Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 44
0(30 Framhald af bls. 29 Það yrði örugglega án hennar. Henni brá meira en lítið þegar hún kom til Condaford, og móðir hennar sagði, þegar hún hafði heilsað henni: — Jerry er inni hjá föður þínum. — Ó! — Komdu upp með mér, vina mín. Hvernig átti hún að segja frá því sem skeð hafði, manneskju sem leit út og talaði eins og móðir hennar? Hún roðnaði. — Eg get aðeins sagt þér að hann er villidýr. Ég veit að það sést ekki á honum, en trúðu mér, mamma mín, það býr villidýr í honum. Lafði Cherrell roðnaði líka, hún átti það til að roðna oft, henni leið ekki alltaf vel á þessum aldri. — Við faðir þinn gerum allt sem í okkar valdi stendur fyrir þig, væna mín, en það er oft svo erfitt að rata rétta leið. — Og þú heldur að þar sem mér skjátlaðist einu sinni, þá sé það sennilegt að ég geri það aftur? Þú verður að trúa mér, mamma, ég get ekki talað um þetta við þig, og ég fer aldrei með honum aftur. Lafði Cherrell settist og hrukkaði ennið. — Þú ert viss um að það sé ekki sama villidýrið og býr í flestum karlmönnum? Clare hló. — Ó, nei, ég er ekki svo viðkvæm. Lafði Cherrell andvarpaði. — Vertu ekki svona áhyggjufull, elsku mamma mín. Þetta verður allt í lagi, þegar við erum komin yfir það. Það er ekkert tekið svo hátíðlega nú til dags. — Svo er sagt, en ég er nú einu sinni þannig að ég geri það. Clare flýtti sér að segja: — Það eina sem gildir er að halda sjálfs- virðingunni. Það get ég ekki í sambúð við hann. — Við skulum þá ekki tala frekar um það. Faðir þinn óskar ábyggilega eftir að tala við þig. Það er bezt fyrir þig að hafa fata- skipti. Clare kyssti móður sína og fór út. Það heyrðist ekkert hljóð úr skrifstofu föður hennar. Hún fann að hún stirðnaði. Þeir dagar voru löngu liðnir, þegar karlmenn tóku ákvarðanir um allt sem konum viðkom, án þess að spyrja þær ráða, — og hvað sem þeir væru nú að ræða um, þá ætlaði hún aldrei að láta bugast! Þegar sent var eftir henni, fór hún, köld og ákveðin. Þeir stóðu andspænis hvor öðrum í vinnuherbergi föður hennar, og henni fannst sem þeir væru komnir að ákveðinni niðurstöðu. Hún kinkaði kolli til eiginmanns síns og gekk til föður síns. — Jæja? Það var Corven sem fyrstur tók til máls. — Eg fel yður það, herra. Hershöfðinginn var hugsandi og ergilegur á svipinn. Hann reyndi sýnilega að stilla sig. — Við höfum verið að ræða um mál ykkar, Clare. Jerry viðurkennir að þú hafir mikið til þíns máls, en hann hefur lofað því við heiður sinn að ekkert skuli koma fyrir eftir- leiðis. Mig langar til að stinga upp á því að þú gefir honum tæki- færi til að bæta ráð sitt. Hann segir að það sé ekki síður þér í hag en honum. Gamla hugmyndin um helgi hjónabandsins er að visu horfin, en þið hafið þó gefið viss loforð, og þótt við horfum burt frá því. . . . — Já, sagði Clare. Hershöfðinginn sneri upp á skeggið með annarri hendinni, en stakk hinni djúpt niður í vasa sinn. — Ég á við, hvernig ætlið þið að fara að þessu? Þið getið ekki fengið skilnað, þið verðið að hugsa um heiður ykkar, og þetta eru aðeins átján mánuðir. Hvað ætlið þið að gera? Búa aðskilin? Það er ekki réttlátt, fyrir hvorugt ykkar. — Það er betra en að búa saman. Hershöfðinginn leit á stirðnað andlit hennar. — Þú segir þetta nú, en við höfum báðir meiri reynslu en þú. — Það hlaut að koma í ljós, þú vilt að ég fari með honum? Hershöfðinginn varð vandræðalegur á svipinn. — Þú veizt að ég vil allt það bezta fyrir þig, vina min. — Og Jerry er búinn að fullvissa þig um að það sé það bezta? Þá get ég sagt þér það, pabbi minn, að verra gæti ekki komið fyrir mig. Eg meina það og þar við stendur. 