Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 29
PLASTIC ONO BAND FRÆG FYRIR TILVILJUN Lagið „Oh Happy Days“ hef- ur notið mikilla vinsælda hér á landi sem svo víða erlendis. Lagið er flutt af hinum bandarísku Edwin Hawkins Singers, en einsöngvari er Dorothy Morrison. Það kom mörgum á óvart, að þetta lag skyldi komast í efsta sæti vinsældalistans brezka, þar sem hér er um negrasálm að ræða en ekki pop-lag. Einna mest kom þetta þó söngstjór- BEE GEES MEÐ SJONVARPSÞÆTTI Nú hafa Bee Gees sent frá sér nýja tveggja laga plötu með laginu „Don‘t Forget To Remember“. Þykir þetta lag mun betra og vænlegra til meiri vinsælda en „Tomorrow l’omorrow“, en það var fyrsta lagið, sem Bee Gees fluttu án Bobin Gibb. Lagið sömdu þeir bræður Barry og Maur- ice, en þeir hafa einmitt sam- ið mörg fallegustu lög Bee Gees. Einsöng í laginu syngur Barry. Hann er fyrir miðju á myndinni. Sá skeggjaði er Maurice, bróðir hans, en þriðji maðurinn er trvmbill- inn Colin Petersen. Lengst af hafa Bee Gees verið finnn saman. Nú þegar Robin og Vince eru farnir og hljóm- sveitin er orðin að tríói, velta margir því fyrir sér, hvort Bee Gees muni bera sitt barr. Eftir að nýjasta plata þeirra kom út, bendir allt til þess, að þremnningarnir séu á grænni grein og þurfi engu að kvíða um framtíðina. Þeir Framhald á bls. 34. Lagið „Give Peace A Chance“ hefur að undanförnu verið of- arlega á vinsældalistum í mörgum löndum. Á plötunni er upplýst, að flytjendur séu „Plastic Ono Band“. For- ráðamenn plötufyrirtækisins Apple komust þó í nokkurn vanda, þegar þeir voru beðn- ir um mynd af „hljómsveit- inni“ til birtingar í blöðum. Þeir dóu þó ekki ráðalausir heldur létu frá sér fara þessa mynd, sem sýnir John Lenn- on og Yoko Ono ásamt seg- ulbandstæki og hljóðnema í plasthylkjum, en tækin eru hin sömu og notuð voru við upptökuna. Óþarfi er víst að og taka fram, að segulbands- tækið er japanskt! Lagið „Give Peace A Chance“ var hljóðritað 2. júní 1969 í her- bergi númer 1742 í „Hotel La Reine Elizabeth“ í Montreal í Kanada. Viðstaddir upptök- una og þátttakendur í henni voru um 40 baðamenn, sjón- Framhald á bls. 45 anum, Ed Hawkins, á óvart. Hann hafði upphaflega látið kór sinn æfa þetta lag með það fyrir augum, að það yrði ílutt í söngvakeppni, sem kór- inn hugðist taka þátt í. Lag- ið var hljóðritað í kirkju einni á heimasegulbandstæki til þess að kórfélagar gætu gert sér grein fyrir því, hvernig það hljómaði. Fyrir tilviljun barst þessi upptaka til eyrna forráðamanni plötufyrirtæk- isins „Buddha“. Hann óskaði eftir að fá að gefa lagið út á plötu. Þótt söngstjóranum Framhald á bls. 33. APAKÖTTUR Þekkið þið náungan á mynd- inni? Jú, þetta er Peter Tork, sem til skamms tíma var einn af Apaköttunum frægu. Peter virðist kominn í hippastandið eftir myndinni að dæma, en það er talsvert langt frá þeirri ímynd, sem Apakettirnir voru og eru enn í augum aðdá- enda um allan heim. Daman í fangi Pésa er „bara vinkona“ að því er hann sjálfur segir. Hann segist ekki hafa neinar áætlanir um hjúskap á prjón- unum. Af Apaköttunum þremur er það helzt tíðinda, að kvikmynd þeirra, Head, hefur nú verið frumsýnd í Framhald á bls. 34. 37. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.