Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 4
SPAKMÆLI SIÐAN SÍÐAST Því sem sínkur saman dregur, kemur ómildur og eySir. # fólk í fréttunum PÁLL PÁFI VI. hefur nú lent í vandræð- um með einkaher sinn, sem samanstend- ur af 150 hermönnum, þar af 7 foringj- um. Segja hermenn hans heilagleika, að laun þeirra, sem eru 98.000,00 lírur á mánuði séu vart fyrir salti í grautinn, og hóta að fara í verkfall fái þeir ekki kauphækkun. Her þessi er talinn einn sá albezti í heiminum; það er að segja, hermennirnir eru bezt agaðir. Undanfarin 150 ár hefur sérlegur fulltrúi páfans valið þá sjálfur (ekki alltaf sami maðurinn, þó) úr þús- undum rómverskra hermanna. Og áður en þeir eru teknir inn í her- inn, eru þeir látnir sverja að þeir muni ekki hverfa úr hernum nema þeir ætli að gifta sig. Páfinn hefur reynt að leysa vandann með því að bjóða hermönn- unum að skipta á milli sín tveim milljónum líra í eitt skipti fyrir öll, og eins að þeir verði aðeins frjálsari, en þeir hafa neitað slíkum ölmusum, og bent á, að páfinn hafi talað um það í Genf, að koma yrði á réttlæti milli vinnuveitenda og launþega: Nú getur hann sýnt það í verki, segja þeir. HÓPUR UNGMENNA stóð fyrir utan heimili Tedda Kennedy í Hyannis Port, á Þorskahöfða og krafðist betri skýring- ar á atviki því sem allir tala nú um, er Mary Jo Kopechne drukknaði í bíl hans eftir partý á eyju fyrir utan strönd Massachusetts. —■ Víða um Bandaríkin kom í ljós augljós gremja og óánægja með sjónvarpsræðu Kennedys eftir slys- ið, og voru þessi ungmenni vafalítið full- trúar þess hóps. Annar hópur unglinga réðst á móti andmælendunum, — stúlka nokkur kastaði eggi en annars gekk allt NÝJASTA SKAMMARYRÐI fyrir Banda. ríkjamenn er „geimsvaldasinnar“. Þeir fara heldur ekki leynt með það, að þá langar geysilega að lenda á Mars — nú eftir að þeir hafa lent á tunglinu. Wern- her von Braun segir að það geti vel skeð á árinu 1982, svo lengi sem þeir fái næga peninga til geimferðarannsókna. Hugmyndir teiknarans um Mars-skipið byggjast á þeim er von Braun hefur lát- ið frá sér fara. Farið verður að vera knúið kjarnorkueldflaugum, og þar sem ferðin til Mars og heim aftur getur tek- ið meira en eitt ár, verður að vera mun þægilegra og heimilislegra um borð í þeirri ferju en Apollo. (Skissan til vinstri sýnir afstöðu nágranna okkar í himingeimnum til sólar). Örlítið varkárari sér- fræðingar nefna fremur ártölin 1985—‘6 sem hugsanleg fyrir Mars- lendingu. ☆ /v-Áý rÁÁ' STRÍÐIÐ SEM ALDREI TEKUR ENDA í meira en 9 þúsund ár hefur mannskepnan barizt við engi- sprettur með öllum hugsanlegum aðferðum og enn í dag er sigur- inn ekki unninn. Á hverju ári eyðileggja þessar skaðræðispödd- ur fyTir tugi milljóna króna á dollara ofan, og einkum á þeim svæðum þar sem fólkið má verst við því. /-----------------:----------->v STUTT OG LAG- GOTT Veljerðarríki er þjóðfélag, þar sem karlar og konur hafa sama kawp, nema hvað konan verður að vinna tíu sinnum lengur heima hjá sér. V______________________________j En framfarir eiga sér alltaf stað og í London er til stofnun sem einbeitir sér að því að drepa og uppræta þessar skepnur, þ.e. engispretturnar, Anti-Locust Re- search Centre. Þúsundir engi- spretta eru aldar upp í rannsókn- arstofum fyrirtækisins og þar pota vísindamenn í þær alveg villt og galið. Eitt orðugasta við- fangsefnið í sambandi við þess- ar rannsóknir er að reyna að komast að hvaða hormónar það eru í líkama engisprettunnar sem stjórna þeirri eðlishvöt þeirra að safnast saman í hópum sem telja milljónir. Annað verkefni er að gera tilraunir með kemísk efni sem notuð eru til að eyða þessum óþverra, og ef miðað er við staðreyndir, er ekki hægt að segja annað en að það hafi bor- ið góðan ávöxt: Fyrir 20 árum síðan þurfti 4—5 lítra eiturs til að drepa ca. 3000 engisprettur en í dag má, með sama magni, binda endi á líf allt að þriggja milljón padda. ☆ 4 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.