Vikan


Vikan - 12.02.1970, Page 40

Vikan - 12.02.1970, Page 40
fara að ásækja hann. Hann var sterkur, — ungur og sterkur. Hann ætti að hafa nægilegt þrek til þss að geta stigið fram úr rúminu, brjóta upp hurðina, ef hún væri læst, ná í lækninn og jafna duglega um við hann. Ef hann aðeins gæti fundið lyk- ilinn að sínum þrótti, sem hann hafði týnt fyrir fjórtán mánuðum síðan. En nú sá hann hvar reyk lagði gegnum rifu með hurð- inni, veikan, gráan reyk, — svo veikan að hann aðeins gat greint hann. En lyktina fann hann vel. Þetta var sviðalykt. Eitthvað var að brenna. Hann vissi þegar hvernig í öllu lá. Húsið átti að brenna til ösku, meðan þau voru öll fjarverandi. Það mundi brenna svo fljótt, að deyfður og lamaður maður mundi ekki verða neins var og ekki kenna meira til en feyskinn trédrumbur. En svo varð hugsunarferill hans ekki lengri, því að þeg- ar brunalyktina lagði að vit- um hans, tók hann til at- hafna, án þess að hugsa. Hann reikaði fram úr rúm- inu og stóð svolitla stund á gólfinu skjálfandi. Svo rykkti hann upp hurðinni og lá við að hann hlypi fram á gang- inn. Ef til vill var honum lífs von enn. Reykurinn kom innan úr setustofunni og hann vissi að síminn var þar inni. Hann spymti upp hurðinni og stað- næmdist á þröskuldinum eins og steini lostinn. Þar stóðu þau öll þrjú: aðstoðarlæknir- inn, læknirinn sjálfur og Dóra, en stórt jámker með eldglóð stóð á gólfinu rétt við dyrnar á herbergi sjúklingsins. Dóra fór til hans í einni svipan, tók báðum hanleggj- um utan um hann, þar sem hann gekk upp og nður af mæði, og þrýsti honum að sér. Rödd hennar skalf er hún sagði: — Mér fannst þetta við- bjóðslgt, en þetta var einasta úrræðið, sem við áttum. Mér þykir svo leitt, að við skyld- um þurfa að hræða þig. Þá nefndi hann nafn henn- ar. ☆ Mannæturnar þegja Framhald af bls. 23. „Ég fór þegar á vettvang,“ sagði Van Kessel, „að rannsaka orðróminn, sem dr. Dresser hafði heyrt.“ Hann sannfærðist um að. orðrómurinn væri sannur. Sam- kvæmt honum var sagan sem hér segir: Nokkrum árum fyrir komu Rockefellers hafði ungur hol- lenskur liðsforingi komið til þorpsins Otsjanep. Hann var ný- kominn til landsins og vissi fátt um mannætur og þeirra siði, en stóð af þeim mikill stuggur. En þorpsbúar tóku honum ágæta vel og settu meðal annars á svið fyr- ir hann stríðsdans, sem er mesti heiður sem þeir yfirleitt sýna gesti. í ókunnugra augum getur þessi dans virst nokkuð dólgsleg- ur og svo fannst liðsforingjanum. Hann missti stjórn á sér fyrir hræðslu sakir, tók dansinn fyrir árás og skaut á þorpsbúa. Þrír þeirra urðu fyrir skotum og biðu bana. Hollenzku yfirvöldin báðu mikillega afsökunar á þessu at- viki og reyndu að bæta hina drepnu með ýmsu móti, en hatrið sauð eftir sem áður í þorpsbúum. Einhverjir þeirra voru staddir á ströndinni, þar sem Rockefeller bar að. Meðal þeirra var náungi að nafni Ajim, víðfrægur víga- maður og frændi eins þeirra, er hollenski liðsforinginn hafði drepið. Hann sá að sundmaður- inn var í skyrtu svipaðri þeim, sem hollenskir hermenn gengu í, og hefur trúlega gert ráð fyrir að komumaður væri einn þeirra. Eða kannski hefur honum verið sama, hvern hann dræpi til hefnda fyrir frænda sinn, bara ef hann væri hvítur á hörund. Félagar Ajims kváðu hafa reynt að halda aftur af honum, en engu að síður réðist hann á varnarlausan manninn, þegar áð- ur en hann komst í land, og lagði hann í gegn með spjóti. Dó Mic- hael Rockefeller þegar. En hvað var gert við líkið? Gagnvart þeirri spurningu þögðu mann- æturnar. Sjálft morðið spurðist fljótlega um nágrennið, enda hældi Ajim sér af því og taldi sig hafa hefnt frænda síns drengilega. (Meira að segja er nú kominn upp kvitt- ur um að indónesísku yfirvöldin ætli að stefna honum fyrir rétt vegna morðsins). Van Kessel kom upplýsingunum til hollenzku nýlenduyfirvaldanna, en þau vildu ekkert gera í málinu. Um þetta leyti áttu þau í vök að verj- ast fyrir Indónesum, sem ásök- uðu þau um kúgun á Nýju-Gín- eumönnum og reyndu einnig að espa þá innfæddu til uppreisnar. Hollendingar óttuðust að upp- tekt málsins yrði til að auka ó- ánægjuna meðal þeirra, en slíkt vildu þeir umfram allt forðast eins og á stóð. Fleiri trúboðar hafa staðfest sögu Van Kessels, svo og marg- ir aðrir og meira að segja einn indónesískur embættismaður. Örlög Michaels Rockefellers ættu því ekki að vera leyndarmál Zengur. Hann var ungur maður og fróðleiksfús, sem dó fyrir æv- intýri sitt. Únnur plata Roof Tops Framhald af bls. 15. úrstefna, en í vor höfum við hug á að fara til Englands til að leika inn á LP-plötu og þar reynum við að gera eitthvað gott og nýtt. Meiningin er að við reynum að semja eitthvað sjálfir á þá plötu en ekkert liggur fyrir.