Vikan - 27.11.1969, Síða 5
DÝRT GAMAN
AÐ GIFTA SIG!
Síðustu fréttir frá Nairobi: Nú
eru það eingöngu synir ríkra for-
eldra, sem geta borgað brúðir sín-
ar út í hönd; aðrir verða að leggia
á sig margra ára afborganir.
Ennþá verða biðlar víða í Afríku
að greiða heilmikið (mismunandi
þó) af kálfum, sauðum, geitum og
búsáhöldum, áður en þeir geta
kvænst sinni útvöldu. Verð brúð-
arinnar er ákveðið af foreldrum
hennar, og h já því verður ekki
komizt. í Kenya er meðalverðið í
kringum 50 þúsund krónur, en
venjuleg árslaun eru þar tæplega
meira en rúmar átta þúsundir. En
þar sem æ fleiri stúlkur vilja mennt-
ast eitthvað, hækkar brúðarverðið
stöðugt; foreldrarnir verða að fá
eitthvað upp í námskostnað dætr-
anna, og þá helzt með rentum.
— Þetta eyðileggur hjónasæluna,
segir einn þeirra, sem hefur orðið
að taka á sig þungar byrðar vegna
mikilla afborgana af brúði sinni
árlega. Þessvegna hefur hann beitt
sér fyrir því að þessar kvaðir í
hjúskaparmálum verði afnumdar.
Ríkisnefnd hefur verið sett til
að fjalla um þessi mál. En það er
víst lítil von til þess að þessi sið-
ur verði afnuminn. Þótt nefndin
væri mótfallin þessari gömlu venju,
taldi hún þó ekki tímabært að af-
nema hana með öllu.
Annað hitamál er það sem þessi
nefnd vill ekki brenna sig á, og
það er að afnema fjölkvæni, sem
ennþá tíðkast víða í Kenya. Framá-
menn Múhameðstrúarmanna neita
því eindregið að stjórnin sé að
skipta sér af hjúskaparvenjum
þeirra. Þótt fjölkvæni sé raunveru-
lega bannað, þá er það ennþá mjög
algengt í Kenya, og stuðningsmenn
fjölkvænis halda því fram að fjöl-
kvænishjónabönd séu yfirleitt miklu
hamingjusamari en hin
☆
Þannig læra feðurnir
betur að þekkja
börnin sín
Flower og Fifth Avenue sjúkra-
húsin í New York hafa nú í eitt
ár gert tilraunir með að leyfa feðr-
um að taka þátt í umönnun barna
sinna, frá því þau fá fyrstu nær-
inguna, áður en þau eru lögð á
brjóst. Frá því barnið gefur frá
sér fyrsta hljóðið, fá feðurnir að
fylgjast með þörfum þessa nýja fjöl-
skyldumeðlims.
Og það sem meira er, þeir fá
að gefa því fyrstu máltíðina, syk-
urvatn. Faðirinn fær allar upplýsing-
ar á sjúkrahúsinu um meðferð þess-
arar ósjálfbjarga veru, sem reyndar
er ekki eins vandmeðfarin og marg-
ur faðirinn heldur, hann venst því
strax frá upphafi að sinna þörfum
barnsins, jafnt og móðirin. Faðir-
inn verður að fara eftir sjúkrahúss
venjum, skrúbba hendur sínar eins
og læknirinn, fara í dauðhreinsað-
# yísur vikunnar
Mörg er hér ennþá saga sögð
um söguleg véla- og aflabrögð,
og ýmsir kvarta um eigin hag,
amstur og langan vinnudag.
Lagaflækjum við flest er beitt,
þótt fjöldinn botni víst ekki neitt
í fagnaðarboðskap bæjarþings,
né bókmenntagildi Lögbirtings.
Þrátt fyrir auð og ytri glans,
sem einkennir byggðir þessa lands,
eykur þó stöðugt angur manns,
óttinn við hamar fógetans.
V________________________________________________/
an slopp og þar fram eftir götun-
um.
Ennþá eru mörg sjúkrahús og fæð-
ingadeildir, sem ekki leyfa feðr-
unum einu sinni að vera viðstaddir
fæðinguna, enda margir feður sem
hreinlega geta ekki hugsað sér það.
Sumir hafa tæplega tíma til að
sinna heimsóknartímum.
Nú mætti kannski spyrja hvað
unnið sé við þetta, það sé og verði
hlutverk móðurinnar að hugsa um
hvítvoðunginn,- þá er því til að
svara að það getur verið gott að
faðirinn hjálpi til, sé ekki eins og
hræddur fugl ef hann þarf að sinna
barninu, skipta um bleyju, eða
eitthvað því líkt, þegar þörf kref-
ur.. . . ☆
48. tbl.
VIKAN 5