Vikan


Vikan - 27.11.1969, Qupperneq 49

Vikan - 27.11.1969, Qupperneq 49
Hvers vegna er hann að segja mér allt þetta? Skyldi hann finna svona sterka hvöt hjá sér til þess að brjótast út úr skel sinni? Valerie! Um leið og nafn hennar var nefnt fannst mér eins og hún væri komin í þetta herbergi, sem hún hafði áður haft. Eða hafði hún kannski ver- ið hér allan tímann? Hún hafði dáið hér á Bellwood, en hafði hún nokkurn tíma farið héðan? Ég hrökk við og spratt á fætur, þegar ég heyrði ókennilegt hljóð frá glugganum og sá einhvern kynlegan skugga í þokunni. Ég fékk ákafan hjartslátt, þar til ég sá, að kötturinn Tris var fyrir utan gluggann og vildi komast inn. Rees skellihló og opnaði fyr- ir kettinum, sem skauzt hljóð- laust inn og lagðist á mottu til þess að sleikja sinn mjúka feld. Hin háleita stemning, sem áð- ur hafði ríkt í herberginu hjá okkur, var öll á bak og burt við þetta litla atvik, og ég vissi elcki hvort ég ætti að gleðjast eða hryggjast þess vegna. Rees gekk um gólf í herberginu og fitlaði við bækur og aðra muni, á með- an hann hélt áfram að segja frá: — Valerie var í rauninni stúlkan hans Stephens fyrst. En Húsid med iárnhlidtinum Framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie — 4. hluti það sem var á milli þeirra hvarf á sömu stundu og við tvö kynnt- umst. Spennan sem ríkti á milli okkar var svo sterk, að hún skelfdi hana. Það liðu þrjú heil ár, þar til hún tók loks af skar- ið og þorði að koma yfir til mín og viðurkenna ást sína fyrir sjálfri sér. Við vorum þá bæði stödd í New York. Ég hafði fengið mér starf við bókaútgáfu þar í borg, eingöngu til að geta verið í námunda við Valerie. Stephen vann kappsamlega að læknanámi sínu, en hélt alltaf stöðugu sambandi við hana. Hún var sem sagt með okkur báðum í næstum þrjú ár og vissi ekki hvorn hún ætti að velja. Það hlýtur að hafa verið erfiður tími fyrir hana. Mér leið fjarska einkennilega, meðan á frásögn hans stóð. Hann talar um ást sína, hugsaði ég, vekur hana til lífsins aftur. Hann hlýtur að heyra rödd Valerie og sjá hana stöðugt fyrir sér: and- lit hennar, augu og munnsvip. Líklega heyrði hann vonleysis- legan grát hennar, þegar hún var á báðum áttum, kornung og hrædd við ástina. — Hún hefur verið hrædd, heyrði ég sjálfa mig segja upp- hátt. Hún hefur verið hrædd við eitthvað í fari þínu. — Hvers vegna segirðu það? spurði hann og kom fast upp að mér. — Þú viðurkenndir það sjálf- ur. Hún hefur verið hrædd við einangrun þína og einmanaleik. Slíkt táknar sjaldan hamingju og jafnvægi. Stephen var hins vegar læknir, sem vann að því daglega að aðrir gætu notið lífs- ins á nýjan leik. Þið hljótið að hafa verið jafn ólíkir og nótt og dagur. Hún hefur kannske ekki fundið til hinnar áköfu og æðis- gengnu hamingju í faðmi hans, en hún hefur heldur ekki fund- ið til neins ótta. Þú ert hyggin, Carol. Ég vildi gjarnan fá að vita eitthvað meira um þig. Nei, nú tölum við ekki um mig, heldur Valerie. Ég fann, að ég varð að segja nafnið hennar hátt og skýrt. Það var eins og ég væri að skora hana á hólm. — Eftir þrjú ár giftist hún þér, eða hvað? - Já. Og við skipulögðum hér það líf, sem við bæði sóttumst eftir að lifa — svolítið utan við sjálfan heiminn. Hornsteinar Hfs okkar áttu að vera býsna sterk- ir: starf okkar og ást hvort til annars. Við vorum hrifin af Bell- wood allt frá fyrstu stundu. Ro- berts var hjá okkur svo að segja frá byrjun. Hann hafði leitað mig uppi og kom og bað um