Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 28
HEYRA MÁ
Cþó Iægra ÍátO
OMAR valdimarsson
Ný plata
með Þuríði
Eitt föstudagskvöld ekki alls
fyrir löngu brá ég mér inn á
Röðul og hlustaði þar um stund
á hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar — í fyrsta skipti á
ævinni, en ábyggilega ekki það
síðasta, því hljómsveitin er al-
deilis frábær. Hljómsveitin nýt-
ur mikilla vinsælda meðal gesta
hússins og ef einhver efast ætti
hann einfaldlega að labba þar
inn og sannfærast. Söngvarar
með hljómsveitinni eru þau
Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi
Gunnarsson, sem jafnframt er
bassaleikari og trommuleikarinn
Einar Hólm, en hann er sá Ein-
ar sem var með hljómsveitinni
Örnum sumarið 1968. Þuríður er
r
Kæri þáttur!
Ég ætla að biðja þig að leysa bítla-
veðmál fyrir mig. Þú hefur fengið veð-
málið til meðferðar áður, en við fund-
um ekki VIKUNA með því í til að
ganga úr skugga um hvað væri rétt.
Hvort er það Paul eða Ringó sem
syngur Bítlalagið „She's a Woraan")
Hvemig er skriftin miðað við 15
ára aldur, and PLEASE enga útúr-
snúninga.
VirðingarfyUst,
Sexmennngamir.
Það er Paul McCartney, fyrrverandi
bitill sem syngur þetta ágætis lag. —
Skriftin er ágæt miðað við 15 ára
aldur, mjög vel læsileg.
SVAR TIL ÖNNU SIGRÚNAR í
GERÐUM, GARÐI:
Það hefur verið regla á þessu blaði
alveg frá upphafi að birta ekkert
svona lagað, og sú er ástæðan fyrir
því, er mér sagt, að fyrrl bréfum þín-
um hefur ekki verið svarað. En ég vil
benda þér á, að barnablaðið Æskan
er með dálka þar sem birt eru heim-
ilisföng frægra stjarna.
Kæri þáttur!
Mig langar til að biðja þig um að
birta fyrir mig texta lagsins „All
kinds of everything", sem írska söng-
konan Dana syngur.
Karl Friðrik.
Snowdrops and daffodils, butterflies
and bees
V
Sailors and fishermen, things of the
sea.
Wishing-well, wedding bells, early
morning dew
All kinds of everything remind me of
you.
Seagulls and aeroplanes, things of the
sky
Winds that go howling, breezes that
sigh.
City-stops, neon lights, gray sky or
blue
Ali kinds of everything remlnd me of
you.
Summertime, wintertime, sprlng and
autumn, too,
Monday, Thuesday, everyday — I
think of you.
Dances, romances, things of the night
Sunshine and holidays, postcards to
writc
Morning trees, autumn leaves, a snow-
flake or two
All kinds of everything remlnd me of
you.
Summertime, wintertime, spring and
autumn, too,
Seasons will never change the way
that I lovc you.
Dances, romances, things of the nlght
Sunshine and holidays, postcards to
write
Morning trees, autumn leaves, a snow-
flake or trwo
All kinds of everything remind me of
you.
All kinds of everything remlnd me of
you.
ein bezta söngkona okkar, og á
það vil ég benda þeim sem enn
eiga eftir að gera skil í keppn-
inni um „Óskahljómsveitina
1970“, og Einar er virkilega
áheyrilegur söngvari. Pálmi er
ekki einungis góður bassaleikari,
heldur og fyrirtaks söngvari, og
það er synd að ekki skuli bera
meira á honum en raun ber vitni.
Annars ætti að vera óþarfi að
fjölyrða um það fólk sem Magn-
ús Ingimarsson fær í lið með
sér; allt er þáð fyrsta flokks.
Eins og menn rekur minni til
kom út tveggja laga plata með
Þuríði í september sl., og hlaut
hún hinar beztu og verðskulduðu
viðtökur. Eftir tæpan mánuð er
væntanleg á markaðinn ný plata,
tveggja laga, með söng Þuríðar,
og nú syngur hún við brezkan
undirleik, svipað og Björgvin
Halldórsson gerði á hinni marg-
frægu plötu sinni, Þó líði ár og
öld. Bæði lögin á væntanlegri
plötu, sem gefin verður út af
SG-hljómplötum, eru erlend, hið
fyrra er í okkar fagra landi —
(Harper Valley PTA), en hitt er
Vinur kær, og er það metsölu-
lagið brezka „White Horses“.
Þafl cr svi oewiaA...
Eftir um það bil tvo mánuði
kemur á markaðinn plata sem á
vafalaust eftir að vekja mikla at-
hygli — og það ekki að ástæðu-
lausu. Hljómsveitin sem leikur
inn á plötuna er POPS, og í
sjálfu sér er það ekkert tiltöku-
mál, þó Pops leiki á plötu (raun-
ar hefðu þeir átt að vera búnir
að því fyrir löngu), en söngvar-
inn, sem syngur með þeim, er
heldur af annarri tegund. Það er
nefnilega enginn annar en Hall-
ur Sveins, sem söng hér í eina
tíð með hljómsveitinni Púkó, og
hefur tröllriðið húsum lands-
manna tvenn undanfarin áramót.
Hallur Sveins er í rauninni að-
eins dulnefni leikarans góðkunna,
Flosa Ólafssonar, sem ætlar nú
að gera alvöru úr því að syngja
inn á sína fyrstu plötu, en hann
hefur sungið einhver ósköp áð-
ur á mannamótum og yfirleitt
alls staðar þar sem kátt fólk er
samankomið.
Lögin tvö sem fara á plötuna
eru þau sömu og Flosi söng í
áramótaskaupi sjónvarpsins, Það
er svo geggjað að geta hneggjað,
og Ó, Ijúfa líf. Þeir félagar í Pops
hafa fengið frjálsar hendur með
útsetningar á lögunum, og má
fullyrða að þeir eiga eftir að
gera sitt til að gera þetta að
góðri popp-plötu.
— Auðvitað leggst þetta vel í
mig, sagði Flosi þegar hann var
spurður um álit á væntanlegri
plötu. — Hitt er annað mál að
ég hef ekki hugsað mér að leggja
þetta fyrir mig 0g gerast at-
vinnubítill. Það er náttúrlega
eins og hvert annað grín og ég
hef geysilega gaman af þessu.
Ennþá er ekkert hægt að segja
hver útkoman verður, en æfing-
ar ganga vel — nú, og svo er
fólki alveg í sjálfsvald sett hvort
það álítur plötuna grín eða al-
vöru þegar þar að kemur. En
mér lízt vel á strákana í Pops —
þeir eru bítkallar að mínu skapi.
☆
PWwWvM. '''
||; Wk
Wír
28 VIKAN »■tbl-