Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 28
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys
18. HLUTI
Eustace Dornford hefur nokkur herbergi í Harcourt-bygg-
ingunni til umráSa; þar býr hann og hefur líka skrifstofur
sínar. Hann er mjög árrisull, og fer alltaf í reiðtúr, hverngi sem
viðrar, eftir að hafa unnið að málum sínum í tvo tíma. Klukkan
tíu er hann reiðubúinn til að fara til dómssalarins, þar sem
hann er til klukkan fjögur. Eftir það vinnur hann við málskjöl
sín fram eftir kvöldi.
Clare kom klukkan hálftíu, opnaði póstinn og tók við fyrir-
skipunum hans, sem hún svo vann að fram yfir hádegi. Svo
kom hún aftur síðdegis, ef eitthvert starf var þá fyrir hendi.
Kvöldið eftir að Dinny hafði hitt Corven fyrir utan dyrnar hjá
Clare, var Dornford boðinn til miðdegisverðar í Mount Street með
systrunum og Adrian, en Diana þurfti að vera yfir börnunum, sem
voru með mislinga. Þegar Dornford kom, var Clare ekki mætt, og
það var beðið eftir henni, þar til lafði Mont fór að leiðast og bauð
þeim til borðs.
— Hvað hafið þér gert við Clare, herra Dornford? sagði hún.
— Hún fór frá Temple klukkan hálfsex og sagði að við myndum
hittast hér.
Það var hálfþvingað andrúmsloft við matborðið, það var greini-
legt að þau voru annars hugar. Dornford fann þetta, og fann upp
á,því að segjast þurfa að hringja út í bæ.
Um leið og hann fór fram, sagði Dinny:
— Það hefur eitthvað komið fyrir hana, frænka. Get ég ekki far-
ið til að athuga það?
Sir Lawrence sagði: — Það er betra að bíða þar til við höfum
lokið við borðhaldið, nokkrar mínútur til eða frá gera ekki til.
— Finnst ykkur ekki að Dornford ætti að vita um þetta? sagði
Adrian, -— hún vinnur þó hjá honum.
— Eg skal segja honum það, sagði Sir Lawrence.
— Nei, sagði lafði Mont, — það er bezt að Dinny segi honum það.
Bíddu eftir honum hér, Dinny, við förum upp.
Þannig var það, að þegar hann kom aftur inn í borðstofuna, beið
Dinny þar ein. Hún rétti honum vindlakassann og sagði:
— Þér verðið að fyrirgefa okkur, herra Dornford. — Við erum
með áhyggjur af systur minni. Við skulum fá kaffið hingað. Blore,
viljið þér ná í leigutaíl fyrir mig?
Þegar þau höfðu drukkið kaffið, stóðu þau fyrir framan arininn.
Hún horfði inn í eldinn og sagði:
— Sjáið þér til, systir min hefur farið frá manni sínum, en hann
er kominn og vill fá hana heim með sér. Hún vill ekki fara, og
þetta er mjög erfitt fyrir hana.
— Eg er feginn að þér sögðuð mér þetta, mér hefur ekki liðið
sem bezt við matborðið í kvöld.
— Ég verð að fara núna, ég er hrædd um að eitthvað hafi komið
fyrir hana.
— Má ég koma með yður?
— Ó, þakka yður fyrir, en. . . .
— Mér væri mikil ánægja að því.
Dinny hikaði. — Ég er ekki viss um að systir mín vildi það.
28 VnCAN 32-tw-
— Ég skil. En ef ég gæti orðið að einhverju liði, þá látið mig vita.
— Einhvern tíma langar mig til að biðja yður að segja mér allt
um hjónaskilnaði.
f bílnum var hún að hugsa um hvað hægt væri að gera, ef hún
kæmist ekki inn. Hún bað bilstjórann að bíða við götuhornið.
Hún hringdi bjöllunni, en ekkert hljóð heyrðist að innan. Svo
reyndi hún dyrahamarinn og gáði upp í gluggana. En gluggatjöldin
voru svo þykk að ekki var hægt að sjá hvort nokkuð ljós var inni.
Að lokum gekk hún vonsvikin að bílnum aftur. Það gat auðvitað
verið skýring á fjarveru hennar, en Dinny datt samt í hug að koma
við á Bristol hótelinu, til að vita hvort Jerry væri inni.
En það var hann ekki, og enginn vissi hvert hann hafði farið,
svo hún ók aftur til Mount Street.
Dornford og Adrian voru farnir, en gömlu hjónin voru að spila
piquet.
— Jæja, Dinny?
— Ég komst ekki inn til hennar.
— Fórstu þangað?
— Mér datt ekkert annað í hug.
— Eg ætla að reyna að hringja í klúbb Jerrys.
— Ég veit að hún er í vandræðum, frænka.
— Að hann hafi annað hvort lokað hana inni eða numið hana á
brott? sagði lafði Mont.
— Hann hefur ekki komið í klúbbinn síðan klukkan fjögur. Við
verðum að bíða til morguns. Það getur verið að hún hafi ruglað til
kvöldum, eða gleymt því að hún ætti að koma hingað.
— Það getur ekki verið. Hún sagði við Dornford að þau myndu
hittast eftir-stutta stund.
— Þau gera það þá í fyrramálið, það er tilgangslaust að vera
með áhyggjur.
Dinny fór upp, en hún afklæddist ekki. Hafði hún gert allt sem
á hennar valdi stóð? Það var frekar hlýtt bótt komið væri fram í
nóvember. Hún gat svo sem skroppið aftur heim til Clare, þetta var
ekki nema fjórðungur mílu. Hún læddist niður og út, og gekk hratt
að húsinu við Melton Mews. Nú sá hún að gluggarnir voru opnir,
og að ljós var á efri hæðinni.
Hún hringdi, og eftir andartak opnaði Clare. Hún var í slopp.
— Varst það þú sem komst í kvöld?
— Já.
— Mér þykir það leitt, en ég gat ekki hleypt þér inn. Komdu upp.
Hún gekk á undan upp hringstigann.