Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 8
Þtr VERÐUR • v' æsandi Æsandi ÆSANDI FOGUR hartopp frá salon Kl€ÖpAT|2A r Septemberhefti Urvals er í þann veg- inn að koma út, fjölbreytt að fróð- legu og skemmtilegu efni eins og venjulega. Bókin segir til dæmis frá þeim sögulega atburði, þegar barni Lindberghs flugkappa var rænt. Ár- ið 1932 kom það hugum manna hvar- vetna í uppnám. Maðurinn, sem naut jafnmikillar aðdáunar og Armstrong tunglfari nú, hafði orðið fyrir óhugn- anlegum glæp. k______________________________________________________/ V Gullkross Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Mér fannst ég vera stödd í stórri verzlun, þegar vinur minn, sem við skulum kalla A, kemur til mín og réttir mér gullkross. Hann segir að vinur sinn, sem við köllum B, hafi beðið sig að færa mér krossinn og að ég eigi að bera hann um hálsinn. Ég verð skrítin á svipinn og tek ekki við krossinum. Þá seg- ir A, að þetta sé allt í lagi, það viti hvort eð er allir um mig og B. Hann segir mér líka, að B hefði haldið að krossinn myndi gleðja mig, þar sem við B vær- um ekki lengur saman. Ég vil taka það fram, að ég var með B fyrir um það bil tveimur árum, og þá gaf hann mér kross, alveg eins og þennan nema örlítið minni. Þá er þessi draumur ekki lengri, en ég vona að þú getir ráðið hann sem allra fyrst. Virðingarfyllst, Dóra Gunnarsdóttir. Ég vil ráða draum þinn þannig, að innan skamms munir þú hafa eitthvert samband við B að nýju; ef til vill byrja að vera með honum aftur. Það er ákaf- lega misráðið og veldur ein- göngu leiðindum og erfiðleikum. A mun eiga einhvern þátt í því hvernig fer. En með hagsýni og raunsæi ættir þú að geta unnið bug á vandanum. Svar til G.Á. Saur er fyrir peningum — og ég tala nú ekki um ef þér er sagt að éta hann! Böl er að, þá barn dreymir, nema.... Kæri draumráðandi! Ég var með strák um daginn og stuttu eftir dreymdi mig draum, sem mig langar til að biðja þig um að ráða, þar sem ég hef mikinn áhuga á þessum strák. Mér fannst ég vera stödd inni í eldhúsi á heimili stráksins og halda á lítilli telpu, sem við vorum nýbúin að eignast; þó leit hún út eins og þriggja mánaða gamalt barn. Hún var í bleikum kjól og ég var mjög ánægð með hve hún líktist pabba sínum mikið. Þarna inni í eldhúsinu var einnig systir stráksins. Við erum mjög góðar vinkonur, en þarna í draumnum hafði hún snúizt á móti mér, bara vegna barnsins. Hún sagðist ekki neitt vilja fyr- ir það gera og alls ekki þvo upp hnífapörin sem barnið notaði. Þá gekk ég inn í herbergi til stráks- ins, þar sem hann var með fé- lögum sínum að drekka og spila póker. Mér fannst strákurinn hafa drukkið allt frá því að stelpan fæddist. Hann var mjög ánægður að sjá hana, og ég hélt á henni allan tímann. Með fyrirfram þökk. I. H. Yfirleitt boðar þessi dramur ein- hver slæm tíðindi; erfiðleika og basl, en þó finnst mér sem ýmis smáatriði bendi til þess, að bet- ur muni fara en á horfir. Þú skalt þó vara þig á öllum fagur- gölum og fleðurlátum. Skorkvikindi Kæri draumaþáttur! Mig dreymdi um daginn ein- kennilegan draum, sem var alls ekki martröð, þótt hann væri óhugnanlegur. Mig dreymdi að ég væri að kljást við skordýr af ýmsum stærðum og mörgum gerðum. Það gerðist ýmislegt í draumnum, en ég held að það hafi enga sérstaka þýðingu. — Vildir þú ekki vera svo vænn og segja mér, hvað skordýr tákna í draumi? Með þakklæti fyrir skemmti- legan þátt. H. Ó. Skordýr er því miður slæmur fyrirboði í draumi, táknar skaða eða tjón eða missi einhvers kon- ar. Reiöhjól og háralitur Kæri draumaþáttur! Gætir þú ekki sagt mér, hvað það táknar að dreyma reiðhjól. Ef háraliturinn skiptir einhverju máli, þá væri gott að taka það fram. Með beztu kveðjum. H. R. Dreymi þig, að þú sért að ferðast á reiðhjóli, táknar það erfiðleika, sem þú sigrast á, ef þú hefur það hugfast og breytir eftir því, að bezt er á sjálfan þig að treysta. Ljóshærðum er ráðlegast að tor- tryggja dökkhærðar persónur, ef um ástamál er að ræða. 8 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.