Vikan - 27.11.1969, Qupperneq 9
Jean Paul Getty ætlaði í
fyrstu að leggja stund á sagn-
fræði, eða stjórnfræði, — en
svo varð hann milljónari.
Þessi óhemju auðugi maður,
er einn liinn auðugasti í heim-
inum; — undirstaða auðæfa
lians er „brúna gullið“, olí-
an ....
Faðir Gettys var lögfræð-
ingur í Minneapolis, og hafði
líka auðgazt töluvert, aðal-
lega af olíunámum sínum.
Jean Paul stundaði nám í há-
skólunum í Los Angeles og
Berkeley, og síðar í Oxford í
Englandi. Þegar hann varð
tuttugu og tveggja ára, árið
1914, lét faðir hans hann hafa
100 dollara á mánuði, til að
spekúlera með. En það voru
skilyrði bundin við þessa pen-
ingagjöf: — Sonur sæll, sagði
faðir hans, — af ágóðanum
fæ ég sjötíu af hundraði, þú
sjálfur þrjátíu. Gamli maður-
inn tapaði ekki á þessu, því
að eftir árið var Jean Paul
búinn að græða sína fyrstu
milljón. Sumpart var þetta
vegna þess að Getty nafnið
var þekkt, sumpart vegna
þess að ungi maðurinn var
sniðugur fjársýslumaður. Þeg-
ar hann var þrjátíu og eins árs
reyndi Getty junior fyrst fyr-
ir sér á hjúskaparsviðinu. En
liann varð ekki hamingjusam-
ur í sambúðinni við Jeanette
Dumont: 18 mánuðum eftir
brúðkaupið fæddi hún honum
son, svo skildu þau. Onnur
kona hans var hin 17 ára
Allene Ashby. Það hjónaband
entist í 2 ár, og hjónin viður-
kenndu bæði að þau ættu
ekkert sameiginlegt. Þau áttu
ekkert barn saman. Þriðja
konan var þýzkrar ættar, og
skildi Getty við hana (Adoph-
ine Hemle) eftir tvö ár, en
hún fæddi honum annan son-
inn. Árið 1931 varð Ann
Rorke sú fjórða í röðinni. Ann
Á kortinu má sjá leiðina, sem |
„Manhattan“ fór, frá Philadelfiu
til Sachs Harbor í Alaska. Risa-
skipið var 23 daga á leiðinni
gegnum ísinn.
OIIIMEDIDIALASKA. ER
ADEIKS FVRIR MIIUDNERA
var ljósmyndafyrirsæta, og
hjónaband þeirra varð ekki
langvinnt, en var ekki frá-
brugðið liinum hjónaböndum
hans, að öðru leyti en því að
Ann varð móðir tveggja sona
Gettys. í upphafi síðari
heimsstyrjaldar reyndi Getty
í fimmta sinn, og þá var það
næturklúbbssöngkona Louise
Dudley Lynch, sem varð sú
lukkulega, og fæddi honum
einn soninn ennþá. En í
stríðslok fór þetta hjónaband
einnig út um þúfur. Frá þeim
tíma hel'ir hinn auðugi Getty
aðallega helgað sig því einu
að auka auðæfi sín, og á því