Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 15
draumi þínum komið fram; það er að segja að hann boðaði að slitna myndi upp úr vináttu- tengslum ykkar. Þó bendir ir ýmislegt til þess, að þú sættir þig ekki við það, og vil ég ráðleggja þér að vera ekki að gera þér neinar gyllivonir, þótt þú sért með honum eitt og eitt kvöld. Allt þitt erfiði í sambandi við þennan pilt verður til einskis — eins og þú ættir að vera búin að sjá. RROTINN HRINGUR Kæri draumráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig sérstakan draum, sem mig langar til að þú ráðir fyrir mig. Hann er svona: Mér fannst ég vera í stóru húsi og með mér voru stúlka og piltur. Hún fór að sýna mér geymslu, sem var mjög óhrein, og síðan sýndi hún mér aðra, sem hún sagði að nágrann- ar sínir ættu; var hún öll hrein og flísalögð. Svo fannst mér við fara út og staðnæmast við gangstétt- arbrún, og var ég þá með gullhring með rauðum steini í höndunum. Ég var að tala um, að hann væri allur beyglaður og jagaði honum til þar til hann datt í sundur. Ég missti þann helming, sem steinninn var í, niður á milli gang- stéttarhellna, og tókst ekki að ná brotinu upp, fyrr en strákurinn hjálpaði mér. Síðan vaknaði ég við, að mér fannst ég halda á brotunum í hendinni. Ég þekkti hvorki piltinn •né stúlkuna. E. A. B. kemur við sögu í öllum þessum málum, er þér ókunnugt ennþá: skyndi- vinir. ÆÐARUNGI Kæri draumráðandi! Mér fannst að við hérna heima værum nýkomin úr æðarvarpi. Nánar tiltekið fyrir einum og hálfum degi. Ég hafði tekið stórt og fallegt æðaregg með mér í land, og var það frammi í eldhúsglugga. Ég var inni í herbergi, eitt- hvað að vesenast. Þá kom mamma með eggið, og sagði að fyrst ég hefði ver- ið að taka það með mér í land, ætti ég að hugsa um það. Þá tók ég við egginu og hélt á því, en allt í einu kom brestur í skurnið og út úr egginu kom fallegur æðarungi, alveg þurr. Mér fannst ég eiga hann og varð ekkert hissa, en aftur á móti varð mamma mjög undrandi, en frekar ánægð með að ég ætti svona fal- legan unga og bað mig að hugsa vel um hann. Gerða. Draumur þessi er fyrir góðu: Þú munt eiga mikið af góðum vinum; þótt þú gerir þér ekki grein fyrir því nú, áttu eftir að gera bað fvrr en varir. Þú o" móðir þín eigið eftir að verða miklir vinir — mun betri vinir en þið eruð nú. Hafðu engar áhyggjur af peningum. Innan skammst munu þér bjóðast mörg góð tæki- færi, sem þú munt þó ekki notfæra þér. Seinna bjóð- ast þér fleiri, og þá verður haft vit fyrir þér, ef svo má segja. Þá munt þú einnig verða fyrir ein- hverju óhappi — sennilega í ástamálum — og mundu, að betri er hálfur skaði en allur; þú munt ná þér furðu fljótt. Það fólk sem — Þetta er elskulegasti mað- ur, Hann veifar til okkar! BÍLALÖKK grunnfyllir, spartl, þynnir, slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur, silicone hreinsiefni (•MJflÍKdl v I ágústhefti Urvals er m. a. sagt frá kaup- mönnum og verzlunarháttum hér á landi um aldamótin í tilefni af verzlunarmannahelg- inni; grein um borgina Port Royal, sem sökk í sæ á tíu mínútum; grein um mesta reim- leikasetur Englands, Borley; sagt frá heim- sókn til frægasta hjartaskurðlæknis í Banda- ríkjunum, sem heldur því fram að hjarta- flutningar séu engin lausn, heldur verði að stefna að því að finna upp gervihjarta — og ótalmargt fleira. V 32. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.