Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 25

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 25
SKEMMTILEGAST AÐ UMGANGAST FÓLK OG ÞJÓNA ÞVÍ Viðtal við Kristínu H. Pétursdóttur, sjónvarpsþul og bókavörð. TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON „Fyrst kemur drengurinn minn, svo starfið og siðast ég." Það er Kristín H. Pétursdóttir, sjónvarpsþulur, bókavörður, kenn- ari, útvarpsstjóri og fleira sem tal- ar. Og hún heldur áfram: ,,Sem stendur er Þórir, sonur minn, kaupamaður ( sveit, þar sem hann hefur verið síðastliðin sex sumur, en hann var fermdur 1 vor. Osköp venjulegur strákur, sem gengst örlítið upp í því að mamma hans er i sjónvarpinu öðru hvoru. — í rauninni var það alveg fyrir tilviljun að ég gerðist sjónvarps- þulur. Ég hafði verið beðin að sjá um skrásetningu og umsjón filmu- safns sjónvarpsins, og svo fóru þeir að eggja mig til að sækja um starf þular. Nú, ég gerði það og allir vita framhaldið. — Daginn áður en ég var í fyrstu útsendingu, var ég á gangi niður í bæ; mér varð litið upp fyrir mig, og er ég sá öll loftnetin gnæfa yfir mér, hugsaði ég með mér: Drottinn minn! Hvað er ég að flækja mig inn í? Nú líkar mér það starf nokkuð vel, en ég held að ég fari fljótlega að hætta — yngri og ferskari stúlk- ur ættu að taka við. Jafnframt þularstarfinu hef ég aðstoðað við kvikmyndasafn sjón- varpsins; séð um að skrásetja öll hljóð (effekta) og tónlist hljóðsetn- ingardeildarinnar. Þetta er nokkuð mikið starf og margbrotið, en við reynum að gera það eins einfalt og unnt er að komast af með." Kristín hefur lokið prófi í bóka- safnsfræðum, eins og ef til vill hefur komið fram í framangreindu. En bezt er að láta hana segja sjálfa frá námi sínu og menntun: „Ja, er ekki bezt að byrja á því sem kallað er byrjun," segir hún. „Ég er fædd og uppalin á Siglu- firði, næst yngst fjögurra systkina, og var alla t(ð þar þar til ég fór í Menntaskólann á Akureyri. Að stúdentsprófi loknu ætlaði ég á há- skóla ( Bandaríkjunum en 16 marka sonur kom í veg fyrir að svo yrði. Hálfu öðru ári síðar hélt ég þó utan og nam við Brenau College í 37. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.