Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 24
tSERIIILIMIR
Vísindamenn við Philadelphia Temple háskólann hafa ný-
lega lokið við, með góðum árangri, að fullreyna nýja tegund
gervilima, aðallega handleggja. Nýjungin í sambandi við
]>essa gervilimi er sú, að þeim er stjórnað með elektróniskum
merkjum frá heilabúinu.
Eftir að hafa merkt þau svæði brjóst- axlar- og bakvöðv-
anna, sem stjórna handarhreyfingum, eru elektrónisk tæki
fest við staðina. A meðan á prófunum stendur, er öðru eins
komið fyrir í tæki við hlið sjúklingsins, eins og sjá má á
mynd tvö, en eftir að hinn nýi armur hefur tekið til starfa
er sett í samband einskonar fjarstýring, sem sendir merki
frá heilabúinu og fram í taugarnar á viðkomandi lim; Jiessi
merki stjórna síðan J>eim hreyfingum sem sjúklingurinn vill
að limurinn viðhafi. Elektrónisku ta-kin á sjúklingnum taka
á móti merkjunum frá heilanum.
Þessi nýjung gerir sjúklingnum fært að hreyfa gervilim
sinn á 8 mismunandi vegu, allt frá olnbogabevgingu til
fingrahreyfinga.
■. .. .V.
■
wmsm
mm&m
wMMm
mwm
mttm
Elektrónunum komið fyrir á baki sjúklingsins.
Dr. Ray Finlay, prófessor við Philadelphia Temple háskólann afmarkar svæð-
in fyrir elektrónana. George Bender segir að þessi nýja uppfinning hafi gætt lífið tilgangi að nýju.
24 VIICAN 37 tbl