Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 15
'X-':'-:yV
varð til þess að alþjóðlegt hlutafélag fjárglæframanna undir forustu Leó-
polds annars Belgíukonungs svældi undir sig Kongósvæðið, sem um síðir
var gert að „fríriki" undir stjórn konungs. Stanley réðist [ þjónustu félags
þessa og dvaldist í Kongó í rúm fimm ár. Á þeim tíma kom hann af stað
áætlunarferðum gufubáta á Kongófljóti, reisti fjölda bækistöðva og lagði
veg frá ósum upp að Stanleyspolli. Hann varð ekki síður guðlegur í aug-
um hinna innfæddu en Livingstone, þótt ólíkur væri. Bula Matari köll-
uðu undirmenn hans hann — það þýðir Bergbrjótur — og á sláandi vel
við þennan ódrepandi þjark og hörkutól, sem hafði að lífsreglu að taka
ævinlega erfið verkefni framyfir létt verk og löðurmannleg.
Á þessum árum grundvallaði hann frírfkið Kongó. Það hefði hann nú
mátt láta vera, því að í klóm Leópolds kóngs og óaldarlýðs þess, er að
honum safnaðist varð „ríki" þetta að slíku víti spillingar, arðráns og
fjöldamorða, að það á sér naumast hliðstæðu [ allri nýlendusögu Evrópu-
manna á nítjándu öldinni og um aldamótin síðustu. Sumir segja að negr-
ar þeir er ráðsmenn Belgakonungs réðu af dögum næstu árin hafi ekki
verið miklu færri en (búar Kongó eru [ dag. En vitaskuld hefur Stanley
ekki ætlazt til þessa.
Slðasta Afrlkuleiðangur sinn fór Stanley til bjargar skrítnum Þjóðverja
sem gekk undir nafninu Emfn pasja. Hann var upphaflega velkristinn
læknir, en gekk ( þjónustu Tyrkjasoldáns og síðar kedífans f Egyptalandi.
Gekk hann þá af trúnni, gerðist Múhameðingur og skipti um nafn. Gerði
í þrjú ár kannaði Stanley Kongófljótið, oft á eintrjáningi. Þannig hélt
hann áfram starfi Livingstones.
kedífinn hann um síðir landsstjóra yfir svæði því, er Egyptar þóttust eiga
í Suður-Súdan og þar um kring. En 1882 hófst í Súdan hin fræga uppreisn
gegn Egyptum og brezkum umsjónarmönnum þeirra er Madíinn stjórn-
aði og Gordon hershöfðingi var sendur til að kæfa; við þá atburði kann-
ast nú margir vegna kvikmyndar með Laurence Oliver og Charlton Heston,
sem nýlega var gerð um þá og sýnd hér á landi sem víðar. Madfinn var
sigursæll og náði fljótlega völdum í mestöllu Súdan; allar samgöngur
milli Egyptalands og efstu Nílarlanda voru þar með rofnar. Var Emin
nú jafn rækilega týndur siðmenningunni og Livingstone áður, og áttu
flestir von á að örlög hans yrðu svipuð og Gordons.
Það var Brezka Austur-Afrlkufélagið, sem réð Stanley til ferðar þessar-
ar. Leiðangurinn var bæði vel búinn og fjölmennur, meðal annarra voru
í honum allnokkrir hvftir menn. Stanley þræddi Kongófljót að beygju
þess f suður og tók þaðan beina stefnu á Albertsvatn, en þar í námunda
var Emfn talinn vera. Ferð þessi varð óhemju erfið og sfzt heppnuð af
leiðöngrum Stanleys. Tippó Tib, sem enn stundaði kaupskap sinn á þess-
um slóðum, hafði lofað að sjá leiðangrinum fyrir vistum, en sveik það;
hefur honum trúlega verið farið að þykja nóg um fyrirgang Evrópumanna
Framhald á bls. 39.
37. tw. VIKAN 15