Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 41
BILALOKK
grunnfyllir, spartl, þynnir,
slípimassi, vinyllakk,
málmhreinsiefni, álgrunnur,
silieone hreinsiefni
gwÍ&ko
— Þú ert því ekki vön, fyrr en
þú ert komin á skrifstofuna.
í fyrsta sinn sá Helen, að fólk
er á verði undir eins, ef eitthvað
víkur út af hinni föstu venju.
— En þetta er svo óvenjulegur
morgunn. Frank á að verja Ang-
usmálið á mánudaginn, svo ég
þarf að skrifa ósköpin öll í dag.
Þar að auki verð ég að leggja
á mér hárið í matartímanum. Eg
kem við hjá þér um sjöleytið.
— Nei, elskan mín, gerðu það
ekki. Þú þarft ekki að koma í
kvöld.
— Daginn, sem ég „æfi“ mitt
eigið brúðkaup, ætla ég sannar-
lega að heilsa upp á hana
mömmu mína!
Hún reyndi að hlæja, og hélt
áfram: — Þú verður að reyna að
gefa þér tíma til að taka á móti
mér.
Hún skoðaði sig vandlega í
gangspeglinum. Augun voru
mött og undir þeim voru dökkir
baugar. Skórnir voru í sama stíl
og kjóllinn, sem var þriggja ára.
En sem betur fór leit hann ekki
út fyrir að vera það. Það myndi
verða tímakorn, þar til hún hefði
efni á að kaupa nýjan. Hún og
Frank spöruðu hvern eyri til
þess að kaupa sér íbúð. í jóla-
gjöf hafði hún gefið honum gras-
klippur og hann hafði gefið henni
plöntuskeið og kröfsu. Þau
hlökkuðu mest til að eignast sinn
eig'n garð. Og auk vaxta og af-
borgana af húsnæðinu, myndu
börnin þurfa sitt. Og hún ætlaði
ekki að bíða í mörg ár, áður en
hún eignaðist barn, eins og svo
margar vinkonur hennar höfðu
gert.
Hún skoðaði líka upphaf að
lykkjufalli í öðrum sokknum, og
reyndi að gera sér hugmynd um,
hvort hann myndi duga einn dag
t'l. Svo hristi hún hneyksluð höf-
uðið. Þarna var hún sjálf og móð-
ir hennar líka í bráðum lífsháska,
og hún var með vangaveltur yfir
lykkjufalli á sokk!
Hún sneri sér við í dyrunum
og virti fyrir sér íbúðina. Hún
hafði lokað eldhúsdyrunum,
slökkt á eldavélinni og sleppt
kettinum sínum, Hermanni, út.
Venjulega lá hann sofandi á dag-
inn á rúminu hennar. En í dag
vissi hún ekki, hve seint hún
myndi koma heim, eða hvort
hún kæmi yfirleitt nokkuð aftur.
Að minnsta kosti ekki fyrr en
eftir brúðkaupsæfinguna.
Stofuglugginn var ofurlítið op-
inn, og venjulega hafði hún hann
þannig. Nú lokaði hún honum
kyrfilega. Svo fór hún hraðferð
um íbúðina og opnaði alla skápa
og dyr á gátt. Hún vildi geta
sannfærzt um það á augabragði,
þegar hún kæmi heim, hvort
nokkur væri í felum.
Hún opnaði útidyrnar hljóð-
lega. Venjulega rykkti hún þeim
upp og skálmaði út, glöð að mæta
nýjum degi. Ég hef andstyggð á
þér, hafði Martha, bezta vinkona
hennar, einu sinni sagt. Þú ert
ein af þessum glöðu, jákvæðu
konum, og ég þoli ekki þes.s kon-
ar fólk klukkan níu á morgnana.
Hermann hafði hrakið schaffer
hund upp í horn. Vesalings hund-
urinn skalf af hræðslu við óarga-
dýrið, en reyndi samt að hegða
sér sem verðugur fulltrúi síns
kynþáttar.
— Svei, skammastin, Hermann
hrópaði hún. Hermann settist í
flýti og reyndi að láta líta svo
út, sem hann væri bara að njóta
góða veðursins.
Helen dró andann léttara. Það
var gaman að hafa Hermann ná-
lægt sér. Hann var þó altént sýn-
ishorn af eðlilegum raunveru-
leika.
Henni dauðbrá, þegar hún
skynjaði hreyfingu við hlið sér.
Hún hafði ekki heyrt til Margie,
sem var þó ólíklegt, því Margie
var feit og þungstíg. Hún leit út
eins og fuglahræða með djúpa
skugga undir augunum og slap-
andi augnalok. Illa litað hár
hennar leit út eins og hún hefði
gengið langa leið afturábak eftir
vindgöngum.
