Vikan


Vikan - 07.08.1969, Side 46

Vikan - 07.08.1969, Side 46
EG GET EKKI MEIRA TAUGASJÚKLINGUR SEGIR FRÁ „Leyfðu mér að fara heim!" grát- bað ég lækninn, þar sem ég stóð þrýst inn í hornið á herberginu. Svo ákvað ég að breyta um aðferð, og brosti: „Það er allt í lagi með mig. Ó, fyrirgefðu, ég veit ég var æst, en nú er ég búin að ná mér. Leyfðu mér að fara heim." Ég beið eftir svari og reyndi að dylja óstyrkar hendur mínar. Þessi undarlegi læknir, sálfræðingurinn, horfði á mig án nokkurra svip- brigða. Mig langaði mest að garga á hann, berja hann og klóra — gera hvað sem var til að fá hann til að hlusta á mig. Það var hann sem átti að ákveða hvort ég yrði kyrr á hælinu eða færi heim til fjölskyldu minnar. Ég varð að fullvissa hann um að ég væri heilbrigð, en ég vissi að leiðin var ekki auðfarin, svo ég reyndi að sýnast róleg og hélt áfram að brosa. Mörgum mánuðum síðar sagði hann mér, að hann hefði nærri því látið blekkjast. Ég leit út fyrir að vera fullkomlega heilbrigð, en hann skynjaði að það var uppgerð sem átti að dylja raunverulegt ástand sjúkrar konu. Augu hans færðust upp, frá ó- styrkum höndum mínum, og hann horfði beint í augu mín þegar hann tók ákvörðun: „Þetta eru tilfinning- ar þínar. Þú gerir þér grein fyrir að þú átt við vandamál að stríða, en þú veizt ekki hvernig þú átt að bregðast við þeim. Því hef ég ákveðið að láta þig dvelja hér í einn til tvo mánuði í viðbót." Hann yfirgaf herbergið án þess að líta við. Já, ég átti við vandamál að stríða, en hvernig vandamál? Þeg- ar ég fékk taugaáffellið var ég fjögurra barna móðir: Mark, 12 ára; Leanne, 11 ára; Craig, 7 ára og Tammy, 5 ára. í mörg ár hafði ég sífellt átt mjög annríkt. Ég stjórnaði tveim kórum, var að læra á orgel, sem krafðist tveggja tíma til æf- inga dag hvern, forseti gildis sem ég var í, virkur meðlimur í for- eldrafélaginu og í umræðuhópi, fór með börnin mín í ballett, lista- og píanótíma og margt fleira. Ég vissi, að ég var alltaf að verða tauga- óstyrkari þar sem ég geystist úr einu í annað, en ég vissi líka að einvera var óttaleg og ég forðaðist hana hvenær sem ég gat. Svo kom að því, dag nokkurn er ég var að undirbúa hádegisverð. Ég var byrjuð að taka fram hráefnin, þegar það skeði. Ég gat ekki meir. „Ekki meira," hrópaði ég. „Ég þoli þetta ekki lengur". svo brast ég í óstöðvandi grát. Þegar ég rankaði við mér, sólar- hring síðar, sat ég á rúminu í sjúkra- stofu og reri mér hljóðlega fram og aftur. Það var eins og ég væri orðin tveggja ára á ný; mig langaði mest til að fá föður minn til að halda á mér í ruggustólnum sínum. Jim, maðurinn minn, stóð við hlið mér, með tárin streymandi niður kinnarnar, og spurði hvað eftir ann- að: „Hvað hef ég gert þér?" Ég rétti út hendina, dró hann að brjósti mér, og strauk hár hans eins og hann væri lítið barn. í örfáar mínútur fannst mér ég vera sterki aðilinn: „Þú hefur ekki gert mér neitt." Þá sá ég, í speglinum á veggnum, sjálfa mig. Andlit mitt þrútið af gráti, hárið í flækjum, ég var ómáuð og klædd í gamlan, Ijót- an morgunslopp, frá spítalanum, sem fór illa. Var þetta það sem beið mín? Það var þá sömu stundu, sem ég vissi að ég varð að hætta að látast. í allt of mörg ár hafði ég þver- skallazt við að viðurkenna hættu- merkin. Of lengi hafði ég talið sjálfri mér trú um að allir hötuðu einveru, að öllum fyndist þeim hafa mistekizt allt sem þeir tóku sér fyr- ir hendur. Nú skildi ég að þetta var ekki rétt. Ég var bara öðruvísi en aðrir. Hvað var það sem fékk mig til að berjast fyrir hrósi og viðurkenningu, en finnast samt allt- af að ég ætti hvorugt skilið? Hvers vegna hataði ég sjálfa mig svo mikið? Ég lagði vanga minn að Jim's og hvíslaði: „Jim, hjálpaðu mér." Annan hvern dag fékk ég raf- magnslost. Tilgangurinn var að fá mig til að gleyma, og til að hrista heilavefi mína upp, svo ég gæti farið að hugsa eftir öðrum leiðum. Næstu tveir mánuðir voru gjörsam- lega þurrkaðir úr huga mér, og ég man hvorki eftir Þakkarhátíðinni né jólunum. Ég get með engu móti munað eftir að hafa farið heim af sjúkrahúsinu til að dvelja með börn- unum mínum. Móðir mín var heima og hjálpaði mér, en ég man ekkert eftir því. Nágrannarnir og fólk úr söfnuðinum voru fjölskyldu minni innanhandar, sáu um að elda, þvo þvotta, taka til og svo framvegis. Jim þakkaði þeim öllum með stór- um blómvendi sem settur var á alt- ari kirkjunnar okkar. Ég mun senni- lega aldrei vita hvað þau heita eða hvað þau nákvæmlega gerðu hvert og eitt, en ég er þeim innilega þakklát. Það fyrsta sem ég man greini- lega eftir, er að ég lá á hliðinni í sófanum í stofunni, hnén dregin upp að höku, starandi út í bláinn, hver vöðvi í líkamanum spenntur til hins ýtrasta og með saman- kreppta hnefana. Ég hreyfði mig ekki nema eftir skipunum frá fjöl- skyldumeðlimunum: „Mamma, setztu upp." „Mamma, komdu að borða." „Nancy, farðu að sofa." — Mér leið eins og ég væri lokuð inni í loft- og gluggalausu herbergi og ég var að kafna. A hverjum morgni bar Jim mig að sófanum, lagði mig 40 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.