Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 13
Elísabeth leit á sextán ára dóttur sína, og til- finningar hennar voru dálítið óljósar. Það hefði engum sem sá Súsönnu dottið í hug að hún væri að fara á sinn fyrsta dansleik. Hún hafði sjálf hlakkað til að taka þátt í gleði dóttur sinnar, en Súsanna var eins og ekkert væri um að vera, löngu tilbúin, í nýja chiff- on kjólnum og allt of mikið máluð um aug- un, en bróðir hennar var ennþá í baðinu og kallaði til móður sinnar að hann vemtaði svarta sokka. — En sá munur frá því ég var ung, hugs- aði Elisabeth. -- Ég var tveim árum eldri en Súsanna, þegar ég fór á fyrsta dansleik- inn. En ég var bæði vandræðaleg og feimin og mjög taugaóstyrk, sápuþveginn og glans- andi í framan með uppsett hár. Unga fólkið nú á dögum virðist slíta fyrr barnsskónum. Ég fór ein í leigubíl, en Súsanna ætlaði að aka til dansleiksins með bróður sínum, í hans eigin bíl. Það var reyndar gamall skrjóður, en einkabíll samt. Til að halda upp á þetta hátíðlega tæki- færi, kom faðir Súsönnu með hálft sherry- glas og rétti henni. Hún tók við glasinu með þeim yfirlætissvip, að mér meira en datt í hug að hún hefði frekar kosið kokktail. Það var aldrei að vita hvað þetta unga fólk hugs- aði. — Skál, elskan, og góða skemmtun! — Takk, sagði Súsanna, hin rólegasta. — Og þetta er þá þessi furðulega flík, sem ég er búinn að heyra svona mikið um, sagði pabbi hennar. — Það má segja að það sé ekki mikið fyrir peningana. Og hann mældi háa og granna fótleggi hennar með augun- um. Súsanna lyfti brúnum. — Við mamma fór- um á þúsund staði, áður en við fundum þenn- an kjól. En hann er líka stórkostlegur. Finnst þér hann ekki fallegur? •— Ja, mér fannst nú fallegri ballkjóllinn sem hún móðir þín var í, þegar hún var á þínum aldri, hann var svo síður að hann náði niður í gólf. Það var ballkjóll að mínu viti. En ég er sjálfsagt orðinn gamaldags. — Ég er of vel uppalin til að andmæli þér, pabbi minn, sagði Súsanna og brosti blíðlega. Svo tók hún vikublað og fór að blaða í því. Faðir hennar varð hálf sneipulegur, sett- ist og faldi sig bak við kvöldblaðið. — Elsku karlinn minn, hugsaði Elisabeth, og það var ekki laust við að henni væri skemmt. — Rétt orðinn fertugur og afskrifaður sem gamal- menni. Ég skil hann. En Súsanna vill „vera með“, eða hvað það nú er kallað. En ég var ekki svona örugg á hennar aldri, og ég fæ ennþá gæsahúð, þegar ég hugsa um þennan hryllilega kjól, sem var alltof fullorðinsleg- ur fyrir mig. . . . Elisabeth gaut augunum til Súsönnu. — En hve hún er nú elskuleg, hugsaði hún. Skyldi hún verða ástfangin í kvöld? Verður þessi dansleikur örlagarikur fyrir framtíð hennar? — Nei hún var alltof ung. Þótt minn fyrsti dansleikur yrði örlagarikur fyrir mitt líf, ég hef aldrei harmað bað.. . . Hún hét þá Elisabeth Göranson, og var yngst af fimm heimasætum prestssetursins, og hún var búin að vera ástfangin í syni herragarðseigandans frá því hún var í barna- skóla. Hann hét Claes og var ákaflega glæsi- legur; en hann var tveim bekkíum á undan henni í skólanum, svo hún hafði ekki svo mikið tækifæri til að hitta hann. En hún mundi ennþá eftir því hve óhamingjusöm hún var, þegar hann fór í gagnfræðaskóla og svo í menntaskólann i Sigtuna. Framhald á bls. 34. 4S. tb!. VIKAN 1S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.