Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 18
Guðmundur Pétursson að flá kóp. Það er vandaverk og krefst æfingar, en hana skortir Guðmund ekki. Ovaningur mundi trúlega flá með þeim hætti að strekkja skinnið frá búknum með lausu höndinni en spretta á skilin inn á við, en það er ekki rétt aðferð. Guðmundur rennir hnífnum milli skinns og spiks, og sker út úr. Og hann er snöggfljótur að svipta skinninu af. Þá er eftir að þvo það, skafa og þurrka, svo það er dálítið meira fyrir hlunnindunum haft en aðeins að draga selinn í land. Ófeigur Pétursson heldur hér uppréttum nýveiddum kóp. Aftan við hann sér á selakösina vinstra megin, en fláningsborðin hægra megin. í botni Ingóifsfjarðar eru breiðir balar upp af sendinni fjöru, og í vestan- verðum botninum stendur bærinn Ingólfsfjörður undir brattri, stöllóttri hlíð, sem heitir Ingólfsfjarðarbrekka. Þegar utar dregur, heitir þetta fjall Seljaneshlíð, og bærinn Seljanes stendur fremst á nesinu milli Ingólfs- fjarðar og Ófeigsfjarðar. VIÐ SKRUPPl'M í SUMAR NORÐUR UM STRANDIR OG KOMUM MEÐAL ANNARS VID í ÓFEIGSFIRÐI. ÞAR VAR LENGST AF TVÍBÝLI, EN NÚ UM NOICK- UR ÁR HEFUR STAÐURINN VERIÐ í EYÐI, NEMA IIVAD EIGENDUR JARDARINNAR IIAFA VERIÐ ÞAR NOKKRA MÁNUDI Á SUMRIN TIL AÐ NYTJA HLUNNINDIN, SEM ERU FYRST OG FREMST SEL- UR OG ÆDUR, EN LÍKA REKI. HÚS ERU ÞAR TVÖ OG BÆÐI GÓD, OG ÞANN TÍMA, SEM SUMARBÚ ER REKTÐ í ÞESSARI EYDIBYGGD, ER ÞAR SAM- ANKOMINN TÖLUVERÐUR FJÖLDI FÓLKS, SVO SUM BYGGDARLÖG í STÖÐUGRI BYGGÐ MÆTTU VEL UNA ÞEIM ÍBÚAFJÖLDA. — HÉR SEGIR FRÁ HEIMSÓKN TIL ÓFEIGSFJARÐAR í JÚLÍMÁNUÐI SÍDAST LIÐNIJM. TEXTI OG MYNDIR: SIGURÐUR IIREIÐAR. 18 VIKAN 37 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.