Vikan


Vikan - 12.02.1970, Page 19

Vikan - 12.02.1970, Page 19
Ljósmyndun hefur farið vaxandi undanfarin ár og er nú iíklega eitt vinsælasta tómstundagaman almennings. VIKAN hefur ákveðið að efna til Ijósmyndakeppni meðal áhugaljósmyndara og hefst hún frá og með þessu blaði, en skilafrestur er til 12. marz næstkomandi. Myndaefnið er algerlega frjálst, en eingöngu koma til greina svart-hvítar myndir og þeim á að skila í stærðinni 18x24. Hver áhugaljósmyndari má senda mest fjórar myndir. Myndina á að merkja með dulnefni, en umslag skal fylgja með réttu nafni höfundar. Þrenn verðlaun verða veitt og eru þau öll gefin af AGFA-UMBOÐINU hér á landi. 1. verðlaun eru 5000 krónur í peningum. 2. verðlaun eru 3000 króna úttekt á Agfa-Ijósmyndavörum hjá Týli hf., Austurstræti. 3. verðlaun eru 2000 króna úttekt á Ijósmyndavörum hjá Týli hf., Austurstræti. Að lokinni keppninni verða tíu beztu myndirnar birtar hér í blaðinu og prentaðar á sérstakan myndapappír. Dómnefnd skipa eftirtaldir menn: Oli Páll Kristjánsson, Ijósmyndari, Rúnar Gunnarsson, Ijósmyndari og kvikmyndatökumaður sjónvarps, Otti Petersen, frá félagi áhugaljósmyndara, og Sigurgeir Sigurjónsson, Ijósmyndari Vikunnar. Vikan hvetur alla áhugaljósmyndara til að taka þátt í þessari keppni og senda myndir sínar sem fyrst og í siðasta lagi fyrir 12. marz.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.