Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 36
MTÐAPRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og látið
prenta alls konar aðgöngumiða,
kontrolnúmer, tilkynningar, kvitt-
anir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyr-
irliggjandi og útvegum með stuttum
fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox.
Leitið upplýsinga.
HILNIR
Skipholti 33 — Sími 35330.
■■ ■."” *
Á
'"•:■■. **# ÍW' 5
byggt margt vel upp og opnað
öðrum markamöguleika. Hann
gerði tvö mörk í æfingaleikjum
hjá okkur í vetur, og nú er hann
alveg óður. Hann er kominn
fram fyrir alla og inn í öll horn,
að skora og skora! Og það er
eftir nokkru að slægjast, það er
sama þótt þú hafir einleikið í
gegnum alla vörnina og upp að
markinu, þar leggur þú boltann
fyrir fæturna á félaga þínum,
sem er í enn betra færi og hann
skorar — getur kannski ekki
annað. Þá ert þú gleymdur, en
honum er klappað í bak og fyr-
ir, hann er markamaðurinn. Og
það er heldur ekki hægt að valsa
endalaust með boltann og sýna
drengilegan leik, það verður ein-
hver að fást til að binda enda-
hnútinn, áður en boltinn er bók-
staflega hreinsaður fram.
í Evrópubikarkeppninni, sem
áður er vitnað í, gerði Hermann
þrjú mörk í tveimur leikjum
móti Luxemburg, og eitt á móti
ungverska liðinu Vasas — þótt
Valur tapaði þeim leik. En þá
var Hermann sem sagt kominn
með fjögur mörk í þremur leikj-
um Evrópubikarkeppninnar, og
var þá annar markahæsti maður
í Evrópu. — Það var afar þægi-
leg tilfinning, segir hann, og
kjörið tækifæri til að verða dá-
lítið montinn. Enda passaði ég
mig að kaupa ekki fleiri blöð,
þegar umferðirnar urðu það
margar, að þessir stóru fóru
langt fram úr mér! Mér þykir
líka gaman að hafa skorað móti
stóru liðunum: Vasas, sem fyrr
segir, Dönum í 14—2 leiknum,
Benfica og Arsenal.
Það gefur auga leið, að hver
og einn verður að fá að hafa
sína sérvizku. Hermann líka.
Hann fer ekki inn á völlinn,
nema hann hafi fengið sinn sér-
staka saga í búningsherberginu.
Helzt af öllu vill hann líka vera
í óburstuðum skóm, og mamma
hans hefur stundum orðið að
þola hornhagldarskap af hans
hálfu, þegar hún hefur ætlað að
gera syni sínum greiða og bursta
skóna hans. Og eitt er sérkenn-
andi í fari Hermanns, þótt hann
hafi ekki hátt um það sjálfur.
Amma hans var mikill velunn-
ari Vals, svo sem fyrr er frá sagt.
Hún hafði þann vana að biðja
fyrir Hermanni syni sínum og
félögum hans, þegar hann fór í
leik. Þennan sið yfirfærði hún
síðan á Hermann, dótturson sinn,
þegar hann fór að taka þátt í
leikjum. Hann fór til hennar fyr-
ir leiki, og hún bað fyrir honum
á sama hátt og nafna hans. Og
það fór eftir, líkamsmeiðingar
urðu ekki í leikjunum, ef fyrir-
bænir hennar fylgdu. Þegar hún
lézt, vantaði Hermann Gunnars-
son þá kjölfestu, sem bænum
hennar höfðu fylgt, svo hann fór
að biðja sjálfur og sneri bænum
sínum til hennar, — oftast nær.
En þegar það hefur gleymzt,
hefur farið verr. Menn tala ekki
gjarnan um trú sína, og þegar
ég spurði Hermann um þetta
atriði, svaraði hann ekki beint,
en sagði mér sögu um það, þeg-
ar Valur lék á móti KR fyrir
tveimur árum og tapaði 3—0.
Þegar þeir leiddu svo saman
hesta sína aftur, var Valur fyrr
á ferðinni á völlinn og fór í
klefann, sem KR notar venju-
lega. Hver einasti KR-ingur kom
svo í dyrnar og brá í brún, þeg-
ar hann sá þessa ketti í bóli
bjarnar. Og það var sem við
manninn mælt, að leikurinn fór
4—1 fyrir Val -— kelfaskipting-
urinn raskaði svo jafnvægi KR!
— Sálfræðin í þessu er alveg
voðaleg, segir Hermann. — Það
er hægt að rífa menn niður með
því að fara illa að þeim tauga-
lega séð. Þessu hefur verið beitt
ónotalega gagnvart mér. f fyrsta
leiknum í meistaraflokki, sem
ég var með í, vorum við tveir
langyngstir, ég og Bergsveinn
Alfonsson, og þekktum ekkert
þessa miklu menn í meistara-
flokknum. Andstæðingarnir voru
náttúrlega ekkert hræddir við
okkur unglingana, en það er allt-
af betra að leika bara á móti 9
en 11, og þá var reynt að gera
okkur óvirka. Það var sérstak-
lega einn andstæðingurinn, sem
sætti færis, þegar boltinn var
hvergi nærri, að sparka aftan í
hásinarnar á okkur og annað
þess háttar, svo enginn sá. Þetta
fór svoleiðis með okkur tvo, að
við gátum ekkert — samt vann
nú Valur. Hefðum við þekkt
betur til, hefði maðurinn fengið
hælinn á móti, stríðni eða eitt-
hvað — en við þorðum ekkert
að gera.
