Vikan


Vikan - 12.02.1970, Page 3

Vikan - 12.02.1970, Page 3
7. tölublaS - 12. febrúar 1970 - 32. árgangur Áhugi á liósmyndun hefur fariS stöðugt va,jandi á undanförnum árum og líklega er Ijósmyndun nú eitt útbreiddasta tómstunda- gaman fólks. Af þessu tilefni hefur VIKAN ákveðið að efna til Ijósmyndasamkeppni meðal hinna mörgu áhugaljósmyndara. Við skýrum nánar frá tilhögun keppninnar og verðlaun í þessu blaði. Fyrir örskömmu var pilsið hátt uppi á læri, en nú er það í einni svipan komið alla leið niður á ökla. Þetta er daemigert fyrir öfgana, ssm einkenna tízkuna ná á dögum. Ljósmyndari VIKUNNAR brá sér í bæinn um daginn til að taka nokkrar svipmyndir af s ðu tízkunni á götum Reykjavíkur. I ÞESSARI VIKU Það var einn sólfagran dag í nóvember árið 19ól, að Mfchael Rockefeller fór frá Agats, frumstæðri byggð í þeim hluta Nýju-Gíneu, er þá laut Hollandi en lýtur nú Indónesíu. Þetta varð síðasti dagur hins unga erfingja Rockefeller-billjónanna, en eins og kunnugt er af fréttum varð hann mannætum að bráð. Við birtum ítarlega frásögn af þessum atburði í máli og myndum. Ný litunaraðferð, svokölluð hnútalitun, ryður sér mjög t!l rúms um þessar mundir, og er fyrir nokkru komin hingað til lands. Hér er um að ræða ævagamla listgrein, sem þekkzt hefur á Indlandi frá alda öðli og kallast þar bandhnu. Við segjum frá þessu nýja tízkufyrirbæri í næsta blaði. Það hefur lengi verið kunnugt hugsandi fólki, að kjör einstæðra mæðra og barna þeirra hérlendis eru langt fyrir neðan það sem nokkurt velfcrðarþjóð- félag ætti að geta verið þekkt fyrir. Það hefur því ekki verið vonum fyrr, að einstæðar mæður stofnuðu með sér samfök t'l að berjast fyrir bættri aðstöðu sinni og sinna. í næsta blaði ræðir VIKAN við formann þessa nýstofnaða félags, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Nixon forseti er eðlilega i kastljósinu upp á hvern dag eins og fara gerir um slíkan mann. Hann sinnir jafnt stóru sem smáu, tilkynnir stóraðgerðir í Vietnam um leið og lifverðir hans klæðast skrautlegum búningum. En dætur hans eru ekki minna i sviðsljósinu en faðir þeirra, og sögu þeirra segjum við í næsta blaði. I NÆSTU VIKU FORSÍÐAN Vikan efnir til Ijósmyndakeppni og segir nánar frá því á blaðsíðu- um 18 og 19. í FULLRl ALVÖRU MALEFNALEGRI UMRÆBUR Ekki er hægt að kvarta undan deyfð og áhugaleysi í almennum umræðum og skoðana- myndun hér á landi að undanförnu. Engu er líkara en fólkið hafi skyndilega vaknað af dvala; það gripur fegins hendi hvert einasta smámál, tekur afstöðu til þess með eða móti, og fjölmiðl- unartækin reyna að njóta góðs af og blása allt saman upp með glæsibrag. Fá þessarar fyrirferðamiklu deilumála hafa beinlínis snert stjórnmál, og þá helzt það sem er lítilvægast þeirra allra og einkennilegast: kvennaskólamálið. Því hefur verið haldið fram, að stjórnmálaáhugi sé minni hér á landi en i öðrum löndum. Skyldi ekki hinn almenni áhugi á litlu málunum benda til þess, að áhuginn sé fyrir hendi og löngunin til að taka afstöðu og láta skoðun sína í Ijós engu minni hér en ann- ars staðar? Skyldi ekki deyfðin og áhugaleysið á stjórnmálum eiga sér þær orsakir, að flest mikilsverð mál, sem alla varða, eru gerð flókn- ari en ástæða er til og of lítið gert af þvi að kynna þau og láta almenningi i té hlutlausar upplýsingar, sem hann getur lagt til grundvall- ar eigin áliti og skoðanamyndun? Því verður ekki trúað að óreyndu, að íslenzkur almenningur sé fáfengilegri í hugsun en gengur og gerist og vilji ekki skipta sér af þeim málum, sem snerta kjör hans, stöðu og hag i framtíðinni mest. Með prófkosningum eru stjórnmálafiokkarnir góðu heilli að freista þess að opna starfsemi flokkanna meir en verið hefur. Góð þátttaka í þessum kosningum er vísbending í þá átt, að áhuginn sé fyrir hendi, en það sé hlutverk stjórn- málamanna, málgagna þeirra og annarra fjöl- miðlunartækja að beina honum inn á happ- sælli brautir. Með því móti eitiu geta umræður hérlendis orðið málefnalegar, og hætta þá vænt- anlega að snúast mestan part um slúðrið og ómerkilegt dægurþras. G.Gr. VIKAN Útgefandl: Hilmtr hf. Ritstjóri: Gylfl Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Matthlldur Bdwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jcnsína Karls- dóttir. — Kitstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif. ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VcrS f lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. Tyrir 13 töiublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 28 tölubiöð misserisiega. Áskrlftargjaldið grelðlst fyrlr- fram. Gj.aldd. eru: Nóvcmber, febrúar, maf og ágúst. 7-tbl VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.