Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 45
liann væri nú setztur að lieima og hefði úr óþrjótandi efni að vinna. í þrjá mánuði var nú ekkert birt eftir höf- undinn, sem alltaf hafði ver- ið á hvers manns vörum, síðan „Heimskautaóður“ kom út um aldamótin. I þcssa þrjá mánuði vann hann nítján tíma í sólarhring —- alla sjö daga vikunnar — eins og hann hafði gert fyrstu árin; honum var ljóst, að það var eins erfitt að ná lýðhylli í annað skipti eins og i fyrsta. Þegar „Martin Eden“ kom út, var hann tættur svo í sundur, að Brett gat hvergi fundið eitt einasta hrósyrði til að setja í auglýsingarnar, þó að hann ætti betri dóma skilið en allar fyrri bækur Jacks. Jack var óánægður yfir, að ritdómararnir sök- uðu hann um að hafa fjar lægzt jafnaðarstefnuna og dýrka einstaklingshyggjuna, þegar hann í raun og veru skrifaði hók, sem réðist á of- urmenniskeriningar Nietzsc- Iie. Á titilblað eintaksins, sem hann sendi Upton Sinclair, skrifaði hann: Eitt af mark- miðum mínum með „Martin Eden“ var, að gera árás á einstaklingshyggjuna. Mér hefur hlotið að fatast meira en lítið, þvi að enginn af gagnrýnendunum virðist hafa komið auga á það.“ En honum hafði ekki fatazt; hann hafði aðeins gert at- burðarás sögunnar svo áhrifarika, að hinar mót- sagnakenndu lífsskoðanir hans koma hvergi greinilega fram i dagsljósið. Ef hann hefði grunað, að „Martin Ed- en“ ætti eftir að verða sá Mimishrunnur, sem heil skáldakynslóð í Ameriku tevgaði af, mundi hann naumast hafa tekið nærri sér þessa meðferð á hókinni, sem hann sjálfur áleit heztu bók sina. En þvi meiri mótspyrnu, sem hann mætti, því ákafari varð hann við vinnuna, og byrjaði nú að skrifa „Hetj- una frá Klondike“. Jack var æfur yfir þvi, að hann skyldi sjálfur hafa orð- ið til að eyðileggja næstum öll tækifæri fyrir sér, og yf- ir því, að ritdómararnir héldu því fram, að hann væri orðinn þurrausinn. Að vísu átti hann nú orðið, eft- ir að hann liafði gefið út tutt- ugu bækur, erfitt með að finna beinlínis nautn í að skrifa, en heiftin gaf honum máttinn til þess. 1 næstu sjö ár vann liann eins og þræll; maður getur freistazt til að trúa þvi, að hann liafi álitið, að hann þyrfli að vera skuld- ugur til þess að geta haldið sér við vinnuna. „Ég skrifa þúsund orð á dag, og ekkert nema básúnur liins efsta dags geta stöðvað mig.“ I lolc október seldi hann bezlu hnefaleikarasöguna sína. „Síðasti bardagi Tom Kings“, og fékk 750 dollara fyrir hana. Og seinna borg- aði hlað nokkurl lionum 8000 dollara fyrir réttindin til að birta neðanmáls „Hetj- una frá Klondike“. Blaðið hafði jafnframt tryggt sér réttinn til að selja öðrum hlöðum söguna til endur- prentunar, og það varð auð- vitað til þess, að öll þau blöð birtu taumlaust hól um .Tack London og „Hetjuna frá Klondike“. Þetla vóg upp á móti þeirri gagnrýni og því liáði, sem hann liafði orðið að þola að undanförnu. „Hetjan frá Klondike“ stendur jafnfætis heztu bók- um lians, eins og „Þegar náttúran kallar“, „Martin Eden“, „Bakkus lconungur“ og „Mánadalurinn“. Hún fékk ágætar viðtökur og .Tack var aftur orðinn vin- sæll rithöfundur. ☆ Flugfreyjubúningar fyrr og nú Framhald af bls. 27. geðgóS og umfram allt létt í spori og glaðleg. Hún þarf að skapa gott og afslappandi andrúmsloft meðal farþeganna meðan hún sjálf þeytist fram og aftur um farþegarýmið með kræsingar handa farþegunum eða sinnir hinum ólíklegustu óskum þeirra. Máske þarf að sinna ung- börnum og skipta um bleyjur og lendi flugvélin í ókyrru lofti getur borið' við, að hár og herðabreiður karlmaður biðji hana að halda í hendina á sér! Allt þetta og margt og margt fleira getur hent á flug- ferðunum og það er alltaf mikið að gera og aldrei leiðinlegt. Og svo lendir flugvélin mjúklega og renn- wwwvwwvwwvwwwwwwwwvwvwwvwwvwwwvwvwwwu Skoðið Singer í sýningarbás nr. 66. Heimilið — „veröld innan veggja“. saiunavél framtiðarinnar Nýr heimur hefur einnig opnazt yður með Singer 720 nýju gerðinni, sem tæknilega hæfir geimferðaöldinni. Sjálfvirk spólun. Öruggur teygjusaumur. ;!; Stórt val nýrra nytjasauma. lnnbyggður sjálfvirkur hnappagatasaumur. ;!; Keðjuspor. Á Singer 720 fáið þér nýja hluti til að sauma hringsaum, 2ja nála sauma, földun með blind- saum og margt fleira. SINCER er sporum íramar Singer 237. Singer 437. Sölu- og sýningarstaðir: Liverpool Laugav. 20, Gefjun Iðunn Austurstræti 10, Dráttarvélar Hafnarstræti 23, Rafbúð SÍS Ármúla 3 og Kaupfélög um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar. Iwvwwwwwwwvwwvwwvwwvwwvwwvwwwwv^ ur upp að flugstöðinni. Flugfreyj- urnar hafa lokið skyldustörfum í ferðinni og hafa nú tekið af sér framreiðslusvunturnar, farið I dragt- arjakkann og sett upp flugfreyju- hattinn. Þær hjálpa farþegunum í yfirhafnir og fá þeim pinkla og pakka er þeir hafa meðferðis og kveðja síðan brosandi. A forsíðu Vikunnar að þessu sinni eru fjórar ungar flugfreyjur frá Flugfélagi íslands. Þær eru ný- lega komnar í þennan rauða og fallega einkennisbúning en hingað til hefur bláa dragtin ráðið ríkjum hjá Flugfélaginu eins og reyndar flestum félögum fram á síðustu ár. Flestir eru á einu máli um að þessi einkennisbúningur sé mjög fallegur hvar sem á hann er litið. Farþegarnir hafa orð á því hve búningurinn sé fallegur og sumir ganga meira að segja svo langt að láta í Ijósi þá skoðun að stúlkurnar hafi stórfrfkk- að við nýja „uniformið"! En síðast en ekki sízt eru stúlkurnar sjálfar hinar ánægðustu með þessa breyt- ingu og nýja einkennisbúninginn, hvers snið er af frönskum uppruna en valið og staðfært af þeim Kristínu Snæhólm Hansen yfirflugfreyju og Rúnu Bínu Sigtryggsdóttur aðstoðar- yfirflugfreyju. A þessari opnu rekj- um við að gamni okkar þróun flug'- freyjubúningsins hjá Flugfélagi ís- lands og vonum að lesendur hafi eins og við sjálfir dálítið gaman af. ☆ m HEIMILIÐ „'VeröId intian veggja ” SÝISIIIMG 22. MAÍ-7. JÚNÍ 1970 SÝNINGARHÖLLINNI LAUGARDAL I(T KAUPSTEFNAN C/ REYKJAVÍK 21 tbl VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.