Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 12
Fyrir skömmu var í Vikunni grein um David
Livingstone, trúboSann og landkönnuðinn, sem
opnaði innsvæði Afríku fyrir Vesturlandamönn-
um. Hér er sagt frá Henry Morton Stanley, þeim
hinum sama sem fann Livingstone á bökkum
Tanganjíka-vatns skömmu fyrir dauða hans og
hélt könnunarstarfi hans áfram.
GEGNUM
MEGIN -
LANDIÐ
MIKLA
Henry Morton Stanley var í þennan heim borinn árið 1841, í Denbigh
sem er norðan til í Vels. Foreldrar hans voru ógiftir og í skírninni hlaut
hann nafnið John auk eftirnafns föðurins: Rowlands. Hvorugt foreldra
hans átti til stórmenna að telja. Hann ólst upp sumpart í skjóli ættingja
og sumpart á heimili fyrir munaðarleysingja þar sem álíka vel fór um
hann og Oliver Twist við svipaðar kringumstæðum. Móðir hans var
groddakerling og kærði sig ekkert um hann, og hafði þessi skortur á
móðurkærleika gagnger áhrif á skapgerð hans. Fimmtán ára að aldri
strauk hann af barnaheimilinu og lifði á hálfgerðum hrakningi um skeið,
unz hann gerðist léttadrengur á skipi og komst með því til Ameríku, New
Orleans. Þar strauk hann af skipinu og komst í þjónustu ríks kaupsýslu'-
manns, er Henry Morton Stanley hét. Féll honum svo vel við drenginn
að hann ættleiddi hann og gaf honum nafn sitt.
Hann mátti nú með sanni kallast lukkunnar pamfíll, en hann var um of
orðinn vanur umhleypingasömu lífi til að geta aflagt það með öllu.
Nokkurn þátt í því átti dauði fósturföður hans, sem átti sér stað skömmu
eftir að hann ættleiddi piltinn. Stanley yngri barðist í bandarísku borg-
arastyrjöldinni, var um tíma í sjóhernum og sjómaður á kaupskipum og
að lokum blaðamaður. Náði hann sem slíkur skjótum og miklum frama
n VIKAN 37 tbl-
og fór víða, ekki sízt þangað sem háski var á ferðum. 1867 gekk hann
í þjónustu blaðakóngsins James Gordon Bennett ir., eiganda New York
Herald og fylgdist á hans vegum með stríði, sem Bretar áttu í þá við
Eþíópíumenn. Síðan fór hann fyrir New York Herald til Spánar, en þá
geisaði þar sem oftar borgarastyrjöld. Þar var hann staddur þeqar hann
fékk símskeyti frá Gordon Bennett, sem bað hann að koma til fundar við
sig í París. Þangað kom Stanley um nótt og Bennett svaf á hóteli einu.
Stanley fór beint þangað og reif húsbónda sinn upp.
— Ég er með fyrirtaks verkefni handa þér, sagði Bennett. — Hvar
heldurðu að David Livingstone sé núna? Skyldi hann hjara ennþá?
— Það hef ég ekki hugmynd um.
— Hann er horfinn, kominn til ára sinna og kannski ( hættu staddur.
Taktu með þér vistir og annað, sem hann kann að þarfnast. Þú hefur
frjálsar hendur. Þín eina skipun er: að finna Livingstone.
— Hefurðu hugsað út ! kostnaðinn við slíka ferð? spurði Stanley.
Bennett blaðaeigandi var maður fyrir sínum hatti og lét sér hvergi
bregða.
— Taktu út þúsund pund til að byrja með, sagði hann, og þegar þau
eru búin önnur þúsund pund, þegar þau eru búin þriðja þúsundkallinn.