Vikan


Vikan - 14.05.1970, Qupperneq 19

Vikan - 14.05.1970, Qupperneq 19
FEIK SJIKINA AFTUR EFTIR FIMM ÁRIMVRKRI Ethel Chadwick með foreldrum sínum, lítilli stúlku, sem er í heimsókn, og Söru, sem verður framvegis á heimilinu. an sjö. Ég hafði mikið að gera, því að ég þurfti að athuga hvenær ég átti að byrja á námskeiði, sem ég ætlaði að fara á innan skamms. Ég man að ég sat við skrifborðið mitt og fyllti út skýrsluna, sem ég átti að senda til skólans. Þá skeði það: Þulurinn var að lesa dagskrána í útvarpinu, þá varð allt svart fyr- ir augum mínum. Ekki smátt og smátt, held- ur allt í einu! Ég man ekki hvað svo skeði, en ég þreif- aði mig niður stigann, til móður minnar, sem ég vissi að var í eldhúsinu. Síðar sagði mamma mér, að ég hefði ekki komið upp nokkru orði. Það leið góð stund, þangað til ég gat sagt henni frá því sem komið hafði fyrir. Áfallið var jafn ógnvekjandi fyrir hana og mig. Hún kom mér fyrir í stól og sagðist þurfa að hringja í lækninn. Daginn eftir fór ég til rannsóknar á sjúkra- húsinu. Ég vonaði að þetta tæki ekki langan tíma, að mér batnaði, eins og áður. En þegar allt var við það sama eftir viku, fór ég að verða vondauf. Svo var mér sagt að ég væri orðin blind. f fyrstu var mér þetta ekki fyllilega Ijóst, en þegar það rann upp fyrir mér, óskaði ég að ég mætti deyja. Hvers vegna kom þetta fyrir mig? Ég var aðeins fjórtán ára. Hvernig átti ég að lifa sjónlaus? Ég hlýt að hafa verið erfið fjölskyldu minni um þetta leyti, og líklega verið erfið- ur sjúklingur á sjúkrahúsinu. Þar sem ég fékk ekki að deyja, þá vildi ég loka mig inni. Ég fór af sjúkrahúsinu, og mér létti, þegar ég sat á rúminu mínu. Ég fór ekki út fyrir húsdjn- í fjóra mán- uði. Ég vildi ekki hitta nokkurn mann, ekki einu sinni piltinn, sem ég hafði verið með. Áður en ég missti sjónina, hafði ég haft mik- inn hug á að eignast heimili, fjölskyldu. Að lokum gat móðir mín fengið mig til að fara í bíltúr með kunningja mínum. Eitthvað í rödd hennar sagði mér að ég yrði að fara að orðum hennar. Ég fann líka hve mikil byrði ég hafði verið henni, þessa undan- farna mánuði, og þess vegna fór ég í öku- ferðina. Shahrouz er góður og skemmtilegur piltur. Hann er Persi og við erum jafnaldrar. Hann er kaldur og ákveðinn, og það var það sem ég þurfti með. Síðan fórum við oft í öku- ferðir. Hann sagði mér frá umhverfinu og því sem fyrir augu bar á leiðinni. Ég komst að því að ég gat ennþá hlegið, og að ég hafði enga löngun til að deyja. Ég var ákveðin í að byria lífið á nýjan leik, við þessar breyttu aðstæður. Hvernig átti ég að haga mér? Ég komst að því að margir, sem ég þekkti áður, þar á meðal vinnufélagar mínir, sem ég hafði lok- að mig úti frá, vildu vera mér hjálplegir. Ég fór að hlusta á þetta fólk. Áður en ég missti sjónina, gat ég ekki einu sinni soðið egg skammlaust. Nú fór ég að búa til alls konar mat, með hjálp móður minnar. Hún var alltaf við hendina, til að leiðbeina mér og passa að ég tæki rétt til. Ég hafði líka mikinn áhuga á því að líta vel út. Mér var ljóst að það var mikið atriði að stinga ekki í stúf á því sviði. Ég hafði gott minni, ég mundi vel hvaða föt ég átti og fór að þukla á þeim, vita hvernig þau voru viðkomu. Daglega talaði ég um fötin mín við mömmu. Ég fór að spyrja um tízk- una, hverju fólk klæddist. Vinkonur mínar lásu tízkublöðin fyrir mig. Ég fór einu sinni i viku á hárgreiðslustofu. Þar gat ég líka talað við jafnaldra mína. Fljótlega komst ég að því að ég gat farið á dansstaði með jafnöldrum mínum, og ég gat líka synt. I fyrstu hélt ég að hlegið yrði að mér, en það var mesti misskilningur, enda sagði ég við sjálfa mig að ég gæti ekki séð hvort nokkur væri að hlæja. En ég veit að engum datt í hug að hlæja. Það var skrítið, en ég hafði gaman af að fara í bíó. Mér fannst gaman að sitja og hlusta og ég varð alveg óð í bíóferðir. Ég reyndi að geta mér til um hvernig fólkið á kvikmyndatjaldinu leit út. Richard Burton varð mitt uppáhald. Ég grét, þegar ég heyrði hann leika í „Beckett". Ég verð að sjá þá kvikmynd einhvern tíma. Já, nú nota ég orðið „sjá“. Ég gerði það alltaf, þegar ég talaði við fólk, og sumum fannst það skrítið. En blint fólk sér á sinn hátt. Til dæmis „horfði“ ég á sjónvarp. Ég var mest hrifin af David Frost. Rödd hans hafði góð áhrif á mig, ég var viss um að hann væri líka lag- legur. Eftir að ég varð blind, hafði ég ekki eins gaman að popmúsik og áður. Ég fór að fá meiri áhuga á píanókonsertum og sígildri músik. Mig langaði til að halda sambandi við vini mína og ættingja, en ég gat ekki skrifað. Þess vegna fór ég út í það að læra á ritvél, o? það gekk vel. Kunningjar mínir frá póst- húsinu slógu saman og gáfu mér ferðaritvél. Ég held að ég hafi aldrei glaðzt meira yfir nokkurri gjöf. Það var furðulegt hve vel mér gekk að læra að vélrita, og þá fann ég líka ýmislegt sem ég hafði áhuga á að skrifa um. Ég fékk líka mikinn áhuga á trúmálum. Það kom fyrir á þessum fimm árum, sem ég var blind, að fólk spurði mig hvort ég væri ekki bitur og ásakaði æðri máttarvöld fyrir Framhald á bls. 50. 20. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.