Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 19
Ekki veit ég, hvernig ég hafði
hugsað mér Strandirnar, kannski
með einhverjum Hamravíkurkeim,
— lítil örreitukot á rinda undir þver-
hníptri hlíð þar sem vinnulúnir
menn og hnarreistar valkyrjur
gengju um garða en kóparnir boltr-
uðu sér innan um æðarfuglinn í
flæðarmálinu en rekinn maraði í
hálfu kafi. Einhvern veginn þótti
mér sem um fjörur væri ekki að
ræða og varla hægt að tala um
flæðarmál, tæpast forvaða nema á
stöku stað, kannski örlitlar varir
sem engir fyndu, nema þrautkunn-
ugir sjóhundar.
Allt um það, sunnudaginn sem
rofaði til í sumar flýtti fjölskyldan
sér upp í jeppann og lagði af stað
norður á Strandir, óðfús þess að
komast þangað áður en hann færi
að rigna aftur. Og aldrei þessu
vant vorum við veðurheppin.
Það er Ijótt að þurfa að viður-
kenna það, en mér þykir Hrúta-
fjörðurinn alltaf eitthvert leiðinleg-
asta fyrirbæri íslands, og ekkert
skárri að vestanverðu. En þegar
kemur í Bitrufjörðinn, batnar strax
nokkuð, og fer úr því stighækk-
andi, þar til kemur inn í Stein-
grímsfjarðarbotn. Þá hefst nýtt æv-
intýri, úr því býr land og fólk yfir
einhverjum sérstökum heillandi
blæ, sem vandfundinn er annars
staðar. Og fjarri fer því, að fólkið
þarna norðurfrá sé kotungslegt og
bælt, það er einmitt reist og reffi-
legt, svo mörg blómlegri byggðar-
lög mættu öfundast af.
Einn staður á Ströndum var mér
ofar í huga en aðrir, og hafði tek-
ið á sig ærið glansandi mynd í
huga mínum af frásögnum kunn-
ugra. Það var Ofeigsfjörður. Þar,
sögðu heimildarmenn mínir, drýp-
ur smjör af hverju strái, æðurin
verpir beint í sængurnar, selurinn
skríður sjálfur upp á fláningarborðin
— og þvílíkur fjöldi! — Fiskurinn
fer í torfum upp undir flæðarmál-
ið, hrokkelsi, þorskur og ýsa, en
silungar vaka þar í öllum ám. Há-
karlar og marsvín eru þar í svo rík-
um mæli, að ekki þarf annað en
velia sláturdýrin úr eins og þegar
dilkar eru tindir úr safni, og spik-
feitt sauðféð gengur sjálfala í
heimahögunum árið um kring.
Þarna eru tvö stór oq reisuleg íbúð-
arhús og gnótt útihúsa, þrjú skip,
og þarna ríkir eilíft blíðviðri. Það
eina, sem vantar, er bílvegur og
rafmagn. En vegurinn er kominn í
næsta fjörð fyrir sunnan, Ingólfs-
fiörð, og ekki nema vænt handtak
að framlengja hann til Ofeigsfjarð-
ar. Að það skuli ekki löngu búið
er aðeins vegna þess, að Ófe:os-
fjörður er í eyði, aðeins nytjaður
að hlunnindum til á sumrin — en
Á leið út Ingólfsfjörð. Bæjarhúsið blasir við í fjarðarbotninvm, hægra
megin við púströrið á bátnum. Á myndinni eru lngólfsf jarðarhjónin,
Bjarnveig Samúelsdóttir og Magnús Jakobsson, en aftan við Magnús stend-
ur Jakob, elzta barn þeirra hjóna.
Friðsæld, gæti þessi mynd heitið. Hún er tekin að morgni dags, sól yfir
en þokuslæðingur úti á firðinum. Bátarnir tveir eru bátar Ingólfsfjarðar-
bóndans, Magnúsar Jakobssonar.
Niðri við brunnhúsið sat fólk og sveið selshreifa. Þessi mynd er að vísu
ónýt sem andlitsmynd af Ingólfi Péturssyni, en sýnir handtökin, er hann
glennir selshreifana og setur vír í þá, svo hægt sé að sviða þá.
Heima í Ófeigsfirði. Lengst vinstra megin eru útihús, en lengst til hægri
sér í gaflinn á nýrra íbúðarhúsinu. Hið eldra sést svo þar við hliðina, yfir
skemmurnar, sem standa heima á hlaði.
37. tbt. VIKAN 1!)