Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 23
og stendur. Ég er heldur ekki
upplagður til þess, er allur úr
jafnvægi og hef ekki öðlast hug-
arró síðan þetta kom fyrir með
Sigurð son minn. Það sem blöð-
in eru að skrifa um væntanlega
ferð mína til Danmerkur í sum-
ar er hreinn misskilningur.
Ef ég fer héðan af landi brott,
þá fer ég fyrir fullt og allt. Ef
Sigurði eru öll sund lokuð hér
í Noregi, þá sé ég ekki, að ég
hafi hér neitt meira að gera.
Og ég á í mörg hús að venda.
í Múnchen hef ég búið nógu
lengi til þess að geta kunnað
þar við mig aftur og setzt þar að.
Og þar verður áreiðanlega tek-
ið vel á móti mér.
Sama er að segja um ítalíu.
Ég verð að segja, að það er erf-
itt að eiga Noreg fyrir föður-
land.
Hjartans þakkir og beztu
kveðjur til þín og þinna,
þinn einlægur
Henrik Ibsen.“
Frú Ibsen var nú komin heim
úr einni af sinni mörgu heilsu-
bótarferðum. Því miður hafði
hún litla bót fengið og gigtin
var jafnvel verri en áður. Ibsen
var hins vegar við góða heilsu
og hafði fulla starfskrafta. Nýtt
leikrit var komið frá hans hendi,
„John Gabriel Borkman" og var
það nú frumsýnt í hverju land-
inu á fætur öðru. Hann var þeg-
ar byrjaður af krafti að vinna
að nýju verki „Nár vi döde
vágner“.
Sjötugsafmæli Ibsens bar upp
á um þetta leyti. Um það hefur
mikið verið skrifað og ég vil
því aðeins bæta við fáeinum
smámyndum, sem ég hygg að
ekki hafi komið fram áður:
Ég minnist þess, að þegar eld-
snemma um morguninn tóku
símskeyti, blóm og gjafir að
streyma á heimili Ibsens-hjón-
anna. Stofurnar voru bókstaf-
lega þaktar blómum og gjöfum.
Þegar líða tók á daginn kom
hver sendinefndin á fætur ann-
arri til þess að óska Ibsen til
hamingju. Auðvitað kom líka
sendinefnd frá Kristíanía
Theater. Þar átti að vera há-
tíðasýning kvöldið eftir með
ávarosorðum eftir æskuvininn,
Lorenz Dietrichson prófessor.
Hin ógleymanlega leikkona okk-
ar, Laura Gundersen flutti þau.
Sendinefndin kom nú til þess að
spyrja Henrik Ibsen og frú hans
hvort þau vildu gera leikhúsinu
þann heiður og ánægju að vera
viðstödd sýninguna. Frú Ibsen
þakkaði fyrir, en bað um, að sér-
stök stúka yrði fyrir hann og
önnur fyrir hana.
— Hann á að sitja einn, sagði
hún.
Ibsen reyndi að malda í móinn
og kvaðst helzt vilia, að þau
sætu saman í einni stúku. En
frúin sat fast við sinn keip.
— Þetta er þitt kvöld. og ég
hef þar í rauninni ekkert að
gera, sagði hún.
Og þannig varð þetta að vera,
fyrst hún vildi það. Þau sátu
í sitt hvorri stúkunni, meðan á
heiðurssýningunni stóð. Ég man
eftir öðru atviki svipaðs eðlis.
Það gerðist að kvöldi afmælis-
dagsins, þegar blysförin var
gerð. Ég sé enn þá Ibsen fyrir
mér, þar sem hann gekk sínum
smáu skrefum til hennar og ég
heyrði að hann sagði:
— Ætlarðu ekki að koma að
glugganum og standa við hlið
mér? En hún svaraði:
— Nei, stattu þar einn.
Þótt hún væri yfirleitt stolt og
ákveðin í tali, gat hún einnig
verið hlédræg á slíkum stund-
um. Hún kærði sig ekki um, að
ljómanum af frægð hans yrði
varpað yfir á hana. En vissulega
átti hún það margfalt skilið.
1899 var loks sú stund upp
runnin, að stjórnmálaskoðanir
Sigurðar fengju hljómgrunn. Æ
fleiri stjórnmálamönnum varð
nú ljós nauðsyn þess, að Noreg-
ur fengi sitt eigið utanríkisráðu-
neyti í Kristíaníu. Sigurður hafði
þegar bent á þetta, er hann var
ungur fulltrúi í Stokkhólmi,
samið greinargerð um málið og
sent hana þáverandi forsætisráð-
herra. En hann virti hana að
vettugi.
Hann hreyfði málinu aftur
1893, þegar fyrsta vinstri stjórn
Steens var mynduð. En stjórnin
var of veik til þess að koma
málinu í örugga höfn. Þegar
annað ráðuneyti Steens var
myndað 1898, voru tillögurnar
enn dregnar fram í dagsljósið
og að þessu sinni bornar fram
til sigurs. Sigurði var falið að
framkvæma hugmyndina og
loksins hafði honum verið falið
verðugt verkefni af þjóð sinni.
Loksins hafði hann hlotið stöðu
sem hæfði menntun hans og
st’órnmálahæfileikum.
Við nálgumst nú aldamótin og
vegur Sigurðar fer vaxandi á
sviði stjórnmálanna. En sam-
tímis er endir bundinn á hinn
glæsilega skáldskaparferil Hen-
riks Ibsens.
Meðan hann samdi leikritið
,.Nár vi döde vagner“, fann hann
til lasleika. En hann náði sér
aftur og engan grunaði, að þetta
yrði síðasta verk hans. Hann tók
aftur upp sinn venjubundna lífs-
máta, fór í gönguferðir og á
kaffihúsið sitt og dvaldist þar
stundarkorn á hverjum degi.
Hann hafði vanið sig á hið síð-
arnefnda í Suðurlöndum. í Róm
sótti hann kaffihúsið Tritone, í
Múnchen Café Maximilian og í
Kristíaníu var það Grand Café.
Á gönguferðunum lifði hann
í sínum eigin draumaheimi.
Hann skipulagði hvern vinnu-
dag sinn nákvæmlega, og vann
eftir stundatöflu, því að hann
vissi, að ella mundi hann gleyma
sér við dagdrauma.
Mikið hefur verið skrifað um
vinnuhörku Ibsens og smámuna-
Framhald á bls. 40