44 VIKAN 32- tbl- Hershöfðinginn horfði ýmist á dóttur sína eða tengdason, svo yppti hann öxlum og fór að troða í pípuna sína. Jerry Corven, sem líka hafði horft frá einu andlitinu á annað, pírði augun og leit fast á Clare. Þau horfðust í augu um stund og hvorugt leit undan. Svo sagði Corven: — Þá það, ég geri þá mínar ráðstafanir. Verið þér sælir, herra, vertu sæl, Clare. Svo snerist hann á hæl og fór út. í þögninni sem fylgdi burtför hans, heyrðist greinilega þegar bíll- inn ók burt. Hershöfðinginn tottaði pípu sína; Clare gekk út að glugganum. — Ég vildi óska að ég skildi þetta ástand, sagði hershöfðinginn. Clare hreyfði sig ekki frá glugganum. — Sagði hann þér að hann notaði svipuna sína á mig? — Hvað segirðu? sagði hershöfðinginn. Clare sneri sér við. — Já. — Barði hann þig? — Já. Það var í raun og veru ekki aðalástæðan, en það rak smiðshöggið á. Mér þykir fyrir því að þurfa að segja þér þetta, pabbi. — Guð minn góður! En sú skepna! Hann sagðist hafa verið hjá þér eitt kvöldið, er það rétt? Daufur roði breiddist yfir kinnar hennar. — Hann ruddist inn á mig. — En sú skepna! sagöi hershöfðinginn aftur. Þegar hún var orðin ein, hugsaði hún um það hve miklu máli þetta atvik með svipuna skipti fyrir föður hennar. Hann hafði tekið það sem persónulega móðgun, móðgun við hans eigið hold og blóð. Henni fannst sem hann hefði getað skilið það ef það hefði verið einhver önnur, en ekki dóttir hans. Hún minntist þess að hann hafði skilið það vel, þegar Hubert hafði lamið asnahirðana, mál sem kost- aði svo miklar áhyggjur. En hve allir voru eiginlega sjálfum sér næstir! Hún var nú eiginlega komin yfir það versta, hún var búin að segja þeim hvers vegna hún yfirgaf Jerry. Hún hugsaði um augna- ráðið sem hann sendi henni áður en hann fór, hann lét að minnsta kosti ekki sjá það á sér að honum þætti fyrir því að verða að láta í minni pokann. Það var greinilegt að hann ætlaði að ná sér niðri á henni. Eustace Dornford var léttur í lund um þessar mundir, og það leið ekki á löngu þar til hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann væri ástfanginn af Dinny Cherrell. Þegar hann var að lesa svstur hennar fyrir bréf, hugsaði hann oft um það hve miklu heldur hann vildi að hún segði honum eitt- hvað um systur sína. Hann hafði þó vald á tilfinningum sínum, en einn daginn sagði hann, eins og í glensi, hvort ekki væri möguleiki á að þær systurnar vildu borða með honum eitthvert kvöldið, til dæmis á laugardag, annaðhvort hér í Temple eða þá á Café Roval? — Það væri skemmtilegt að borða hér, sagði Clare. — Þekkið þér einhvern, sem gæti verið fjórði maður? — Gerið þér það ekki, herra Dornford? — Það gæti verið að þér vilduð heldur hafa einhvern ákveðinn mann? — Já, ég gæti hugsað mér Tony Croom, sem var mér samferða á skipinu frá Ceylon. Hann er notalegur piltur. — Gott, þá segjum við á laugardag. Ætlið þér að spyrja systur yðar? Clare sagði ekki að líklega væri hún á þröskuldinum, eins og raun varð á. Hún hafði komið á hverju kvöldi klukkan hálfsex, til að fylgja systur sinni til Melton Mews. Það gat verið hætta á ferð- um ennþá, og systurnar ætluðu ekki að hætta á neitt. Þegar Dinny heyrði um boðið, þá sagði hún: — Þegar ég fór frá þér, þarna um kvöldið, þá rakst ég á Tony Croom á götuhorninu, og hann fylgdi mér heim í Mount Street. — Þú hefur ekki sagt honum að Jerry hafi komið? — Auðvitað ekki! ■— Þetta er illa farið með hann. Hann er prýðisdrengur, Dinny. — Ég veit það. En ég vildi óska að hann væri ekki í London. Clare brosti. — Hann verður það ekki lengi, hann ætlar að fara að gæta einhverra arabiskra mera fyrir Jack Muskham, rétt hjá Bablock Hythe. — Jack Muskham býr í Royston. — En merarnar eiga að vera í mildara loftslagi. Dinny hrinti minningunum frá sér með valdi. — Jæja, vina mín, eigum við að hanga í stroffu 1 lestinni, eða eigum við að flotta okkur með því að taka leigubíl? — Mig vantar hreyfingu og gott loft, við skulum ganga. — Gott, þá göngum við með ánni. Komdu með heim í Mount Street, svo getum við farið í bíó. í anddyrinu rétti Blore Dinny bréf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.