Vikan


Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 16

Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 16
Ég veit ekki hve lengi ég stóð kyrr og horfði á mannlausan stíg- inn, þar sem hviti bíllinn hafði horfið sjónum mínum, en svo hristi ég af mér doðann og fór að litast um eftir Hamid. Hann var kominn að síðara hlið- inu við Sýrlandsmörkin. Nokkrum sekúndum síðar var opnað fyrir honum og hann jók hraðann, og eftir nokkur augnablik var hann horfinn úr sjónmáli. En svo kom hann fljótt í Ijós aft- ur og ég sá hann hemla við veg- brúnina, þar sem trjáþyrpingin var. Hann steig út úr bílnum, og hefir eflaust strax séð að hvíti billinn var þar ekki, svo hann flvtti sér aftur upp í bílinn og var lika, innan tíð- ar, horfinn sjónum minum. Mér datt í hug að hann hefði líklega séð hvita bílinn framundan. Hve lengi yrði hann að ná hon- um? Það var dálítið hvasst þarna uppi á hólnum, og ég settist í skjól við runna og borðaði nestið mitt. Klukkan var hálftvö, og ekkert bólaði á Hamid eða Charles á veg- inum. Klukkan tvö voru þeir heldur ekki sjáanlegir. Fyrst hélt ég að eitthvað hefði komið fyrir þá, og braut heilann um hvað það gaeti verið. Hamid hélt að ég væri hrædd um Charles. Annað hvort var hann að elta Porche-bílinn ennþá, eða að þeir höfðu orðið fyrir óhappi. Ef ég beið lengur næði ég ekki til Beirut í tæka tíð til að finna lögreglufor- ingjann og biðia hann um áritun. Þá sá ég langferðabíl, sem greini- lega var á leiðinni til Baalbek, sem nam staðar á veginum, svo ég flýtti mér að taka dót mitt og hlaupa nið- ur brekkuna. Farþegarnir voru allir í kringum bílinn, og horfðu sljóum augum á það að tollverðirnir rótuðu í dóti þeirra. Ég fór inn í blikkskúrinn. — Hvenær fer bíllinn til Baalbek? — Klukkan hálf fjögur. — Er hægt að ná í leigubíl þar? — Vissulega. Þér skuluð spyrja 16 VIKAN 7-tbl EFTIR MRIV STEWART Hringur soldánsins SJÖUNDI HLUTI Hann bar höndina upp að kverkum sér, það var hrollvekjandi hreyfing, og hafi ég ekki vitað það áður, þá vissi ég það nú. Líf mitt var í veði....... um það á Adonishótelinu, þar sem bíllinn nemur staðar. Ég mundi vel eftir Adonishótel- inu. Þar höfðum við borðað há- degisverð, þegar ég var með ferðamannahópnum, og ég mundi eftir því að hótelstjórinn talaði ágæta ensku. — Ef bílstjórinn minn eða ein- hver annar kemur hingað og spyr eftir mér, viljið þér þá segja að ég hafi farið til la Súreté í Beirut, og svo til Phoenica hótelsins. Og segja að ég ætli að bíða þeirra þar. Compris? Þeir sögðu að það væri compris, svo ég þakkaði fyrir mig og fór. Nokkru síðar ók ég af stað í bílnum til Baalbek. Sú ferð var hreinasta kvöl, og ég var sannarlega fegin þegar ég fór út úr bílnum á endastöðinni við Adonishótelið. Gatan var auð, fyrir utan stór- an, svartan og gljáandi bíl, og fyr- ir aftan hann stóð Arabi, mjög tötralega klæddur, með úlfalda í taumi. Ég nitti hótelstjórann, þar sem hann sat með öðrum manni, við eitt smáborðanna og drakk bjór. Hinn maðurinn leit út fyrir að vera Englendingur. Hótelstjórinn stóð upp og flýtti sér til mín. — Madame — mademoiselle? Eruð þér komin aftur? Hann Ijómaði af ánægju. — Vilj- ið þér ekki fá yður sæti, það væri okkur mikil ánægja ef þér vilduð set'ast við borðið okkar. — Nei, takk fyrir, — en ég þarf að leggja fyrir yður spurningu. Get ég fengið að tala við yður ! einrúmi? Ég er ein á ferð og þarf á hjálp að halda .... — Sjálfsagt. Segið mér hvað það er. En þegar ég fór að tjá honum vandræði mín, og sagðist þurfa á bfl að halda, þá setti hann upp vandræðasvip. — Ég