— Halló, þú hefur þó ekki ver-
ið í partýi í gær? spurði Margie
og bætti svo við: — Ég bankaði
uppá hjá þér í gærkvöldi.
Helen lét augun hvarfla yfir
blettinn.
— En leiðinlegt. Ég var að
vinna.
— Þú segir ekki! Fram til eitt
á nóttunni! Earl sagðist hafa hitt
þig við ruslatunnurnar. Þið eruð
þó ekki með eitthvað óhreint í
pokahorninu, þið tvö, ha?
Hún hló glaðklakkalega. Hvað
svo sem þau höfðu rifizt um, var
nú gleymt og grafið. Hvernig í
ósköpunum fór fólk að því að
öskra hvort á annað og formæla
hvort öðru aðra mínútuna, en
elskast og hlæja saman hina? Það
myndi Helen aldrei geta. Þegar
hún varð einhverjum verulega
reið, strikaði hún hann um leið
út af vinálista sínum. Hún var
viss um, að Frank væri eins far-
ið. Það var óhugsandi að vinna
tvö ár með sama manmnum, án
þess að kynnast honum út í æsar.
Og hún trúði ekki á þá kerlinga-
bók sem sagði, að aldrei væri
hægt að kynnast manni öðru vísi
en að giftast honum.
Helen var svo niðursokkin í
hugsanir sínar, að hún áttaði sig
ekki fyrr en hún var komin út
að sundlauginni. Nýgift hjón,
sem unnu á næturvöktum, böð-
uðu sig þar með ærnum busla-
gangi og köstuðu á milli sín stór-
um baðbolta. Hún ímyndaði sér
sig sjálfa og Frank undir svip-
uðum kringumstæðum komandi
sunnudag, ef ekkert henti hana
áður.
— Þessi rödd. Hafði hún ekki
verið kunnugleg á einhvern
máta? Hún varð að reyna að
rifja hana upp fyrir sér. Hún
mátti til. Meðan hún vakti í
morgunsárið, hafði hún reynt
það af alefli. Kannski hafði hún
ekki farið nægilega langt aftur í
tímann. Þetta gat verið einhver,
sem hún hafði kynnzt í skóla.
Þegar hún kom að bílnum, leit
hún fyrst inn í hann að aftan en
síðan niður eftir götunni. Þar var
allt með sama hætti og aðra
morgna. Fyrir aftan hana tróð
Margie sér inn í Volkswagen við
hliðina á Earl, sem rak höfuðið
út um gluggann og veifaði henni.
Þegar hún var sezt undir stýri,
tók hún að festa á sig öryggis-
beltið, en svo mundi hún allt, og
það var eins og að fá högg í höf-
uðið. í myndunarafl hennar hafði
alltaf verið auðugt. Aldrei fram-
ar gæti hún sett á sig öryggis-
belti.
Hún gaf sér nægan tíma til að
láta vélina hitna, og virti stöð-
ugt fyrir sér umferðina. Svo
fikraði hún sig með bílinn út á
akbrautina, en varð að stanza
næstum strax á rauðu ljósi. Fast
á eftir henni ók annar bíll og
stanzaði mjög nærri hennar.
Okumaðurinn var ungur maður,
hávaxinn og svartur á hár og
skegg. Þótt hann liti aldrei á
hana, fannst henni, að hann gæfi
henni gaum.
Skelfingin stóð bara fáar sek-
úndur, en svo náði hún aftur
stjórn á sér. En við næst um-
ferðarljós þrengdi röddin frá
nóttinni áður sér inn í vitund
hennar: gróf, hörð og hótandi.
Það var eins og maðurinn væri
þarna í bílnum hjá henni og gæti
kyrkt hana hvenær sem væri.
Hún litaðist óttaslegin um.
— Helen, sagði röddin ógn-
andi. — Helen, líttu á gólfið við
fæturna á þér. Fæturna, Helen,
fæturna!
Ljósið skipti yfir á grænt. Hún
tók ekki af stað, heldur þreifaði
niður á gólfið og fann vasa-
senditækið.
— Einmitt, sagði röddin, og
skipaði svo:
— Settu það ofan í veskið þitt.
Já, gerðu það, og haltu svo áfram.
Hún starði örvæntingarfull á
bílana í kringum sig. Einhvers
staðar frá virti hann fyrir sér
hverja hennar hreyfingu. Það gat
verið úr skrifstofuglugga, það
gat verið frá gangstéttinni. Hann
37. tbi. VIKAN 41