Vikan - 27.11.1969, Side 31
Tilburðir
The Archies
Lagið „SugarSugar" var fyrir
skömmu efst á vinsældalistanum í
Englandi. Lagið hefur einnig verið
þó nokkuð vinsælt hér á landi, og
því er ekki nema eðlilegt, að menn
vilji vita deili á hljómsveitinni, sem
flytur lagið, en samkvæmt plötu-
miðanum er það hljómsveitin „The
Archies". Sjálfsagt lyftist brúnin á
einhverjum þegar við segjum að
meðfylgjandi mynd sé af þessari
umræddu hljómsveit. „The Archies"
eru nefnilega fígúrur í vinsælli
teiknimyndaseríu, sem sýnd er í
öllum sjónvarpsstöðvum um þvera
og endilanga Ameríku á hverjum
laugardagsmorgni. Eru vinsældir
þátta þessara slíkar, að ekki verð-
ur við annað jafnað en þætti Apa-
kattanna, þegar þeir voru hvað
sprækastir fyrir tveimur árum. Það
er einmitt framleiðandi Apakatta-
myndanna, Don Kirshner, sem hef-
ur framleitt þessar teiknimyndir, og
þykir honum hafa tekizt mjög vel
upp.
Hljómsveitin „The Archies" er
því ekki til í verunni, heldur er um
að ræða hljómlistarmenn úr ýmsum
Framhald á bls. 45
Við höfum áður sagt frá hljóm-
sveitinni „Nice" og hinum óvenju-
legu tilburðum orgelleikarans, Keith
Emerson. Þessar myndir lýsa betur
en nokkur orð þeirri óblíðu með-
ferð, sem orgel hans fær, þegar
hljómsveitin kemur fram á hljóm-
leikum. Emerson hefur jafnan tvö
orgel í takinu við slík tækifæri og
veitir ekki af. Eins og sjá má næg-
ir honum ekki að spila á nótna-
borðið, heldur þarf hann líka að
seilast í innvolsið, en með því fær
hann hin margbreytilegustu hljóð,
brak og brest, sem ekki láta beint
þægilega í eyrum, enda virðist slíkt
athæfi fremur gert í því skyni að
hrella áheyrendur en að framleiða
áheyrilega tónlist. Auk Emersons
skipa hljómsveitina trymbillinn,
Blinky Davidson, sem er hálffalinn
bak við skóg af cymbölum, og Lee
Jackhon, en hann leikur á bassa og
sér auk þess að mestu leyti um
sönginn.
☆
ANDRÉS INDRIÐASON
Marsha
Þessi dama heitir Marsha Hunt.
Til skamms tíma fór hún með eitt
af aðalhlutverkunum í söngleiknum
„Hair" í Shaftesbury-leikhúsinu í
London. Hún þótti spjara sig þar
með slíkum ágætum, að henni var
boðið að syngja inn á hljómplötur,
hvað hún gerði. Að undanförnu
hefur Marsha komið fram með
hljómsveitinni „White Trash", og
var þessi mynd af henni tekin, þeg-
ar hún söng með hljómsveitinni á
músikhátíðinni miklu á White-eyju.
☆
48. tbi. VIKAN 31