Vikan - 22.12.1969, Side 47
York. „Ertu vitlaus?" spurði hún.
„Nei, ég er ekki vitlaus og það
getur verið betra fyrir þig að fara
með mig til flugmannsins."
Seinna sagði Raff Mitchelson lög-
fræðingi að hann hefði aldrei ætlað
sér að drepa neinn, og allra sízt
flugmanninn. En hvað hefði skeð ef
flugmaðurinn hefði neitað að gera
eins og Minichiello skipaði honum?
Ætli ég hefði ekki drepið sjálfan
mig. Ég hefði aldeilis gert það erf-
itt fyrir FBI eða einhvern lepp frá
stjórninni, en ég hefði ekki meitt
neinn. Ég var ekki reiður út í neinn
sem var í flugvélinni. Ég sat og tal-
aði lengi við eina flugfreyjuna,
blökkustúlku, og hún sagðist skilja
á vissan hátt hvað ég var að gera.
Hún hlustaði á mig.
Flugvélarránið gekk snuðrulaust
utan smáatvik sem henti á Kennedy-
flugvellinum í New York. Raff varð
hálf skelkaður þegar FBI-menn í
skotheldum vestum nálguðust, og
hann skaut upp í loftið í stjórnklef-
anum. Hann segir það hafa verið
algjört slys. Og þegar vélin tók á
loft, í áttina yfir hafið, kvaldist hann
af eftirsjá.
Ég hunsaði með mér: — Raff,
þetta er í síðasta skipti sem þú sérð
Ameríku. Þet*a er bezta land í heimi.
Hér er gott að búa, allir hafa vinnu
og aliir hafa eitthvað til þess að
hlakka til. En nú verð ég að afsala
mér ríkisbm-nararétti mínum, því ég
hef verið útilokaður fyrir fullt og
allt. Þeir gerðu rangt á hluta minn
og sennilega ég á þeirra hlut.
Endalok sögu Raffaele Minichi-
ello's þekkja allir. Hann var, er hann
kom til Italíu, þreyttur, örvænting-
arfullur og hræddur drengur. I Róm
skipaði hann lögreglustjóranum á
flugvellinum að koma aleinn um
borð í flugvélina. Og lögreglufor-
inginn hlýddi tafarlaust þeirri skip-
un að keyra Raff út fyrir borgina.
En þegar Raff heyrði nafnið sitt í
útvarpinu, sagði hann lögreglufor-
ingjanum að stanza og síðan hljóp
hann. A leiðinni henti hann öllum
farangri sínum nema útvarpinu og
þannig tókst honum að stöðva hjón
í bíl, sem tóku hann upp í og settu
hann úr við gamla kirkju.
Ég faldi mig í kirkjunni, en ég
var of hræddur ti! þess að biðja.
Mig langaði til að vera inni það sem
eftir var, því öll vandræðin voru
úti fyrir. En ég varð að fara út.
Og þar var allt fullt af lögreglu-
þjónum, bílum og byssum — og fyr-
ir ofan sveimuðu þyrlur aðeins í
nokkurra metra hæð. Þeir báðu mig
um vegabréf og settu mig í hand-
járn. Þá sagði éq: „Landar mínir,
hvers vegna eruð þið að taka mig?
Hvað hef ég gert?"
Ef Rafaele Minichiello verður sek-
ur fundinn á Italíu, á hann það á
hættu að verða dæmdur í 30—99 ára
fangelsi. Hefðu ítölsk yfirvöld kos-
ið að framselja hann til Bandaríkj-
anna hefði hann jafnvel verið tek-
inn af lífi þar. Raff veit þetta allt,
en hann brosir ennþá. Eklci vegna
þess að hann sé ánægður, heldur
vegna þess að hann er sorgmæddur.
,,Eg brosi," segir hann, „vegna þess
að ég get ekki talað góða ensku, en
ég vil að fólk skilji mig og líki vel
við mig." Og bakvið brosið bíður
hann dóms. Dóms drengsins sem i
Los Angeles hóf að leita þess sem
hann hefur þráð í 20 ár.
Mig hefur alltaf lanqað að fljúga.
Ég var vanur að hugsa með mér:
Það hlýtur að vera dýrlegt þarna
uppi. Maður er frjáls. Allur heimur-
inn fyrir neðan mann og maður er
sjálfur uppi í himingeimnum. Alveg
frjáls.
)
Uartítilarkahiir
INNI
ÚTI
BÍLSKÚRS
SVALA
HURÐIR
ýhhi- tr Htikuriir H □. VILHJÁLMSSDN
RÁNARGÖTU 12 SÍMI 19669 !
C~ --^-- ----—------------------------------———-á
52. tbi. VIKAN 47