Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 5
0 vísur vikunnar
Braut vor er sjaldan blómum stráð
og breytileg sjónarmiðin
hjá stórveldunum er stöðugt háð
stríð til að vernda friðinn.
Úrskeiðis gengur ýmsum flest
ætli þeir gagn að vinna
og yfirleitt ber nú einna mest
á óspektum friðarsinna.
Þrátt fyrir heit og hávært raus
af hólminum margir renna
og fyrir skömmu varð fjandinn laus
í Friðarsamtökum kvenna.
V____________________________________________J
SKRÍMSLIÐ í LOCH NESS SÝNIR SIG EKKI ENN
BEINAFUNDUR
LEYSIR GAMLA GÁTU
Gáta, sem austurríska saka-
málalögreglan hefur glímt við í
50 ár, leystist á óvæntan hátt er
bóndi nokkur reif millivegg í
einu útihúsa sinna. Þar inni
fannst nefnilega beinagrind.
Lögreglan var fljót að ákvarða
að þetta var beinagrindin af
bóndanum Jóhanni Gioessl. Sá
hafði átt bæinn í eina tíð, og
rekið þar myndarlegt bú, unz
hann hvarf algjörlega sporlaust
árið 1919, 73. ára gamall. Sonur
hans, Franz, tók við búskapnum
— og frillu föður síns, hinni 35
ára gömlu Katrínu Stadtschmidz-
er. Lögreglan hafði þau alltaf
grunuð um að vera völd að hvarfi
gamla mannsins, en aldrei fannst
nokkuð lík, svo ekkert var á þau
sannað. Nú hefur það verið gert;
kaldhæðnislega fór svo að hvorki
Franz né Katrína nutu „frelsis-
ins“: Hann hengdi sig árið 1934
og hún lenti á vitlausraspítala um
sama leyti. -fr
• korn
• Kurteisi: Að muna eftir af-
mælisdegi konu sinnar, en
gleyma, hvað hún er orðin göm-
ul.
• Góðverk: Þegar skáti býðst
til að fylgja lögregluþjóni yfir
götuna.
• Grœnland: Land, þar sem
norðurljós eru notuð í staðinn
fyrir götuljós.
• Hagl: Harðsoðin rigning.
• Þj óðarauður: Peningaupp-
hæð, sem íbúarnir skulda hver
öðrum.
• Stjómkœnska: Listin að fá
vilja sínum framgengt, án þess
að afla sér óvina.
• Piparkarl: Maður, sem getur
farið í sokkana sína í hvorum
enda þeirra sem er.
• Fullorðinn maður: Sá, sem er
hættur að lengjast — nema á
breiddina.
• Sérfrœðingur: Læknir, sem
getur vanið sjúklinga sína á að
vera ekki veikir nema í heim-
sóknartímanum hans.
• Hagjrœðingur: Maður, sem
hefur vísindalega þekkingu til
að sýna fram á, að sala á jóla-
trjám sé meiri í desember en
maí.
SAMMY DAVIS VIÐ
GRÁTMÚRINN
Bandaríski söngvarinn og leik-
arinn Sammy Davis, Jr. var al-
varlegur í bragði er hann heim-
sótti ísrael í sumar. Hann heim-
sótti m.a Grátmúrinn í Jerúsal-
em og herbúðir í Jórdandalnum.
— Sammy sagðist bæði vera
hrærður og óstyrkur er hann sæi
í fyrsta skipti það land sem hann
hefði gert að eigin landi er hann
snerist til gyðingdóms. Það
gerði hann líka nokkuð sérstæð-
an: Það eru ekki til margir ein-
eygðir, blakkir Gyðingar.
☆
ÖRLAGARÍKT
SUMARLEYFI
Árið 1961 flýði Austur-þýzki
landamæravörðurinn Bernd Hirtz
til vesturhluta borgarinnar. Það-
an fór hann til Múnchen, fékk
góða og stöðuga atvinnu sem bif-
vélavirki og fannst aftur gaman
að lifa.
En í sumar gerði hann mestu
mistök ævinnar. Hann fór í sum-
arleyfi til Ungverjalands, var
gripinn af lögreglunni þar og af-
hentur Ulbricht með það sama. í
Austur-Þýzkalandi bíður hans
nú 5 ára fangelsi fyrir liðhlaup.
☆
Skrýmslið alræmda í Lock
Ness veigrar sér eitthvað við að
sýna sig ennþá, en ferðamenn-
irnir sem streyma til Lock Ness
geta ekki kvartað yfir deyfð þar
um slóðir. Þar morar allt í alls-
konar fólki sem er að gera hinar
og þessar rannsóknir. Og hver
veit nema skrimslið eigi eftir að
sýna sig eftir allt saman. Skiptir
annars nokkru máli þó það sé
platskrímsli?
Nú á nefnilega að fara að taka
kvikmynd við Lock Ness og
skrímslið leikur þar nokkuð stórt
hlutverk. En hið eina og sanna
skrímsli þáði ekki hlutverkið, svo
til bragðs var tekið að búa til
annað. Verður það byggt úr fíb-
erglassi og stjórnað af pínukaf-
bát. Myndin á að fjalla um þann
fræga Sherlock Holmes og viður-
eign hans við „Nessie“.
Á meðan heldur hinn 28 ára
gamli Georgiubúi Dan Taylor,
áfram að dútla við einsmanns-
kafbátinn sinn, en á honum ætl-
ar hann að leita skrímslið uppi,
taka af því myndir og ef til vill
bút af skrápunum, sem hann ætl-
ar síðan að gera á rannsóknir.
Ef Nessie blessunin finnst, það
er að segja....
☆
37. tbi. VIKAN 5