Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 17
Þad má ekki vera sattl Eitt barn enn, nú þegar fram- tíðin var orðin svo björt! Það myndi spilla öllu fyrir þeim - öllu, sem hana hafði dreymt um og byggt loftkastala yfir... Smásaga eftir Mary Elliot — Það er ekki satt Barbro var of æst og örvingluð til að reyna að dylja tilfinningar sínar. Ungi læknirinn brosti sálarlausu starfsbrosi sínu. Það er auðvelt fyrir hann að látast glaður, hugsaði hún illskulega. Það var ekki hann, sem átti barnið, sem hann tilkynnti um með þvílíkri sálarró. Eða þurfti að hugsa um uppeldi þess, eða .... — Jú, víst er það satt. frú mín. Hann brosti enn. En þegar hann sá, hve mjög þetta fékk á hana, dvínaði bros'ð smám saman, og hann horfði rannsakandi á hana. — Er nokkur ástæða til þess, að þér fæðið ekk' barnið? spurði hann svo. — Nei. Engin, sem er gild fyrir yður, hugsaði hún svo. Eg hef svo sem ýmsar ástæður, svo sem þá, hve hneyksluð mamma verður, þegar ég segi henni að ég e'gi von á einu barni enn. Fjórða barninu á tæpum átta árum. Eða kannski fjórða og fimmta. Það væri eftir mér. Hún tók veskið sitt og reis á fætur. Tví- burarnir litu dagsins ljós ári eftir að þau g ftust, þótt þau hefðu bundið fastmælum að eiga ekki börn fyrstu þrjú, fjögur árin. Og tæpum tveim árum seinna kom Lena í heim- inn. — En Barbro þó! Eitt barn í viðbót, svona fljótt á eftir tvíburunum!! hafði móðir henn- ar sagt með þessum uppgjafarhreim, sem Barbro þekkti svo vel frá unglingsárum sín- um. Nákvæmlega þann'g hafði rödd móður hennar verið, þegar hún stóð yngstu dóttur sina að einhverjum heimskupörum. Það yrði óþægilegt að skýra mömmu frá þessu. Og þó næstum ennþá verra að láta Anniku vita. Annika var þrjátíu og fiögurra ára, fimm árum eldri en hún sjálf, dugleg og háttsett sVrifstofudama. Hún var grönn og glæsileg, alltaf köld og róleg. Barbro hafði frá bernsku borið óttablandna virð'ngu fyrir henni. — Þurfið þið Hans að stuðla svona ríku- leea að fólksfjölguninni? spurði hún með kaldhæðnislegu brosi, þegar Lena var á leiðinni, og það var á mörkunum, að Barbro gat á sér setið að biðja hana afsökunar. Hún kvaddi. lækn'nn og gekk eftir enda- lausum, hvítum gcngunum til dyra. Það tjó- aði ekki mikið að fara inn til borgarinnar núna, en hún tók samt strætisvagninn, of slió af tíðindunum til að geta breytt fyrir- ætlun sinn'. Þegar hún hafði pantað tíma á s;úkrahúsinu, var það til að fá staðfest, að enginn fótur væri fyrir grun hennar. Hún hafði verið svo viss um, að þetta væri vit- leysa. Hún hafði einu sinni hagað sér svona áður, og þá var grunur hennar ekki á rök- um reistur. Hún steig af vagninum og ráfaði eftir aðal- götunni. Hún gæti altént drepið dálít- inn tíma með því að gæta í búðarglugga. Nú var hún fegin. að gamli læknirinn hennar skyldi vera í fríi. Hann hafði annazt hana, meðan hún gekk með hin börnin, og hefði skil'ð hana allt öðru vísi en þessi ungi lækn- ir. sem þekkti hana alls ekkert. Og þá hefði hún örugglega ekki getað haft hemil á sér, heldur far'ð að hágráta. Látið hann skilja, hvert reiðarslag þetta nýja barn væri henni og Hans. Hans, já. Hún nam staðar fyrir utan búð- arglugga með fallegum barnafötum í pastel- litum. Hann góði, þolinmóði Hans hennar. Hún vissi, hvað hann myndi segja. Að börn væru það bezta, sem hann vissi, og fjögur væru einu betra en þrjú. En hvernig myndi honum í alvöru þykja þetta í þöglum