Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 30
Fyrir tuttugu og sex árum fæddist lítil stúlka í Fall River, í Massachus- ett. Stúlkan hlaut nafnið Alicia og vó 3.754 grömm. Móðurforeldrar Aliciu voru Portúgalar, og þau höfðu tekið með sér marga siði frá heimalandinu, þegar þau gerðust innflytjendur í Nýja-Eng- landi. Það sem þau lögðu sérstaka rækt við voru matarvenjur gamla lands- ins. Amman var hreinn snillingur í matargerð, og þess vegna var það að fjölskyldan var öll í mjög góðum holdum. Foreldrar Aliciu, Joseph Ma- deiro og kona hans vógu samanlag 294 kíló. Frú Madeiro lærði matreiðslu- listina af móður sinni. Við hverja máltíð mokaði fjölskyldan í sig kjöti, sem flaut í feitri sósu, og einhverjum ósköpum af heimabökuðu portúgölsku brauði. Abætir var eftir hverri máltíð, og það voru oftast nýbakaðar tertur. Eftir rúm átta ár, var þessi litla stúlka, sem aðeins var tæp fjögur kíló við fæðingu, orðin að kjötfalli, sem vó 84 kíló. Hún fékk fljótlega auka- nafnið „feita Alicia", meðal leikfélaga sinna. En þótt undarlegt megi virð- ast varð hún aldrei reið. Hún átti marga leikfélaga, og var glaðlynd og skemmtileg stúlka. Þau voru öil jafn feit Þegar Alicia var níu úra, og Elsie systir hennar sjö ára, dó faðir þeirra. Frú Madeiro flutti þá til foreldra sinna með dæturnar. Móðir hennar var nokkuð þunglynd, svo það var að mörgu leyti gott að frú Madeiro kom til að hugsa um heimilið. En gamla konan var ekki svo veik, að hún gæti ekki hugsað um matinn, og það voru fáar konur sem gátu keppt við hana í matgerðarlistinni. Það var líklega þess vegna sem heimilið varð samkomu- staður allra ættingja í Fall River. Laugardaga og sunnudaga var alltaf op- ið hús, og þá fylltist heimilið af hlæjandi, malandi og étandi fólki. Alicia var mjög hrifin af þessum samkomum, vegna þess að ættingjarnir tóku henni eins og hún var. Reyndar voru þeir allir feitir eins og hún. Á hverjum laugardegi, eftir hádegisverðinn, fóru allir unglingarnir ( bíó. Þar sátu þau í myrkrinu og moðuðu sælgæti. Við og við laumuðust þau í sælgætissöluna og bættu við birgðirnar, súkkulaði, karamellum og ístoppum. Alicia eyddi venjulega meiri peningum í sælgæti en í aðgöngu- miðann. Nú er Alicia Madeiro aðeins 68 kg, og ætlar aS verSa kennslukona. HÉR ERU NOKKRAR REGLUR MEGRUNAR- KLÚBBSINS • HLAUPIÐ ALDREI YFIR MÁLTÍÐ • TE, KAFFI, SALT, PIPAR OG SINNEP, ER LEYFLLEGT • BORÐIÐ HRÁTT OG SOÐIÐ GRÆNMETI MEÐ MÁLTÍÐUM, OG Á MILLI MÁLA, EF HUNGRIÐ GERIR VART VIÐ SIG. • BORÐID AÐ MINNSTA IÍOSTI 3 ÁYEXTI MEÐ C-VÍTAMÍNI DAGLEGA. • GLÓÐARSTEIKIÐ EÐA SJÓÐIÐ KJÖT, FISK, FUGLAKJÖT. • SKERIÐ BURT ALLA SJÁANLEGA FITU, ÁÐIJR EN ÞÉR BYRJ- IÐ AÐ BORÐA, — BORÐIÐ EKKI STEIK- ARSOÐ EÐA SÓSUR. • BORÐIÐ FISK, AÐ MINNSTA KOSTI FIMM SINNUM í VIKU, OG EINU SINNI LIFUR. • DREKKIÐ UNDAN- RENNU DAGLEGA. • VARIZT: ÁFENGI, SVALADRYKKI, BA- CON, SMJÖR, SARDÍN- UR, SÍLD, REYKTAN MAT OG ÖLL SÆT- INDI. „Feita Alicia", var hún kölluð, þegar þessi mynd var tekin af henni, með tveim frændsystkinum sínum. Hún er tvítug á þessari mynd. 30 VIKAN 37-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.