Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 14
Pönnukökur með skeldýrafyllingu Utbúið venjulegt ósætt pönnu- kökudeig. Utbúið góðan jafning sem bragðaður er til með dilli, salti og hvítum pipar. Notið humar, rækjur eða krabba eftir efnum og ástæð- um. Setjið jafning á hverja pönnu- köku og brjótið þær saman og setjið í eldfast form og rífið ríkulega af osti yfir. Bakið við 275° þar til allt er orðið vel heitt. Berið brauð með. ☆ UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HUSMÆÐRAKENNARI Fylltar pönnukökur 6 dl hveiti salt 3 egg Va I vatn 50 gr smjör 3 eggjahvítur. Sósa: 4 msk. hveiti 2 msk. smjör 2 dl rækjusoð 2 dl kjötsoð 1 00 gr rækjur 50 gr sveppir Kínverskar pönnukökur 5 dl hveiti salt 2 egg 4 dl vatn smjör ca. 250 gr kjötafg. (smátt brytjaðir) 1 hvítlauksbátur 1 msk. laukur selleri baunabelgir humar ef vill dálítið hvítvín eggjahvíta rasp feiti. Utbúið hræru úr hveiti, salti eggi, vatni, smjöri og stífþeyttri eggja- hvítu og bakið þunnar pönnukökur. Útbúið sósu úr soðinu. Síðan er það sett ( sósuna sem efni og ástæður leyfa hverju sinni. Þá er sósan sett á hverja pönnuköku og þeim rúllað saman. Veltið þeim að síðustu úr eggjahvítu og raspi og steikið í feiti. 50 gr rækjur feiti. Útbúið pönnukökurnar úr hveiti, salti, eggjum og steikið þunnar pönnukökur. Brúnið á pönnu kjötaf- gangana, rífið hvítlauk saman við ásamt |auk, selleri, baunabelgjum, salti, pipar og smáttbrytjuðum rækj- um. Setjið 1 msk. á hverja pönnu- köku. Rúllið síðan pönnukökunum saman og festið með dálitlu af deigi og steikið gulbrúnar og stökkar í olíu eða feiti. 14 VIKAN 20 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.