Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 20
Þannig eru selskinnin spýtt upp á húsveggi til þerris. Reynt er að hafa þau sem mest undan sól, þar sem sólarljósið á illa við selskinnin. Sigríður Guðmundsdóttir, systir Péturs, sat við eldinn og sveið hreifa. Hér sést hún renna glóandi fleini um hreifana til frekari snyrtingar, eftir að þeir hafa verið á bálinu. — Á bálið var bætt selspiki, svo betur logaði. falur, ef fyrir kemur gott verð. Viltu kaupa? Eitthvað þessu líkar voru þær lýsingar sem ég hafði fengið um Ófeigsfjörð. Engin furða, þótt við sæktum fast að sjá staðinn, og létt- um lítið ferðinni fyrr en á vegar- enda, inni í Ingólfsfjarðarbotni. í Ingólfsfjarðarbotni er bær sam- nefndur firðinum, frá Eyri er ekið þangað eftir fjörunni. Svo segir í Árbók ferðafélagsins 1952, að þeg- ar Eggert og Bjarni fóru um Strand- ir árið 1754, hafi fólkið í Ingólfs- firði orðið skelkað við komu þeirra þangað, því það var óvant heim- sóknum. Sýslumaðurinn hafði ekki komið þar árum saman, og bónd- inn ekki farið í kaupstaðinn í Kú- víkum í 16 ár. Ekki var þó sá ótti aðeins venjuleg mannfælni, heldur kom hitt til, að ferðamenn á þess- um slóðum voru einkum óbóta- menn og landshornaflakkarar, en Þegar okkur bar að garði, var að- eins eftir að þurrka dúninn úr síð- ustu leit — hroðaleit. I logni og blíðu sem þessari er dúnninn þurrkaður í flekk eins og hey. — Algengast mun nú orðið vera að hreinsa hann í vélum hjá stórum vinnslustöðvum, til dæmis er Ófeig- ur Pétursson dúnhreinsunarmaður að atvinnu og býr á Akureyri. Þegar við fórum um kvöldið, fóru Ófeigsfirðingar um leið að vitja um sel og reka. Hér er báturinn settur fram, og hundarnir eru mjög áhugasamir líka. Sá dekkri var svo ákafur, að hann óð á eftir svo langt sem hægt var, án þess að fara á sund. — Á læginu liggja tveir stærri bátar, en í baksýn er Seljaneshlið- In. 20 VIKAN 37- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.