Vikan


Vikan - 22.12.1969, Page 27

Vikan - 22.12.1969, Page 27
» Kristinn Hallsson syng- ur Fígaró, stærsta karl- hlutverk óperunnar. Fígaró er, eins og fleiri persónur Brúðkaupsins, einnig frægur úr ann- arri heimsþekktri óperu, Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. Þar náði Almaviva greifi ráðahag við konuna, sem hann þráði, með fulltingi Fígarós, en launar hon- um ekki betur en svo að nú girnist hann heit- konu rakarans. l i Mppfcti : 4 „Sua madre? Cosa sento!“ Móðir hans? Hvað heyri ég? Fígaró uppgötvar að ráðskon- an, sem ætlað hafði að neyða hann til hjónabands með sér, er raunar móðir hans, sem hon- um hafði verið rænt frá í bernsku. Á myndinni eru, tal- ið frá vinstri: Gísli Alfreðs- son, Hjálmar Kjartansson, Sigurveig Hjaltested, Ann Margret Pettersson og Krist- inn Hallsson. Greifafrúin og Súsanna bolla- leggja um samsæri sitt gegn greifanum, sem er helzti vand- ræðagripur sögunnar, hverf- lyndur og afbrýðisamur í senn. En Súsanna er klók og ráða- góð og allt fer vel að lokum. 4 Bartolo læknir, sunginn af Hjálmari Kjart- anssyni (til hægri), þykist eiga Fígaró grátt að gjalda og ger- ir sitt bezta til að koma honum í hjónabandið með Marcellinu. En Fígaró reynir að telja honum trú um að hann sé af aðalsættum og geti því ekki gifzt án leyfis foreldra sinna — sem enginn veit ennþá hverjir eru.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.