Vikan


Vikan - 12.02.1970, Síða 49

Vikan - 12.02.1970, Síða 49
Þessi blóðugi og ógeðfelldi knattspyrnuleikur dró að sjálfsögðu dilk á eftir sér. Sjálfur forseti Argentínu, Juan Carlos Ongania, sem sá ósköpin í sjónvarpi, lagði hart að forráðamönnum Estudiantes, að þeim þremur leikmönnum sem verst hegðuðu sér yrði refsað. Sem afleiðing af þessu var markvörðurinn, Poletti, dæmdur í ævilangt keppnisbann, og mun það vera í fyrsta skipti í sögunni, sem slíkur dómur er kveðinn upp yfir atvinnumanni. Suarez var dæmdur frá keppni þrjátíu næstu félagsleiki og bannað að taka þátt í hvers konar alþjóðlegum leikjum, bæði fyrir Iand sitt og félag, næstu fimm árin. Loks var þriðji leikmaðurinn, Manera, dæmdur frá keppni næstu tuttugu leiki og bannað að leika í miiliríkjakeppni næstu þrjú árin. Ongania forseti sagði í útvarpsviðtali, að álit Argentínu sem knattspyrnuþjóðar hefði beðið mikinn hnekki við þennan leik. Og stærsta og áhrifamesta blað landsins, La Nacion, sagði meðal annars í grein um leikinn undir fyrirsögninni „Good- bye Football“: „Aldrei fyrr hefur slíkt regindjúp verið á milli argentísks knattspyrnuliðs og samúðar þjóðarinnar.“ úrslitaleikur

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.