f fyrra tók Íþróttasíða Tímans
upp þá nýbreytni, að standa að
kjöri „knattspyrnumanns ársins“
og þar fór Hermann með sigur
af hólmi. Og þótt hann sé sjálfur
starfandi blaðamaður á Vísi,
hefur honum þó komið töluverð
hefð af Tímanum, því fyrir milli-
göngu annars íþróttafrétta-
mannsins þar, Kjartans Pálsson-
ar, fékk hann boð um að koma
til Vínar og gerast atvinnumað-
ur þar. Þetta boð er þannig til
komið, að Pfeiffer, sem var þjálf-
ari hér fyrir ári, hefur nú ráðizt
sem þjálfari til atvinnumanna-
liðsins Eisenstadt í Vínarborg, og
í tilefni af því skrifaði hann
Kiartani og bað um allar upp-
lýsingar um knattspyrnumann
ársins, Hermann Gunnarsson. Að
þeim fengnum skrifaði Pfeiffer
Kjartani aftur og í því bréfi var
boð til Hermanns um að koma
til þessa liðs til reynslu.
— Það eru alveg hreinar lín-
ur, segir Hermann, að ég fer ekki
út í þetta, ef það er eitthvað í
þvi, sem mér geðjast ekki að.
Þetta getur haft mikið að segja
til góðs eða ills, og ég er ekki
endilega að hugsa um fjárhag-
inn, heldur sálina. Hér heima
hef ég verið með Val, landslið-
inu og þar fram eftir götunum,
með skínandi félögum og átt
ógleymanlegar stundir. í at-
vinnumennsku eru viðhorfin allt
önnur. Úr 11 manna hópi fást
þar sjaldnast nema einn eða
tveir félagar, vegna hinnar
hörðu baráttu. Það eru minni
peningar að sitja á varamanna-
bekk. Sums staðar er líka miklu
til kostað að rægja menn og ýta
þeim niður, til þess að aðrir
komist í fyrsta lið félaganna og
hafi tekjur samkvæmt því. Þeg-
ar út í hörkuna er komið, getur
einn smávægilegur ágalli orðið
örlagaríkur. En hinu verður ekki
é móti mælt, að miklir peningar
eru í húfi og á fáum stöðum eins
miklir og einmitt þarna í Aust-
urríki. En ég hef það mikið gam-
an af fótbolta, að ég fer ekki út
í þetta ef mér lízt ógæfulega á
það strax í upphafi.
Hermann er ógiftur, en á unn-
ustu. Myndi hann þá fresta
heimilisstofnuninni, eða stofna
það í Vínarborg?
— Veit ekki. Þetta er ekki
komið svo langt ennþá, að svo
róttækar aðgerðir hafi verið
gerðar.
Við hittumst einn rigningar-
daginn í sumar eftir að vinnu
Hermanns lauk, meðan hann
beið eftir fari til Vestmannaeyja
til að keppa. Við röbbum um
knattspyrnu vítt og breitt, og þá
leið ekki á löngu þar til talið
beindist að eftirminnilegasta
leiknum hans — og fleiri —-
leiknum við Dani, sem fór sæll-
ar minningar 14—2 fyrir Dani.
Og Hermann segir frá:
— Við fórum til Norðurlanda,
3. flokkur Vals, 15—16 ára gaml-
ir, unnum flesta leikina og Dan-
merkurmeistarana 6—1. Af þess-
um hópi erum við tveir í meist-
araflokki Vals, ég og Bergsveinn
Alfonsson. Þetta var sérstaklega
samvalinn hópur, skapið gott og
allt í fínu lagi innbyrðis, en það
eru 90% af velgengni eins liðs.
Síðan fóru mennirnir út í mikla
vinnu, húsbyggingu og annað,
sem nauðsynlegt er, og þá geta
þeir ekki æft, svo hinir níu helt-
ust úr lestinni af þessum Vals-
hóp. Og svipaða sögu er að segja
af liðum hinna félaganna, sem
voru mjög áþekk um þetta leyti.
Menn geta ekki æft, þeir eru of
önnum kafnir og þreyttir, og fá
ekkert greitt fyrir vinnutap,
leiki, utanferðir eða neitt, verða
jafnvel í sumum tilfellum að
kosta utanferðirnar sjálfir.
- 1967 lékum við svo við
Dani, lærdómsríkasta leik, sem
ég hef verið í, 14—2. Þá voru í
danska landsliðinu sjö strákar
úr tveimur liðum, sem við
kepptum við sem þriðja flokks
lið tveimur árum áður — og
burstuðum þá!
— Eftir leikinn notuðum við
tækifærið og ræddum mikið við
þá, milli þess sem þeir hlógu að
okkur. Þá kom í ljós, að þeir
höfðu verið teknir úr vinnu
mánuði áður og settir í æfinga-
búðir — allt borgað fyrir þá þar
og vinnutap greitt, en það er
heimilt, þótt áhugamannalið eigi
í hlut. Nú, og danskir framleið-
endur og verzlunarmenn gera
það sér til auglýsingar að gefa
knattspyrnumönnunum ýmislegt,
eldavélasett og þess háttar, og
danska knattspyrnusambandið
hefur drjúgar tekjur. Það er
kannski rekið svipað og Albert
hefði viljað gera hér: með dýr-
um auglýsingum á leikvöllum —
auglýsingum, sem margborga sig
og fleiri tekjulindir hafa þeir,
getraunastarfsemi til dæmis, og
svo borgar danska sjónvarpið
36 VIKAN 32- tbl-