Vikan


Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 45

Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 45
— Sir Gerald Corven kom, ungfrú, og skildi eftir þetta bréf til yðar. Dinny opnaði það. Kæra Dinny! Ég fer frá Englandi á morgun. Ef Clare skiptir um skoðun, þá tek ég á móti henni með gleði. Ef hún vill ekki koma með mér, þarf hún ekki að gera sér vonir um það að ég ætli að syrgja hana lengi. Ég hef skrifað henni, en skrifa þér líka, til að vera viss um að hún fái boð frá mér nógu fljótt. Hún sjálf, eða skilaboð frá henni ná mér á Bristol hótelinu til klukkan þrjú á morgun, fimmtudag. Eftir það læt ég stríð verða stríð. Mér þykir fyrir því að allt skuli vera svona flókið, en óska þér alls hins bezta, og ég verð alltaf þinn einlægur Jerry Corven. Dinny beit á vörina. — Lestu þetta! Clare las bréfið. — Ég fer aldrei til hans, og hann getur gert það sem hann vill fyrir mér. Dornford og gestir hans þrír, fóru í leikhúsið að miðdegisverði loknum, laugardagskvöldið. Þau sáu Cavalcade, leikritið eftir Noel Coward, sem lýsti svo snilldarlega stríðsárunum og eftirköstum þeirra. Þau gátu ekki fengið miða saman, svo þau sátu tvö og tvö; Dinny og Dornford saman.. . . — Skilding fyrir hugsanir yðar, ungfrú Cherrell? — Eg var að hugsa um hve allt hefði breytzt hér í Englandi, síðan um aldamót. — Það er hárið og klæðnaðurinn, andlitin hafa ekki breytzt svo mikið, og við erum eiginlega líkari því fólki sem var uppi fyrir fimmtíu árum. — Já, og lítið á húsgögnin, þau voru öll í pífum og blúndum. Þetta fólk var eins og það væri í felum við sálina, herra Dornford. — Hún stakk samt upp höfðinu einstaka sinnum, eins og þegar Edward litli faldi sig undir matborði Victoriu móður sinnar í Windsor, og gerði öllum bilt við. — Það var það sniðugasta sem hann gerði um ævina. — Eg veit það ekki; hann reyndi að lagfæra ýmislegt, þótt það tækist ekki betur.... — Líttu á herra Dornford, hann er orðinn ástfanginn af Dinny. Eg vildi óska að hún tæki honum. — Hví ætti hún að gera það? — Dinny hefur átt sínar erfiðu stundir, og ég er hrædd um að hún eigi þær ennþá. — Ég get ekki ímyndað mér nokkra manneskju, sem ég vildi heldur fyrir mágkonu. — Langar þig til þess? — Þú þarft ekki að spyrja að því. — Hvað finnst þér um Dornford? — Hann er ábyggilega mjög heiðarlegur, en mér finnst hann nokkuð þurr á manninn. — Ef hann væri læknir, er ég viss um að hann hefði róandi áhrif á sjúklingana. Hann er kaþólskur. — Var það þá ekki á móti honum við kosningarnar? — Mótstöðumaður hans var trúleysingi, svo það varð frekar til að bæta um fyrir honum. — Stjórnmál eru leiðinleg. — Þau geta líka verið skemmtileg. — Dornford hlýtur að vera duglegur ræðumaður, að hann skyldi vinna svona auðveldlega. — Hann vinnur á sinn hægláta hátt, mér líkar mjög vel við hann. Búðu mig undir næsta þátt, ég fylgist ekki nógu vel með. . . . Dinny andvarpaði. — Þetta hefur verið hræðilegt. Ég man rétt fréttirnar af Titanic. Þar var alltof miklu glatað. — Það er rétt. — Glatað líf og glötuð ást. — Hefur þú glatað miklu? — Já. — Og þú óskar ekki að tala um það? — Nei. — Systir þín ætlar ekki að láta buga sig. Hún trúir á lífið. — Já, en hún er í álögum eins og er. — Hún kemst úr þeim. — Clare er aðeins tuttugu og fjögurra ára. Hún getur ekki búið við einlífi, það sem eftir er lífsins. — Hefur þú hugsað þér að gera það? — Eg? Það er allt annað. — Þið eruð auðvitað ólíkar, en ég sé ekki hvers vegna þú ættir að fórna öllu lífinu fyrir aðra. — Tjaldið er að fara upp.... Að þættinum loknum, andvarpaði Dinny. — Þetta hefur verið hræðilegt, ég man þetta allt svo óljóst. — Ég er enginn baráttumaður. Mér finnst ekki rétt að segja að stríðið hafi verið mesta lífsreynsla mín. — Finnst þér þetta ennþá? —: Fram að þessu. En ég verð að segja þér, Dinny, að ég elska þig. Ég veit ekkert um þig og þú veizt ekkert um mig. Það skiptir ekki máli. Ég varð ástfanginn af þér í fyrsta sinn sem ég sá þig, og sú tilfinning verður dýpri með hverjum degi. Ég ætlast ekki til að þú svarir mér nú, en ég bið þig að hugsa um það.... Framhald í næsta blaði. 32. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.