skal gera mitt bezta, það er alveg sjálfsagt, en um þetta leyti eru flestir bílarnir í keyrslu. — Fyrirgefið. Það var hinn mað- urinn við borðið. Hann setti frá sér bjórglasið og kom til okkar. — Ég gat ekki komizt hjá að heyra það sem þér sögðuð. Ef yður vant- ar far til Beirut. þá er velkomið að aka yður þangað, það er í leið- inni. — Takk, en . . . . ? Ég var nokkuð hikandi, en hótelstjórinn flýtti sér að taka fram í. — Einmitt, það er ágætishug- mynd. Má ég kynna, þetta er herra Lowell, ungfrú. Ég veit því miður ekki nafn yðar. — Mansel, ungfrú Mansel. Góð- an dag, herra Lowell! — Góðan dag! Hann var greinilega Englending- ur, talaði mjög gott mál, og leit út fyrir að vera um fertugt, meira en meðallagi á hæð, sólbrúnn og svarthærður, en hárið var töluvert farið að þynnast. Hann var vel klæddur, í léttum, Ijósum fötum. Mér fannst hann koma mér eitt- hvað kunnuglega fyrir sjónir. Ein- hlaut að hafa séð hann áður. Ein- mitt þegar ég var að hugleiða þetta, hló hann, og þá var ég enn- þá vissari í minni sök. — Við höfum reyndar hitzt áður, en þér munjð kannski ekki eftir því. Það var í síðustu viku í Damaskus, við stóra bænahúsið. Við skiptumst á nokkrum orðum. — Mér fannst líka að ég kann- aðist við rödd yðar. Þá hefir það verið þar sem ég heyrði hana. — Eruð þér ein í dag — Já. En ætlið þér í raun og veru til Beirut? — Já, reyndar. Hann benti á bíl- inn, sem stóð fyrir utan steinvegg- inn. Ég sá þá að þetta var svartur Renault, og að bílstjórinn var klæddur í arabaskikkju. — Ef ég get eitthvað aðstoðað yður, þá er það sjálfsagt. Ég hefði hugsað mér að leggja af stað eftir andartak. — Það er ágætt, þetta er mjög elskulegt af yður. Hótelstjórinn fylgdi okkur út að bílnum, Arabinn opnaði aftari bíl- hurðina og Lowell hjáloaði mér inn í bílinn, svo settist hann við hlið mér. Við kvöddum hótelstjórann og ókum af stað. Við sveigðum í gegnum þröng- ar göturnar á þó nokkrum hraða, en þegar við komum út á þjóðveg- inn jók bílstjórinn hraðann. Eftir andartak ókum við fram hjá síð- asta húsinu, sem var innilokað í trjágarði sínum, og framundan lágu fjöll og dalir, baðað í heitri síð- degissólinni. Inn um gluggana kom hressandi, svalur vindur. og ég hallaði mér aftur á bak í sætinu. — Þetta er hreint himnarfki, sam- anborið við langferðabdinn. Haf- ið þér ekið með þessum vögnum? — Nei, lof sé Allah, það hefi ég aldrei gert, sagði hann. — Hvar búið þér í Beiruf? — A Hótel Phoenicia, en ég get náð í leigubíl, eftir að við komum til Beirut, hvar sem þér viljið láta mig af. — Ég ek yður alla leið. — Ég þarf reyndar að fara á ákveðinn stað fyrst, við Rue Badare. — Það er ennþá einfaldara, það er ekki svo langt frá þeirri leið sem við ökum. Það er ekki minnsti vottur af forvitni í rödd hans. Hann spurði einfaldlega: — Hvert fór samferðafólk yðar? — Þau fóru heim á laugardag- inn, og það er í og með þessvegna, sem ég hef lent ( dálitlum vand- ræðum. Ég sagði honum lauslega frá mis- tökunum með vegabréfið mitt. — Og nú þurfið þér að fá árit- un. Það er kannski til la Súreté sem þér ætlið að fara. — Já, vitið þér hvenær skrif- stofurnar eru opnar? Ég sá að hann leit á úrið. Svo laut hann áfram og sagði eitt- hvað á arabísku við bílstjórann. Stóri bíllinn þaut mjúklega áfram með auknum hraða. — Þér náið því, og ég get kannski hjálpað yður eitthvað, þegar þar að kemur. — Ó, viljið þér gera það? Það er mjög vingarnlegt af yður. — Þér skuluð ekki vera að hugsa um það núna. Má bjóða yður að reykja?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.