að fá að vinna í þjónustu minni. Hann stóð á fætur, gekk nokk- ur skref áfram og stóð um stund og sneri í mig bakinu. Fjögur fullkomin ár lifðum við saman, sagði hann og það var eins og kökkur væri í hálsi hans. Tvö án Tims, en tvö með hon- um. Stephen hafði haldið sam- bandi sínu við hana. Að minnsta kosti svaraði hún öllum bréfum hans. Hún hefur líklega gert það einungis af vinsemd og samúð, kannski ofurlítilli óþarfa við- kvæmni. Stundum lét hann hreinlega eins og ég væri ekki til. Við vonuðum bæði, að hann mundi hitta einhverja stúlku, sem gerði hann þó ekki væri nema hamingjusaman til hálfs á við okkur, svo að við þyrftum ekki að hafa slæma samvizku hans vegna. Hann sneri sér að mér og reyndi 'að brosa, en það tókst ekki. — Svo skaut hann upp kollin- um hér einn góðan veðurdag. Það var á meðan hver sem er gat opnað hliðin fyrirhafnarlaust og ekið inn eins og hann vildi. Ég var úti við og gekk meðfram ströndinni. Ég hafði lagt hart að mér við vinnuna og þarfnaðist hvíldar. Bæði hún og Roberts sögðu síðar svo frá, að hann hefði verið viti sínu fjær og haldinn fullkominni árásar- hneigð. Ef ég hefði verið heima, hefði hann líklega kyrkt mig. Rees beit á vörina og andvarp- aði þungt og mæðulega. - Hún talaði lengi við hann. Hún sannfærði hann um, að hún hefði ekki verið dáleidd til að giftast mér, að hún hefði ekki verið numin á brott og lokuð inni, að hún elskaði mig og ég hana á móti og sonur okkar væri næg sönnun þess. Hún sagðist hafa tekið sér nærri að verða vitni að sálarkvöl hans og ör- væntingu, en kvaðst vona, að honum tækist að finna hamingju sína með tíð og tíma. Ég vildi fá Rees til að hætta frásögn sinni, þegar hér var komið, en vissi ekki hvernig ég ætti að koma orðum að því. — Þetta var nítjánda apríl, hélt hann áfram. — Þegar hún hafði sagt mér frá Stepheni, fór hún út að ganga með Tim litla. Hún hafði ánægju af að standa þarna úti við klettana og fann aldrei til minnsta svima. . . . Hún var ekki komin að barminum, þegar ég kallaði til hennar og bað hana um að snúa við og koma aftur heim. Hún sneri sér við og hló að ótta mínum. Síðan beygði hún sig niður og lyfti Tim upp.... Við höfðum ekki tekið eftir, að kanturinn hafði brostið um veturinn. ... Mér sortnaði fyrir augum.... Ég var of langt í burtu til að geta að- hafzt nokkuð. ... Ég heyrði hana hrópa. . Hér brast rödd hans. Hann stóð grafkyrr og huldi andlitið í höndum sér. Ég reis á fætur, gekk til hans og tók utan um axlir hans og lét vel að honum, rétt eins og hann væri Tim. Skyndilega sneri hann sér snöggt við og tók utan um mig, svo að mig kenndi til. í einni sjónhendingu sá ég andlit hans, afmyndað af skelfingu. — Þú mátt ekki yfirgefa mig, sagði hann. — Nei, aldrei, svaraði ég. Tilfinningar okkar fengu loks útrás. Það var eins og þær bæru okkur langt í burtu frá raun- veruleikanum. — Ef til vill kennir þú aðeins í brjósti um mig, sagði hann. Ég þurfti ekki að svara, held- ur þrýsti mér fast upp að hon- um. Nú var hann ekki lengur hjálparvana og óhamingjusamur. Nú var hann heitur og sterkur og ég vissi, að hugur minn yrði bundinn honum um tíma og ei- lífð. Þá kallaði Tim. Mér reyndist erfitt að hugsa um neitt annað en Rees næstu daga og nætur, sem á eftir komu. En hann hafði bersýnilega ákveð- ið að veita mér tækifæri til að hafa nægilegt tóm til að hugsa málið gaumgæfilega. Ég bæði vildi og vildi ekki kæla tilfinn- 48. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.