hugar- fylgsnum sínum? — Vertu ekki leiður, vinur, sagði hún hálf- hátt við gula sokka í glugganum. Og að þetta skyldi einmitt henda nú, þeg- ar allt var svo bjart framundan. Tviburarnir áttu að fara í skóla í haust og hún hafði fengið konu til að líta eftir Lenu. Sjálf hafði hún fengi loforð um vinnu sem teiknikenn- ari í skólanum. Allt var svo bjart og lokkandi. Hún hafði fullvissað Hans um, að þetta myndi fara svo vel. Að hugsa sér til dæmis öll leyfin hennar og stuttan vinnutímann. Og launin hennar myndu gerbreyta öllu fyrir þeim. Þau gætu borgað húsið hraðar niður, fengið sér nýjan bíl í staðinn fyrir gömlu pútuna og nýtt teppi út í horn í stofunni í staðinn fyrir upplitaða bleðilinn, sem þau fengu notaðan hjá mömmu hennar. Það var svo margt, sem laun Hans hrukku ekki til — og myndu aldrei hrökkva til. Mér er svo sem sama, hugsaði hún, og starði fjandsamlega á barnasængurver. hvitt og rósótt. Hann var enginn klifrari, eins og unga ljónið, sem var eins og grár köttur á eftir Anniku. Þau myndu hiklaust skera hvort annað á háls, ef þau gætu eitthvað ot- að sínum tota frekar við það. Hans var ekki þannig. Hann myndi aldrei afla sér fram- dráttar á annarra kostnað. Til þess var hann alltof vænn og tillitssamur, hugsaði hún stolt. En engu að síður þurftu þau beinlínis á að halda þeim tekjum, sem hún hefði getað fært í búið. Ekki vegna þess, að hún óskaði sér margs sín vegna. En hana hafði oft langað að kaupa ýmislegt til heimilisins. Og að gefa fjölskyldu sinni það, sem hún helzt ósk- aði sér. — Það fyrsta, sem ég ætla að kaupa fyrir launin mín er nýr og fínn tennisútbúnaður handa þér, sagði hún við Hans. — Og að borga klúbbgjaldið, svo að þú getir farið að spila aftur. — Krösus minn, sagði hann og ýfði á henni hárið. — Ég get svo sem ekki neitað því, að dótið mitt hefur slitið barnsskónum. — Svo kaupum við splunkunýjan bíl, hélt hún áfram. — Við getum auðveldlega klofið afborgan'rnar með laununum mínum. — Svona nú, hvaða asi er þetta! sagði hann og hló við. En hann hafði ekki mótmælt, og það var sama sem samþykki, þegar Hans var annars vegar. Upp úr þessu tók hún að dreifa bílabækl- ingum hér og þar um húsið. í þeim voru lit- fagrar myndir af stoltum og glöðum fjöl- skyldum umhverfis nýja og glampandi bíla. Og eftir nokkra daga uppgötvaði hún, að Hans hafði dregið rauðan hring utan um einn bílinn. Lítinn stationbíl. Fyrir aftan verðið hafði hann sett upphrópunarmerki. Hún vissi, hvað það þýddi. Hann hafði reikn- að út, að þennan bíl gætu þau keypt, þegar hún færi að vinna úti. — Skammastínekki! sagði hún við hann. — Að sóa kaupinu mínu, sem ég hef unnið fyrir með súrum sveita — áður en ég er far- in að vinna fyrir þvi! Eiginlega ættir þú að kaupa mér pels! En ég hef kannski einhvern tíma ráð á að kaupa mér hann sjálf. Hvernig gat ég látið svona heimskulegt út úr mér? hugsaði hún og gekk hægt út eftir götunni. Vissulega hafði hún sagt þetta í gamni, og Hans hafði e'nnig tekið það þann- ig. En það var eitt að hafa í gamanmálum það sem þá virtist auðvelt, og annað að skilja kímnina í því nú, þegar allt var svo svart. Það fór hrollur um Barbro. Það hafði verið sólbjart og hlýtt um morguninn, en nú var himinninn þakinn svörtum regnskýjum sem minntu hana á, að erindið inn til borg- arinnar hafði verið að kaupa regnkápu. Framhald á bls. 33. 37. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.