Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 45
r — Fáðu þér hressingu áður en þú kemur inn. Mamma er kom- in til að vera. — Ég verð að láta forstjórann vita um þetta, krakkarl J HIINI LANDSKUNNU FRÁ DÚNA VERÐA SÍFELLT FEGURRI OG FULLKOMIMARI. Við gerum sífellt endurbætur og höfum allt það nýjasta í stíl, efnum og áklæðum -Eiiíima. AUÐBREKKU 59 KÓPAVOGI Líkamleg þjálfun er ekki aðalatriðið Framhald af bls. 11. sem er, stöðva leitun þekkingar og fullnægju; við myndum enda á •svipaðan hátt og Rómverjar fyrir þúsundum ára: Kannske magafullir, en það væri líka allt og sumt. Betra væri að fá konur til að nota minna „spray". Og þó við Bandaríkjamenn eig- um við mörg vandamál að stríða, hefur dregið stórlega úr þeim und- anfarin ár. Munurinn er Kka sá, að athygli fólks er sffellt að beinast meir að þeim, fyrir tilstilli sjón- varps og batnandi fréttaþjónustu. Ég tel að hlutfallið á þessu sviði sé gott, og ef ég réði, myndi ég láta veita meiri peningum til geimrann- sókna því að það er fjárfesting f framtíðinni. Sé það ekki gert, kom- umst við að raun um eftir 10—20 ár, að vandamálin verða enn stærri og erfiðari viðfangs." Forstjóri upplýsingaþjónustunnar, Hr. Foster, kemur f dyrnar og seg- ir mér að þvf miður sé tíminn út- runninn. Það er í fyrsta skipti sem ég er kallaður Mr. Waldimaarsön, svo ég bráðna algjörlega. En ég fæ leyfi fyrir einni spurningu enn: „Heldur þú að þú eigir eftir að koma aftur til fslands?" „Já, það getur þú verið fullviss um. Ég mun halda bréfasambandi við vini mína hér, og svo kem ég aftur fljótlega, ef til vill til að renna aftur fyrir lax. En, ég vil að það komi fram, að áhugi minn á (s- landi nær dýpra en aðeins laxveið- ar. Mér finnst þetta stórkostlegt land og ég hef alltaf mikla ánægju af því að koma hér. Þetta er f fjórða skipti sem ég er hér, sem er nokk- uð óvenjulegt fyrir Bandarfkja- menn. Við höldum okkur ekki svo mikið á þessum slóðum. Ég kem aftur, vertu viss." Með það var hann farinn. Önn- um kafinn maður í önnum köfnum heimi. William A. Anders, ofursti; geimfarinn sem þeyttist ( kringum tunglið fyrstur manna á jólanóttina. ó. vald. Plastic Ono Band Framhald af bls. 29. varpsmenn, ljósmyndarar auk nokkurra náinna vina hjón- anna. John ákvað, að þessi hópur skyldi nefnast „Plastic Ono Band“. Gaf hann í skyn, að hann hygðist nota þetta heiti framvegis, þegar um svipaðar óformlegar upptökur yrði að ræða, burtséð frá því, hverjir þátttakendur væru. í þessari frægu upptöku leikur John á gítar og Yoko á ferða- tösku. ☆ 37. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.