvað sem berst mjög fljótt. ÞRISTUR: Ekki mikilvægt, nema þegar það er í sambandi við eitthvað annað: þegar það þýðir „að fara“. FJARKI: Yfirferð á vatni. Allir fjarkarnir tákna einhvers konar breytingu. FIMMA: Upphafsstafurinn E, eða tímatakmörk í sambandi við 5, svo sem 5 dagar, vikur, mánuðir etc. SEXA: Sama og þristur. SJÖA: Upphafsstafina G eða J. ÁTTA: Betra að túlka þetta varlega, þar sem það táknar ástleitni við hitt kynið. NÍA: Mikilvægasta spilið í pakkanum. „Óskaspil". TÍA: Ásamt öllum hinum tíunum táknar þetta vinnu, viðskipti, stjórn, öryggi eða eitthvað annað sem er sterkt. GOSI, DROTTNING OG KÓNGUR: Táknræn fyrir ýmiss konar fólk. Gosinn er ungur, gráeygður maður, drottningin gráeygð kona, það sama er að segja um kónginn, sem yfirleitt er kominn yfir 35 ára aldurinn. Stöku sinnum getur kóngurinn, ef hann er staðsettur næst við gosann, verið merki um óvenju góðar fréttir hinum unga manni til handa. Aiauf ÁS: Kvöld; frá hádegi til miðnættis. TVISTUR: Tveggja mánaða ástand, einhvers konar. ÞRISTUR: Skiptir ekki máli. FJARKI: Breyting, getur brugðizt til beggja vona. FIMMA: „Utanbæjarspilið“. SEXA: Upphafsstafirnir F eða P. Hljóðfræðilega eru þessir staf- ir svo líkir, að erfitt er að greina á milli þeirra. SJÖA: Gjöf. ÁTTA: Skiptir ekki máli. NÍA: Gífurleg reiði. TÍA: Viðskipti. GOSI, DROTTNING OG KÓNGUR: Fólk með brún eða ljósbrún augu. ♦ Títmi ÁS: Peningar. TVISTUR: Upphafsstafurinn B. ÞRISTUR: Yfirleitt daga eða vikufjölda. FJARKI: Hentuga breytingu, þar sem þetta er rauður fjarki. FIMMA: Einhver óheppni eða óöryggi. SEXA OG SJÖA: Skipta ekki máli. ÁTTA: Mögulega einhver svik eða blekking. NÍA: Næst bezta spilið í pakkanum — annað óskaspil. TÍA: öryggi. GOSI OG DROTTNING: Bláeygt fólk. KÓNGUR: Læknir eða eitthvað læknisfræðilegt. 16 VIKAN 32-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.