Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 12
Þrátt fyrir Heklugosið nýja er Surtsey enn ævintýralegasta náttúruundrið. Greinarhöfundur við einn af gömlu t gígunum. Þar er ennþá mikill hiti, þó að liðin séu þrjú ár síðan hann gaus. fljótlega; og erum við nú ný lentir á þessum flugvelli og ætlum að dvelja liér í dag, til þess að undirbúa veru vísinda- manna, sem hér munu dvelja í sumar, svo og annarra gesla. Það er laugardagur 18. apríl 1970, almanakið segir sumar- mál. Veður er ágætt, vestan gola og smá skúra- eða élja- drög út við sjóndeildarhringinn. Við erum fimm, sem fórum út í Surtsey í dag. Einn flaug beint út í eyju, en hinir flugu til Vestmannaeyja og þaðan selflytur Þórólfur flugmaður mannskapinn út í Surtsey á litla REB-anum sinum. Hún tekur aðeins einn farþega, en er góð i þessar ferðir, þar sem hún lendir og tekur sig upp á mjög stuttri braut. Hálfdán á Kvískerjum ætlar að dvelja í eyjunni um mán- aðar tíma, ásamt pilti úr Vestmannaeyjum. Hann ætlar að rannsaka fugla- og dýralífið þar. Hálfdán er þekktur vísinda- maður á þvi sviði úr heimabyggð sinni, öræfunum. Ævar i Geisla ætlar að koma vindrafstöðinni í lag, sem við settum upp i fyrra haust. Hann veit allt um rafmagnið en þar þori ég lielzt ekki að koma nærri. En ég ætla aftur á móti að sjá um húsið, taka lilera frá gluggunum og annað sem húsinu heyrir til. Það er alltal' nóg að starfa þegar komið er út í Surtsey. Fimmti gesturinn er Sigurgeir ljósmyndari. Hann hefur ekki komið hér áður, en er þegar hrifinn af þessu unga landi við fyrstu sýn. Það er unnið af kappi við alls konar störf. Farangurinn er borinn af flugvellinum lieim i Pálsbæ, en svo heitir húsið hér, til lieiðurs prófessor Paul Bauer. Húsinu var gefið nafn í september 1966. Önnur heiti á stöðum sem ég nefni i þess- ari grein, munu vera til orðin manna á milli, þeirra sem liér hafa dvalið og komið, en munu ekki vera staðfest af ör- Lifir hún? Þessi spurning brann á vörum manna fyrstu mánuðina. En nú er Surtsey orðin sjö ára og hefur sannað tilverurétt sinn. wMm ^Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni var að vinna ýmis undirbúningsstörf undir leiðangra sumarsins, meðal annars koma vindrafstöðinni í lag, en liún var sett upp í fyrrahaust.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.