Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 26
SKEMMTILEGAST AÐ UMGANGAST FÓLK OG ÞJÓNA ÞVÍ -A- Ég held það væri nær fyrir þessa saumaklúbba að gera eitthvað raun- hæft í stað þess að sitja og gera ekki neitt. Fólk heldur að allir bókaverðir séu gamlir og skorpnir grúskarar. Ég | vil nú ekki fallast á það! Fyrst kemur sonurinn, svo starfið og síðast ég . . . 26 VIKAN w. tbi. Georgíu í Bandaríkjunum. Mér lík- aði nokkuð vel þar: Ég var þarna í litlum bæ, og skólinn var ein- göngu fyrir stúlkur, svo maður kynntist fólkinu allnáið En ég naut ekki dvalarinnar sem skyldi; sonur- inn var eftir heima, og ef ég vildi ekki verða algjörlega útskúfuð, var eins gott að tala ekki um hann. Ég veit ekki hvernig upplitið á fólk- inu hefði verið, hefði ég farið að tala um að ég ætti barn — ógift! En ég þraukaði söknuðinn og lauk mínum prófum, kom heim og fór að vinna hjá ferðaskrifstofu hér heima. Það gerði ég í um það bil eitt ár, en þá bauðst mér staða hiá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna sem ég þáði. Þegar ég hafði verið þar í tvö ár, losnaði staða þar á bókasafninu og ég sótti um — og fékk aftur. Þar var ég í þrjú og hálft ár, smitaðist af bókasafns- bakteríunni og hélt aftur til Ame- kynna sér ýmsar nýjungar og að- ferðir. Ég er til dæmis á leið til Danmerkur síðar í þessum mánuði (ágúst) til að sitja alþjóðlegt bóka- varðaþing. Hér heima á maður á hættu að staðna. Mitt aðalstarf er að veita bóka- söfnunum á Borgarsjúkrahúsinu for- stöðu. Allt hitt er aukavinna. Á spítalanum eru tvö söfn, annað fyr- ir sjúklinga og hitt fyrir starfsfólk. Ég hef þar stúlku mér til aðstoðar og svo hef ég á milli 20 og 30 sjálfboðaliða, konur frá Rauða Krossinum, sem sjá um útlán á bók- um til sjúklinga; konur sem vinna mikið og fórnfúst starf. Þær eru flestar með heimili og eru hjá mér, nokkrar í einu, 4—5 tíma á dag. Ég held það væri nær fyrir alla þessa saumaklúbba að gera eitthvað svona í stað þess að koma saman og gera ekki neitt. Áður en þær komu til sögunnar ríku, þar sem ég settist við borð í Pratt Institute í New York og lauk MA-prófi í bókasafnsfræðum árið 1966. Nú, og síðan hef ég unnið við þetta og ætla ég mér að halda því áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Jú, auðvitað er freistandi að fara eitthvað út og vinna þar, en ég held að ég láti það samt eiga sig í bili. Hér eru næg verkefni en auðvitað er æskilegt að halda sér í formi með því að fara utan og var ég í því sjálf að umgangast sjúklingana, en nú er ég flutt upp á fjórtándu hæð, svo ég hef alveg misst samband við þá. Mér þykir það einna verst við það allt sam- an, því það er jú eitt af þvl skemmtilegasta við starf bókavarð- ar að hitta fólk, umgangast það og þjóna því. Fólki finnst það undarlegt að það skuli ekki vera einvörðungu gaml- ir og skorpnir grúskarar ( stöðu sem minni. Staðreyndin er sú, að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.