Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 14
Þessi mynd er af Stanley tæplega hálffimmtugum. vissi að hið eina, sem hélt flestum þeirra frá að strjúka til strandar, var óttinn við að þeir kæmust þangað aldrei af eigin rammleik. Sultur og sjúkdómar urðu mörgum þeirra að bana. Þeir gerðu jafnvel samblástur um að myrða sinn hvíta leiðtoga, en hann var ekkert lamb að leika viS, þótt á annan hátt væri en Livingstone. Hann beitti þá innfæddu allt öðr- um aðferðum en hinn frægi fyrirrennari hans, en um síðir náði hann jafn elgeru valdi yfir þeim og hann. Oft var næsta svart í álinn, og stundum leið Stanley eins og manni, sem þegar er djúpt sokkinn og veit þó að hann getur sokkið miklu dýpra. En aldrei missti hann kjarkinn að fullu. Tíunda nóvember náði hann upp á bratta og skógivaxna hæð, og sá þá framundan djúpbláan vatnsflöt. Handan vatns þessa, sem var Tangan- jíka, blánaði fyrir fjöllum. Þessi útsýn var undurfögur og hressti leið- angursmenn heldur. Þeir gengu niður að vatninu og hlustuðu á öldurnar gjálfra í fjörunni. Síðar um daginn náðu þeir til Ujiji. Þar kom til móts við þá negri, klæddur hvítri skyrtu. Hann hneigði sig djúpt fyrir Stanley. — Góðan daginn, herra minn, sagði hann. — Hver í ósköpunum ert þú? spurði Stanley. — Susi heiti ég og er þjónn Livingstones læknis. Stanley kannaði um hríð umhverfi Tanganjíka í félagi við Livingstone, en sneri síðan til strandar og kom til Sansíbar í maí 1872. Fyrst í stað var hann vændur um lygi, þegar hann sagði allt af létta, en þegar ætt- ingjar Livingstones höfðu staðfest, að bréf sem hann hafði með sér væru ekta, var hann loks tekinn trúanlegur, og gaf Viktoría drottning honum þá tóbaksdós úr gulli í þakklætisskyni. Margir vildarmanna Livingstones voru þó áfram fúlir út í Stanley, bæði af því að þeir öfunduðu hann af afrekinu og að þeir skömmuðust sín fyrir að hafa ekki sjálfir gert ráð- stafanir til bjargar mannvininum mikla. 1873 fór Stanley sem strfðsfréttaritari fyrir New York Herald til Vestur- Afríku, þar sem Bretar voru þá að berja á Ashantimönnum. Sama ár dó Livingstone, og ákvað Stanlev þá að halda könnunarferðum hans áfram. Livingstone, Sir Richard Burton, Speke og Sir Samuel Baker höfðu aðeins að litlu leyti leyst gáturnar um upptök Nílar og stærð og lögun afrísku stórvatnanna, og þeim verkum vildi Stanlev liúka. Hann fékk fjárstuðn- ing frá tveimur stórblöðum, New York Herald on Daih' Telearaoh. oa lagði í annað sinn upp frá Sansíbar í nóvember 1874. Hafði hann með sér mikið lið og vel búið, þar á meðal þrjá menn hvíta. Fvrst laqði hann leið sína til Viktoríuvatns og hlaut góðar viðtökur hiá Mtesa kóngi í Búganda. Heimsókn hans til kóngs þessa greiddi veq kristniboða. sem skömmu síðar komu til landsins, og leiddi um síðir til þess að Bretar gerðu það að verndarsvæði sfnu. Stanley þræddi strendur Viktoríuvatns á bát sínum, Ladv Alice. oa stað- festi upplýsingar, sem Speke hafði áður oefið um þetta mesta stöðuvatn álfunnar. Margir strandbvggianna höfðu á honum illan bifur on réðust á hann margsinnis, en hann hratt öllum beirra atlöaum og drap af þeim marqan mann. Þessir atburðir og fleiri álíka urðu til þess að enskir and- stæðingar Stanleys, sem aldrei gátu fellt sig við þennan hriúfa oq harð- 14 VIKAN 37- GEGNUM MEGIN- LANDIÐ MIKLA henda ameríska blaðamann, fengu á honum nýjan höggstað. Sökuðu þeir hann óspart um ofbeldi og frekju gagnvart hinum innfæddu og þótt hann segði eins og satt var að hann dræpi engan nema í nauðvörn, þá skirrðust óvinir hans ekki við að rægja hann á opinberum vettvangi og kalla hann blóðþyrstan rudda. Frá Viktoríuvatni hafði Stanley ætlað til Albertsvatns nokkru norð- vestar (nú á landamærum Kongó og Uganda), en óvinveittir þjóðflokkar bönnuðu honum brautina svo að hann fór í staðinn suður að Tanganjíka. Þess vatns strendur þræddi hann einnig og gekk úr skugga um að það væri í engum tengslum við Albertsvatn og vatnakerfi Nílar. I árslok 1876 hóf Stanley þann leiðangur, sem tvímælalaust var hans mesta og merkasta verk. Livingstone hafði komið að Lualaba og talið það fljót annaðhvort efsta hluta Nílar eða Kongó. Úr þessu ákvað Stanley nú að skera. Einhver voidugastur manna á þeim slóðum var arablskur þræla- sali að nafni Tippó Tib, sem Livingstone hafði hitt og ekki líkað betur við en aðra af þeirri stétt. En Stanley var ekki viðlika eins viðkvæmur og gerði félag við Tippó í von um að tryggja þannig framgang leiðang- ursins. Tippó efldi Stanley að liði og birgðum og fylgdi honum sjálfur góðan spöl niður eftir Lualaba, sem fljótlega reyndist vera efri hluti Kongó. Akvað Stanley að fylgja fljótinu allt til strandar á Lady Alice. Þeir menn innfæddir er meðfram fljótinu bjuggu voru ekki allir hrifnir af þessum gesti og greiddu að honum margar atlögur, en Stanley tók jafn ómjúk- lega á móti og fyrri daginn og hafði jafnan sigur. Hann komst um síðir til vatns þess er síðan heitir Stanleyspollur í höfuðið á honum. Þar skildi hann Lady Alice eftir og fylgdi fljótinu eftir það fótgangandi allt til strandar, en þangað náði hann tólfta ágúst 1877. Hinir þrír hvítu fylgdar- menn hans og helmingur þeirra afrísku voru þá dauðir, en hann hafði þrætt Kongó til ósa fyrstur Evrópumanna. Afleiðingar leiðangurs þessa urðu örlagaríkar. Stanley hafði vonazt til að landar hans tækju Kongósvæðið undir sína vernd, en brezka stjórn- in hafði eins og endranær lítinn áhuga á að þenja áhrif sín yfir frum- skógaflæmi Afríku, sem voru í hæsta máta ófýsileg kunnugum. Þetta Stanley og Livingstone ræðast við á könnunarferð sinni kringum Tangan- jika. í april 1888 hitti Stanley Emín pasja, sem hafðist við skammt frá Alberts- vatni. En jjeir skildu með litlum kærleikum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.