Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 20
0 Það þarf að tryggja gistingu á einum bæ í öllum venjulegum sveitahreppum
landsins fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt, hvort sem þeir eru á bíl, ríðandi eða
gangandi.
0 Það þarf að skipuleggja gönguleiðir um byggðir og niðri við byggð og
tryggja göngumönnum gistingu á bæjum, þannig að þeir þurfi ekki að bera
með sér annað en nestisbita.
0 Það vantar reiðleiðir um sveitir með áningarstöðum fyrir menn og hesta
og það þarf að hyggja að vetrarferðum um sveitir norðan lands og austan.
Sums staðar hefur verið tekið á móti gestum til dvalar í glæsilegum húsa-
kynnum. Margir vilja fábrotnari móttökur en húsakynnin í Árnesi í Aðaldal í
Þingeyjarsýslu bjóða upp á.
Frá Steiná í Svartárdal í Húnavatnssýslu. — Um dali Húnavatnssýslu ætti
að skipuleggja reiðleiðir. Víðar en á Steiná hafa verið reist tvö eða fleiri íbúðar-
hús á jörð eða hafðar eru tvær íbúðir. Heimilin eru oft tvö eða fleiri um nokk-
urt árabil, en á milli kunna íbúðir að standa lítið notaðar. Þá getur komið sér
vel að standa undir húsnæðiskostnaði með móttöku ferðamanna.
Ýmsir gera sér vonir um að
íslendingar geti haft góða at-
vinnu af ferðaútvegi. í þessari
grein ætla ég sérstaklega að
ræða, hvaða atvinnu sveitafólk
getur haft af ferðaútvegi. Auð-
vitað verður það að miðast við
þá fyrirgreiðslu, sem ferðafólk
þarfnast. Eins og er hafa bænd-
ur nokkrar tekjur af veiðileigu,
en fyrirgreiðsla við veiðimenn
veitir litla atvinnu í sveitunum.
Óvíða er um að ræða gistingu
fyrir almenna ferðamenn í sveit-
um. Er það helzt í Mývatnssveit
að heimamenn hafa nokkra at-
vinnu af ferðaútvegi, en annars
staðar, þar sem um almenna
gistingu er að ræða, fer hún víð-
ast fram í heimavistarskólum
undir forstöðu aðkomufólks. Til
þess að auka gistirúm í sveitum
landsins hafa yfirvöld ferðamála
styrkt byggingu og búnað sumra
heimavistarskóla. Hefur það auð-
vitað komið sér vel. Enn meiri
stoð yrði að slíku fyrir sveitirn-
ar ef sama fólk sem stendur fyr-
ir heimavist á skólum að vetr-
inum veitti móttöku ferðamanna
að sumrinu forstöðu. Tryggir
það auðvitað betur fjárhag og
atvinnu viðkomandi sveita að
ráða þannig þessum atvinnu-
rekstri.
-qp- Ferðahættlr eins og hér er rætt um mundu auka mjög allar mannlífs-
hræringar í sveitum. — Myndin er af heyskap á Kirkjubóli í Bjarnardal í
Önundarfirði.
Það er nýtt í málinu að tala
um ferðaútveg sem sérstaka at-
vinnugrein á borð við sjávarút-
veg, landbúnað, iðnað og verzl-
un. Ferðaútvegur er atvinnuveg-
ur sem er í vexti víða um lönd.
Vöxtur atvinnulífsins er eins og
kunnugt er mestur í þéttbýli um
þessar mundir. Margir gera sér
hins vegar vonir um, að ferðaút-
vegur sé sá atvinnuvegur, sem
eigi ekki síður vaxtarskilyrði í
strjálbýli en í þéttbýli. Þó verð-
ur ekki sagt, að þess gæti veru-
lega hér á landi. Gistihúsabygg-
ingar eru mestar í þéttbýli, og
verkalýðsfélög og einstaklingar
koma sér upp sumarbúðum víða
um land, án þess að því fylgi
nokkur atvinna í sveitunum. Ný-
lega hafa nokkrir alþingismenn
hvatt til hópferða íslendinga að
vetrarlagi til útlanda. Á það
meðal annars að bæta fjárhag
íslenzku flugfélaganna. Aðrar
leiðir til þess væru vissulega
æskilegri en ýta undir gjaldeyr-
isnotkun landsmanna, enda er
tilveruréttur ' flugfélaganna ís-
lenzku fyrst og fremst sá að afla
landsmönnum gjaldeyris.
Þeir sem fara um sveitir ís-
lands á bíl, geta nú gert sig
meira eða minna óháða fyrir-
greiðslu þess fólks, sem verður
á braut þeirra, með ýmsum út-
búnaði, tjöldum sem eru að
verða eins og heil hús, viðlegu-
útbúnaði og matarbirgðum. Það
er því ekki neitt sjálfsagt og
óhjákvæmilegt, að aukin ferða-
mennska færi með sér aukin at-
vinnu- og tekjuskilyrði í sveit-
um landsins, heldur kann hún,
ef ekki er sinna á þessum mál-
um af hendi sveitafólks, aðeins
að færa með sér aukið ryk á
vegunum, aukinn átroðning og
landspjöll. I þessum þætti ætla
ég að ræða nokkra kosti, sem
virðast vera fyrir sveitafólk að
auka atvinnu í sveitum af ferða-
útvegi.
Margir sem fara um landið;
finna til þess að langt er milli
almennra gististaða, og oft verða
menn að leita gistingar í þorp
og kaupstaði, — kunna ekki
við að beiðast gistingar, þar sem
ekki er auglýst móttaka ferða-
manna, en vildu þó helzt gista
í sveit, — þykir það skemmti-
legra og eðlilega oft hentugra.
Víða í sveitum er þó viðunandi
gistirými og skortur á arðbærum
verkefnum. Ég minni á það, að
niðurstöður Búreikningastofu
landbúnaðarins sýn'a að bændur
og þeirra lið hefur almennt ekki
nema 30—40 krónur á tímann
fyrir vinnu sína við búskap. Það
þarf því ekki að vera merkileg
atvinna, sem menn hafa af gist-
ingu og greiðasölu til þess að hún
geri betur en búskapurinn. Sam-
kvæmt reynslu Norðmanna eru
yfirburðir sveitaheimila við
ferðaútveg þeir, að þar er nýttur
húsakostur, sem er til hvort sem
er, — húsaleiga er því lítil sem
engin, og leitazt er við að láta
matreiðslu fyrir heimilisfólk og
ferðafólk fara saman. Matarins
20 VIKAN 21-tbl-