Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 5
DAGHEIMILA- SKORTUR í VÍETNAM En ef það væri nú það eina sem skorti þar í landi væri mál- ið ekki svo alvarlegt. — Ef mamma vinnur úti verður pabbi að fara með ungann í vinnuna, því öll dagheimili eru yfirfull. En ef pabbi er hermaður í Tieu- Atar, eins og þessi s-víetnamski hermaður, þá er málið enn alvar- legra. Þó er ekkert hægt við þessu að gera, og við verðum að spyrja, enn sem fyrr: Hvenær sjá mennirnir að sér og hætta þess- um djöfladansi? HVfTUR NEGRI f USA Svona leit Grace Halsell út í hálft ár, meðan hún dvaldi dul- búin sem blökkukona í „Ghetto“ New York-borgar, og í aðalstöðv- um kynþáttamisréttisins í Ame- ríku, Mississippi. Grace vann eitt sinn sem blaðafulltrúi við Hvíta # vísur vikunnar Líkt og oftastnær áður ánægjan víða dvín hjá borgurum þessa bæjar sem berjast við framtöl sín. Að lifa í lögmálsins anda er líkasttil ekki hægt og þessvegna erúm við allir yfirleitt dæmdir vægt. Þó okkur sé ekki lagið það eitt er leiðir til góðs og misskiljum aðild okkar í afkomu ríkissjóðs. húsið, þar til að einn daginn datt henni í hug að kanna sjálf hvern- ig það væri að vera bandarískur blökkumaður í Ameríku nútím- ans. Síðan varð hún sér úti um töflur sem lituðu húðina dökka og hófst handa. Grace Halsell hefur nú ritað bók um reynslu sína og er nafn bókarinnar „Sonl sister“. Er bók- in öll hin forvitnilegasta, og kem- ur þar fram, að eitt helzta vanda- mál hennar var að halda áleitn- um karlmönnum — hvítum — í hæfilegiú fjarlægð! Hún vann m.a. fyrir sér með því að vinna á sjúkrahúsi í Harlem og sem þjónustustúlka í Indianola í Mississippi. Hún segir einnig frá því er hún sótti um vinnu í New York, en þar var henni vísað frá með þessum orðum, sem komu frá ungum hvítum lækni: „Nei, við höfum fengið nóg af þínum lík- um!“ Og í Mississippi var hún handtekin fyrir það að nota síma á langferðabílastöð; síma sem var aðeins ætlaður hvítum. Hugmynd sína fékk Grace frá hvítum rithöfundi, John Howard Griffin, sem gerði svipaða tilraun fyrir 10 á:rum síðan, og kom eining út bók eftir hann, „Svart- ur eins og ég“. (Black Like Me). Vinir Grace hrósa henni óspart fyrir hugrekki hennar, og á blaðamannafundi nýlega svaraði hún þeim: — Það segir enginn við blökkukonu að hún sé hug- rökk. Hún verður að vera svört alla ævi. —O— Reið . móðir við dóttur sína á táningaaldri: „Ef þú hegðar þér ekki eins og almennileg mann- eskja, þá síkka ég öll pilsin þín.“ EKKI AÐEINS OPINN HELDUR GALOPINN Þar sem ríkir sól og sumar allt órið í kring, eru svokallaðir opn- ir bílar mikið í tízku. Og á bíla- sýningu sem haldin var í Los Angeles nýlega var sýndur sá opnasti sem sézt hefur ennþá. Það var VW-grind, sem hafði verið „yfirbyggð“ með hvítmál- uðum teinum allavega snúnum og kræklóttum Einhvernveginn höfum við á tilfinningunni að fólk ætti að fá nægilega ferskt loft í andlitið í svona bíl — um leið og það gleypir sótið úr bíln- um á undan! 7. tbi. VHvAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.