Vikan


Vikan - 12.02.1970, Page 13

Vikan - 12.02.1970, Page 13
virði? Ungu konunnar, sem hefur til að bera kjark skiln- ing og fegurð, eða mannsins sem hvorki getur talað né hreyft legg eða lið, — sem yf- irleitt getur ekkert nema sof- ið? — Þér getið ekkert uvn það sagt, hvort honum ])ykir ekki vænt um það, að hann hélt lífinu, sagði aðstoðarlæknir- inn og maldaði í móinn, en án þess að vera sannfærður. Og svar læknisins var full- nægjandi: stutt hlátursroka. Sjúklingurinn var nú glað- vaknaður. Hann var hrædd- ur og órólegur og revndi að telja sér trú um, að þetta væri ekki annað en vondur draumur. Hann skimaði skelfdum augum um allt herbergið, liann horfði á tréð fyrir utan gluggann og sá greinarnar bærast í vorgohinni, og hann horfði á rúmteppið, sem var svo slétt ofan á hreyfingar- lausum líkama hans. Jú, víst lá hann þarna lif- andi í rúminu sínu og hlust- aði á rödd læknis síns, sem var að stinga upp á að stvtta eymdarástand hans, — eins og hann væri hundur, sem hefði orðið undir bifreið eða ósjálfbjarga fuglsungi, sem hefði oltið út úr hreiðri sínu. Þessa sttindina fannst hon- um hann vera betur lifandi en nokkurn tímá áður í þessa fjórtán mánuði sem hann hafði legið rúmfastur. Og nú vissi hann í fyrsta skipti, hversu heitt hann þráði að lifa, og halda lífinu áfram. Eins og hestur, sem hefur fælst og reynir að sh'ta sig lausan frá hestasteininum, barðist hann nú gegn þeim ofnrmætti, sem batt hann mállausan og máttlausan við rúmið. En þessi ofurmáttur hélt honum rígföstum í járn- greipum sínum. Hann gat hvorki hrópað né hreyft sig. — Hann verður ekki var við neitt, hélt læknirinn áfram. — Ég get lofað yður því. t níu tilfellum af hverj- um tíu deyr sjúklingurinn í svefni og veit ekkert hvað er að gerast. Það gerir hann líka, það skal ég sjá um. — En hugsið þér til kon- unnar hans. Henni þvkir þó vænt um hann? Hvernig mundi henni líða eftir á? — Hún mundi verða sann- færð um, að hann hefði ekki orðið neins var. Hún mundi trúa því um aldur og ævi, að þetta hefði verið slys, og þeg- ar nokkuð væri liðið frá, mundi henni verða léttir að fráfalli hans. Læknisaðgerð er aldrei skemmtileg, en samt er hún hundrað sinnum skemtilegri en að seigkvelj- ast til bana. Nú varð lrögn á ný og sjúklingurinn reyndi að leggja við hlustirnar eins og hann gat. Hann heyrði hvern- ig aðstoðarlæknirinn reyndi árangurslaust og linkulega að malda í móinn: — Og hvað þá um mig? Ilvað verður haldið um mig? — Ég var að segja vður, að ég sé við því öllu saman. Þér farið inn í þorpið til þess að sækja tóbak — og þar með hafið þér sönnun fyrir því, að þér hafið verið fjarverandi. Eg hef sent, yður þangað og ber þess vegna ábyrgðina. Yður er bezt að fara undir eins, og koma ekki aftur fyrr en ég hef gefið yður merki. Farið þér nú og þakka yður fyrir. Hann mundi líka þakka yður fyrir, ef hann vissi um þetta. Þeir tókust í hendur þarna inni í herberginu. Sjúklingn- um fannst hann geta séð þetta gegnum þunnan vegg- inn. Að minnsta kosti vissi hann að þeir gerðu það. Nú opnaðist hurð og gengið var þungum skrefum gegnum anddyrið. Síðan var útidyra- hurðinni skellt í lás. Aðstoðarlæknirinn gekk fyrir opinn gluggann á stofu sjúklingsins, en sneri and- litinu undan á meðan. — Dóra, hrópaði sjúkling- urinn, en þetta óp var aðeins til í sál hans — ekkert hljóð komst fram á varir hans. Mínútu síðar kom hún inn til hans. Ilún lauk dyrunum hægt upp og gekk hljóðlega inn. Hún var í grænu, þykku kápunni sinni og með litla hattinn. Það var fararsnið á henni líka. En Dóra virtist ekki hafa hugmynd um þessar ráða- gerðir. Ilún gekk beint út að glugganum og horfði hugs- andi út. Iíún var dökk vfir- litum og yndisleg, hörundið var fagurhvítt. Oftast hafði hún frá einhverju skemmti- legu að segja, þegar hún kom inn en í dag var hún þögul. — Ég þarf að skreppa inn í bæ og ég skal hafa kvöld- blaðið með mér heim handa þér. Ég verð ekki lengi í burtu. Læknirinn hefur boð- ið mér að aka með sér í bíln- um sínum. Samfara óttanum, hinum hræðilega ótta, kenndi hann nú álcafrar reiði, sem var enn- þá sterkari en óttinn. Hann ætlaði þá að fara með Dóru með sér þessi ungi læknisof- látungur. Og Dóra ætlaði að aka með honum, því að hann sjálfur gat ekki aðvarað hana hvorki með orði né bend- ingu. Dóra stóð enn hikandi við gluggann. — Það er vndislegt veður í dag. Þegar þú ert kominn á fætur og orðinn hress aftur verðum við að fara að herja á illgresið. Það er að kæfa allt Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.