“ Og þær sögur ganga, að „Ást- in ein“ eigi að taka við af topp- lagi þaktoppanna, „Söknuði". Delaney and Bonnie Framhald af bls. 15. komu á brezka vinsældalistann, „Comin* home“. Bæði hafa verið að syngja og spila frá barnæsku og Delaney var eitt sinn (allt til ársins 1967), betri helmingur dúetts sem kall- aðist „the Shindogs", eftir vin sælum sjónvarpsþætti, er gekk hér í Keflavíkursjónvarpinu í eina tíð, Shinding. Bonnie kom fyrst fram opinberlega er hún var 15 ára. Um tíma var hún í kompaníi með Ike og Tinu Turn- er, og var sem sé ein af „the Ikettes". Þau Delaney og Bonnie, sem bera hið raunverulega og sam eiginlega heiti herra og frú Delaney Bramlett, kynntust á keiluspilskeppni í Los Angeles og giftust 5 dögum síðar. Enn sem komið er hefur ekkert heyrzt af þessu ágæta fólki hér á íslandi, er það er einlæg von okkar að það verði ekki lengi, því brezk músikblöð lýsa tónlist þeirra og söng sem „villtasta soul-rokki sem komið hefur úr hvítum barka....“. ☆ Heimur án ástar Framhald af bls. 11. til þess fallnar að búa á Júpíter eða botni Atlantshafs. Þegar svo langt er komið, láta keðjuverkanir varla á sér standa. Félagsleg aðstaða mannanna breyt- ist, afstaða einstaklinganna hvers til annars verður tekin til gagngerrar endurskoðunar. Jafnskjótt og vís- indamenn eru komnir svo langt að geta framleitt börn í tilraunaglasi, munu fleiri og fleiri ákveða að eign- ast börn á þann hátt. Því ekki það? Hugsið ykkur þegar tæknifrjóvgun- in kom fyrst fram. Henni var and- mælt. En nú hafa þúsundir fólks notfært sér þann möguleika. EKKI EINUNGIS TIL GETNAÐAR Á sama veg fer það þegar til- raunaglasbörnin verða komin til sögunnar fyrir alvöru. Verðandi foreldrar, sem eru kannski hrædd við að eignast veikt barn, snúa sér til rannsóknarstofunnar. Konur, sem ekki nenna að ganga með, nota sér þann möguleika að láta fóstrið þró- ast í tilraunaglasi. Auðvitað verða áfram til konur, sem vilja heldur ganga með og jafnvel alls ekki vera án þess — en hversu margar konur hafa ekki með fögnuði tekið við lyfjum, sem deyfa kvalirnar sem barnsburðinum fylgja? Og þegar allt kemur til alls, er sú hugsun ekki beinlínis ný að kynlíf sé ekki síður til skemmtunar en að geta börn. Nú þegar hefur afstaða margra til kynlífs tekið byltingarkenndum breytingum. Núorðið er erfitt að ákvarða hvað á að kallast eðlilegt kynlíf, og hvað „óeðlilegt". Margs- konar kynhátterni, sem vakti hneykslan fyrir fáum árum aðeins, er sú skoðað eðlilegt. Höfundar leikrita og skáldsagna hika ekki við að lýsa hverri þeirri aðferð við samfarir, sem þeim get- ur hlutur. í kynrannsóknastofum er sinni var ekki hægt að fá nema gegn leynilegri póstkröfu, eru nú einsog hver vill hafa í hillum söluturnanna, og í kvikmyndum er hér um bil allt sýnt. Unga fólkið í dag gerir sig ekki ánægt með koss við dyrnar. Kynlíf fyrir hjónaband er talinn sjálfsagð- ur hlutur. kynrannsóknastofum er kynlifið rannsakað af miklu kappi; þar eru skrifaðar skýrslur, mælt og Ijósmyndað, og óteljandi karlar og konur á öllum aldri standa í biðröð til að komast að sem tilraunakanín- ur á rannsóknastofum þessum, ýmist ein eða með maka, til að gleðja sig sjálf og vísindin líka. ÖRYGGISLEYSI Á móti þessu öllu kemur að vandamálin eru meiri í dag en nokkru sinni áður. Hjónaskilnaðar- prósentan hækkar og mundi hækka ennþá meira, ef flest hjón gerðu ekki það sem þau geta til að „tolla saman". Því miður fylgja þessum hjónaböndum óþægindi og örygg- isleysi, og afleiðingarnar verða vax- andi framhjáhald — sem er liðið. Hvernig á þetta fólk að kenna börn- um sínum að lifa? Sjálft er það ekki visst ( sinni sök. Okkar tímar ein kennast af ringulreið. Hvernig ætt- um við þá að geta sagt börnunum okkar, hvernig þau eigi að „hegða sér?" Jafnvel guðfræðingarnir hafa nú neyðst til að viðurkenna, að í kynferðismálum hafi hver mann eskja sjálfsákvörðunarrétt, og aðrir hafi enga heimild til að skipa henni fyrir í þeim sökum. En þegar menn óttast ekki lengur reiði Drottins, hvað þá? Það líður ekki á löngu áður en kynsjúkdómar heyra fortíðinni til og getnaðarvarn- ir verða svo ódýrar og þægilegar í notkun að svo til engin hætta verður á að nokkur eignist börn án þess að hann vilji sjálfur. Árangurinn verð- 40 VEKAN 7 tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.