Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 7
mér að sjónvarpinu og spyrja
þá menn, sem því ráða, hvers
vegna Gustur hætti. Mér finnst
Chaplin ekkert fyndinn. Það er
alltaf þetta sama spark hjá hon-
um og sveiflur með stafnum. Ég
sakna Gusts og Lassí mikið, og
þó að Chaplin sé kannski fræg-
ur, þá finnst mér hann alls ekki
jafnast á við þá ágætu þætti, sem
nú eru báðir hættir.
Og loks langar mig til að minn-
ast nokkrum orðum á íþrótta-
þáttinn. Þarf alltaf að vera fót-
bolti í honum? Er ekki líka hægt
að hafa sund eða ótal fleiri í-
þróttagreinar, sem mér finnst
vanta?
Kæra Vika! Viltu vera svo góð
að reyna að koma þessu til sjón-
varpsmannanna. Ef þú vilt eða
getur ekki birt þetta, þá verður
náttúrlega bara að hafa það.
Ef þetta bréf mitt lendir ekki
í ruslakörfunni, viltu þá ekki
birta nafnið mitt, heldur setja
undir
XXII.
Pósturinn þakkar hlýleg orð í
sinn garð og Vikunnar og kem-
ur síðan aðfinnslunum um sjón-
varpið á framfæri. Það er hverju
orði sannara, sem bréfritari tek-
ur fram, að Chaplin er heims-
frægur og talinn snjallasti gam-
anleikari, sem uppi hefur verið.
En það er líka satt, að myndir
hans eru ekki allar jafn góðar
og sumar hverjar orðnar illa
slitnar. Maður þreytist satt að
segja á að horfa á þessar gömlu
myndir í hverri einustu viku,
þótt þær eigi að heita snilldin
sjálf.
Kröfur og meiri
kröfur
Kæri Póstur!
Ég hef ekki séð í þáttum þín-
um enn sem komið er minnzt
neitt á mál málanna í seinni tíð,
og þess vegna legg ég fáein orð
í þinn víða belg. Ég hef sjaldan
orðið eins hissa og þegar ég
heyrði í útvarpinu fréttina um,
að íslenzkir stúdentar hefðu ráð-
izt inn í sendiráð okkar í Stokk-
hólmi, dregið íslenzka fánann
niður og rauða dulu við hún í
st^ðinn. Það þarf ekki að rekja
þennan einstæða atburð frekar.
Hann er öllum kunnur. En
hvernig getur slíkur atburður
gerzt? Er ekki eitthvað bogið við
ungt fólk, sem þannig hegðar
sér, að ekki sé minnzt á þá full-
orðnu menn, sem réttlæta slíka
hegðun? Mér finnst það ekki
skipta neinu höfuðmáli í þessu
sambandi, hvort kjör íslenzkra
námsmanna séu bágborin eða
ekki. Þau eru ábyggilega eins
góð eða slæm og núverandi fjár-
hagsástæður almennt leyfa. Og
skyldi stúdentum vera vandara
um en öðrum stéttum að berjast
fyrir kröfum sínum með þeim
aðferðum, sem tíðkast og leyfi-
legar teljast?
Það þykir líklega hreinasta
goðgá að nefna gamla tímann,
en þó get ég ekki stillt mig um
að minnast allra þeirra mörgu
manna núlifandi, sem áttu sér
enga ósk heitari í bernsku en
að fá að ganga menntaveginn, en
urðu að fara að vinna fyrir sér
strax og þeir höfðu aldur og
burði til þess. Þó að tímarnir
hafi breytzt til batnaðar, þá þarf
enginn að ímynda sér, að allir
geti haft sömu aðstöðu til náms.
Það líða víst áreiðanlega ár og
dagar, þangað til ísland verður
orðið að slíku sæluríki. Og mér
er kunnugt um marga unga
menn, sem fyrir einum áratug
eða svo, höfðu ekki efni á að
stunda nám og urðu að byrja að
vinna fyrir sér. Og samt er sagt,
að þá hafi kjör námsmanna ver-
ið betri en nú!
Með leyfi að spyrja: Hvaða
rétt hefur unga fólkið til að gera
stöðugar kröfur á hendur þjóð-
félaginu? Er það ekki hlálegt að
vera að minnast á verkamenn
í þessu sambandi? Vita stúdentar
hver eiginleg laun verkamanna
eru nú? Og skyldu stúdentarnir
ekki gefa fátækum verkamönn-
um helminginn af launum sínum,
þegar þeir eru sjálfir orðnir há-
launaðir læknar eða verkfræð-
ingar?
En átakanlegast af öllu er lík-
lega, að þessi atburður sýnir
svart á hvítu, að okkur hefur
með öllu mistekizt uppeldið á
börnum okkar á undangengnum
veltiárum.
Með beztu kveðju og
þakklæti fyrir
birtinguna,
Verkamaður.
Við þökkum þetta skilmerkilega
og vel skrifaða bréf. Auðvitað
eru margar hliðar á máli „ellefu-
menninganna" eins og raunar
öllum deilumálum, en vissulega
er margt satt og rétt af því, sem
„Verkamaður" segir. En hann á
bersýnilega erfitt með að átta sig
á gjörbreyttum tímum. Og er
það í rauninni nokkur furða?
HEIMILIÐ
,‘Veröld innan veggja ”
SÝNING
22. MAÍ — 7. JÚNÍ 1970
SÝNINGARHÖLLINNI
LAUGARDAL
LT KAUPSTEFNAN
REYKJAVÍK
21. tbi. VIKAN 7